ÍR og Hekla í samstarf Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2017 09:08 Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu og Þorsteinn Magnússon ritari aðalstjórnar ÍR handsala samstarfssamninginn á milli ÍR og Heklu. ÍR og Hekla hf. hafa gert með sér samstarfssamning sem undirritaður var í kvöld með viðhöfn á fyrsta heimaleik karlaliðs ÍR í úrvalsdeild í körfubolta 12. október í íþróttahúsi Seljaskóla. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og undirstrikar mikilvægi samstarfsaðila í íþróttastarfi og viðskiptum. Samstarfssamningurinn er sá stærsti sem aðalstjórn ÍR hefur gert um margra áratuga skeið. „Samstarfssamningur ÍR og Heklu á án efa eftir að verða mikil lyftistöng fyrir starfsemi ÍR sem fer vaxandi með hverju árinu. Iðkendur ÍR eru um 2.500 talsins á ársgrundvelli og tíu íþróttagreinar eru stundaðar hjá félaginu. Stuðningur Heklu skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi starfsemi,“ segir Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar ÍR. „Gangi allt eftir verða Hekla og ÍR nágrannar, enda hefur okkur verið úthlutað byggingarlóð fyrir höfuðstöðvar okkar í Suður-Mjódd, rétt við hlið íþróttasvæðis ÍR. Við höfum alltaf stutt íþróttastarf af heilum hug og það er okkur fagnaðarefni að styðja við þróttmikið starf ÍR,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Það voru þeir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu og Þorsteinn Magnússon ritari aðalstjórnar ÍR sem undirrituðu samstarfssamninginn á milli ÍR og Heklu. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent
ÍR og Hekla hf. hafa gert með sér samstarfssamning sem undirritaður var í kvöld með viðhöfn á fyrsta heimaleik karlaliðs ÍR í úrvalsdeild í körfubolta 12. október í íþróttahúsi Seljaskóla. Samningurinn er mikið fagnaðarefni og undirstrikar mikilvægi samstarfsaðila í íþróttastarfi og viðskiptum. Samstarfssamningurinn er sá stærsti sem aðalstjórn ÍR hefur gert um margra áratuga skeið. „Samstarfssamningur ÍR og Heklu á án efa eftir að verða mikil lyftistöng fyrir starfsemi ÍR sem fer vaxandi með hverju árinu. Iðkendur ÍR eru um 2.500 talsins á ársgrundvelli og tíu íþróttagreinar eru stundaðar hjá félaginu. Stuðningur Heklu skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi starfsemi,“ segir Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar ÍR. „Gangi allt eftir verða Hekla og ÍR nágrannar, enda hefur okkur verið úthlutað byggingarlóð fyrir höfuðstöðvar okkar í Suður-Mjódd, rétt við hlið íþróttasvæðis ÍR. Við höfum alltaf stutt íþróttastarf af heilum hug og það er okkur fagnaðarefni að styðja við þróttmikið starf ÍR,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu. Það voru þeir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu og Þorsteinn Magnússon ritari aðalstjórnar ÍR sem undirrituðu samstarfssamninginn á milli ÍR og Heklu.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent