Sextett um sáran missi Sigríður Jónsdóttir skrifar 14. október 2017 10:30 Eggert Þorleifsson og Harpa Arnardóttir í hlutverkum sínum. Mynd/Hörður Sveinsson Leikhús Faðirinn Florian Zeller Þjóðleikhúsið - Kassinn Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikarar: Eggert Þorleifsson, Harpa Arnardóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Edda Arnljótsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir Leikmynd: Stígur Steinþórsson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Borgar Magnason Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson og Borgar Magnason Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Heilabilunarsjúkdómar á borð við Alzheimer eru átakanlegir fyrir alla aðila, bæði sjúklinga og aðstandendur. Harmurinn sem fylgir því að sjá ástvin hverfa inn sjálfan sig er nánast óbærilegur. Engin lækning er til og ekkert hægt að gera nema styðja einstaklinginn í endalausri leit sinni að sjálfinu. Faðirinn eftir Frakkann Florian Zellert í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur var frumsýndur síðastliðinn föstudag í Kassa Þjóðleikhússins og fjallar leikverkið um þennan harm á einstakan og grátbroslegan hátt. Færni Zeller birtist ljóslifandi fyrst og fremst í formi verksins. Áhorfendur upplifa brothættan hugarheim hins aldraða André frá hans sjónarhorni. Ekkert virðist passa saman og tíminn molnar fyrir framan augun á manni sem gerir örvæntingarfullar tilraunir til að púsla brotunum saman. Í hvert skipti sem fastur punktur finnst í verkinu snýr höfundurinn öllu á hvolf og umturnar framvindunni, stundum meira að segja persónum, án þess þó að fórna grunnsögunni. Samtölin og stöðugar endurtekningar eru listasmíð, afskaplega fyndin og grátleg í senn. Þýðing Kristjáns Þórðar Hrafnssonar er einnig með afburðum góð. Kristín er ekki að finna upp hjólið en líkt og leikskáldið skilur hún formið í þaula. Hún notast við klassískar lausnir og framkvæmir þær nánast óaðfinnanlega. Hún sýnir hér og sannar fyrir alþjóð að hún er ein af langbestu leikstjórum landsins og hefur verið í áraraðir. Atriði flæða áfram og byggja á heildrænni nálgun við verkið og góðum skilningi á innra lífi manneskjanna sem þar dvelja. Löngu skiptingarnar á milli atriða, við firnafína tónlist Borgars Magnasonar, eru brotnar upp með því að riðla heimi verksins sem endurskapar óöryggi og hræðslu karakteranna á sviði. Svo eru martraðarkenndu hliðarsenurnar listasmíð. Sjúkdómurinn er aldrei nefndur á nafn heldur sýndur með listilegri og fágaðri frammistöðu Eggerts Þorleifssonar. Verkfræðingurinn André sveiflast frá ofsareiði til ofsahræðslu, persónuleiki hans tekur stakkaskiptum, félagsfærni hans daprast og hann á bágt með að lesa aðstæður. En samtímis gerir hann örvæntingarfullar tilraunir til að fela ástand sitt en harmurinn felst í því að allir eru fyrir löngu búnir að gera sér grein fyrir því, hann bara veit það ekki. Eggert hefur sjaldan verið betri og samleikurinn er óaðfinnanlegur. Harpa Arnardóttir leikur eina útgáfu af Anne, dóttur André, sem berst í bökkum við að finna lausn á óleysanlegu vandamáli. Leik Hörpu vex ásmegin þegar líða tekur á og hún er sérstaklega eftirminnileg þegar hún þarf að þrýsta niður sorginni. Líkt og Eggert hefur Þröstur Leó Gunnarsson þann einstaka hæfileika að hlusta á sviði og finna líf í þögninni. Frá fyrstu stund hans á sviðinu nýtir hann þennan hæfileika til að skapa lifandi persónu með augnaráðinu einu. Dapurlega fyllerístilraun parsins Pierre og Anne til að tæla hvort annað er makalaust fyndin. Er lífið ekki hvort eð er bara endalausar sorglegar endurtekningar? Edda Arnljótsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með smærri hlutverk en öll skila þau fantagóðri vinnu. Laura, leikin af Eddu, kemur eins og sjoppulegur stormsveipur inn í þessa bjöguðu tilvist og kómísk tímasetning Eddu er kostuleg. Sveinn Ólafur vinnur sín hlutverk vel og nýtur sín sérstaklega í seinni hluta sýningar. Lítið ber á Ólafíu Hrönn í bróðurparti sýningar en hún sýnir kraft sinn af öllum mætti í blálokin. Sviðshönnun Stígs Steinþórssonar er einföld á að líta en geymir dulda dýpt. Veggir stofunnar eru samansettir úr óteljandi strengjum sem víbra við minnstu snertingu. Sömuleiðis eru búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur einkar snjallir og vekja upp fágun Parísarbúa en súrrealisma David Lynch á sama tíma. Handverkið er síðan fullkomnað með leiftrandi lýsingu Halldórs Arnar Óskarssonar, ofurbjartri og myrkri til skiptis. Lokasena leiksýningarinnar ber öll leikstjórnareinkenni Kristínar þar sem hún smíðar draumkenndan, dáleiðandi og harmrænan endi sem bæði kremur hjartað og vekur upp von. Slíkt er aðeins á færi allrafærustu listamanna.Niðurstaða: Sýning sem enginn má missa af eða gengur út af ósnortinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. október. Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Faðirinn Florian Zeller Þjóðleikhúsið - Kassinn Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir Leikarar: Eggert Þorleifsson, Harpa Arnardóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Edda Arnljótsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir Leikmynd: Stígur Steinþórsson Búningar: Þórunn María Jónsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Borgar Magnason Hljóðmynd: Elvar Geir Sævarsson og Borgar Magnason Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Heilabilunarsjúkdómar á borð við Alzheimer eru átakanlegir fyrir alla aðila, bæði sjúklinga og aðstandendur. Harmurinn sem fylgir því að sjá ástvin hverfa inn sjálfan sig er nánast óbærilegur. Engin lækning er til og ekkert hægt að gera nema styðja einstaklinginn í endalausri leit sinni að sjálfinu. Faðirinn eftir Frakkann Florian Zellert í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur var frumsýndur síðastliðinn föstudag í Kassa Þjóðleikhússins og fjallar leikverkið um þennan harm á einstakan og grátbroslegan hátt. Færni Zeller birtist ljóslifandi fyrst og fremst í formi verksins. Áhorfendur upplifa brothættan hugarheim hins aldraða André frá hans sjónarhorni. Ekkert virðist passa saman og tíminn molnar fyrir framan augun á manni sem gerir örvæntingarfullar tilraunir til að púsla brotunum saman. Í hvert skipti sem fastur punktur finnst í verkinu snýr höfundurinn öllu á hvolf og umturnar framvindunni, stundum meira að segja persónum, án þess þó að fórna grunnsögunni. Samtölin og stöðugar endurtekningar eru listasmíð, afskaplega fyndin og grátleg í senn. Þýðing Kristjáns Þórðar Hrafnssonar er einnig með afburðum góð. Kristín er ekki að finna upp hjólið en líkt og leikskáldið skilur hún formið í þaula. Hún notast við klassískar lausnir og framkvæmir þær nánast óaðfinnanlega. Hún sýnir hér og sannar fyrir alþjóð að hún er ein af langbestu leikstjórum landsins og hefur verið í áraraðir. Atriði flæða áfram og byggja á heildrænni nálgun við verkið og góðum skilningi á innra lífi manneskjanna sem þar dvelja. Löngu skiptingarnar á milli atriða, við firnafína tónlist Borgars Magnasonar, eru brotnar upp með því að riðla heimi verksins sem endurskapar óöryggi og hræðslu karakteranna á sviði. Svo eru martraðarkenndu hliðarsenurnar listasmíð. Sjúkdómurinn er aldrei nefndur á nafn heldur sýndur með listilegri og fágaðri frammistöðu Eggerts Þorleifssonar. Verkfræðingurinn André sveiflast frá ofsareiði til ofsahræðslu, persónuleiki hans tekur stakkaskiptum, félagsfærni hans daprast og hann á bágt með að lesa aðstæður. En samtímis gerir hann örvæntingarfullar tilraunir til að fela ástand sitt en harmurinn felst í því að allir eru fyrir löngu búnir að gera sér grein fyrir því, hann bara veit það ekki. Eggert hefur sjaldan verið betri og samleikurinn er óaðfinnanlegur. Harpa Arnardóttir leikur eina útgáfu af Anne, dóttur André, sem berst í bökkum við að finna lausn á óleysanlegu vandamáli. Leik Hörpu vex ásmegin þegar líða tekur á og hún er sérstaklega eftirminnileg þegar hún þarf að þrýsta niður sorginni. Líkt og Eggert hefur Þröstur Leó Gunnarsson þann einstaka hæfileika að hlusta á sviði og finna líf í þögninni. Frá fyrstu stund hans á sviðinu nýtir hann þennan hæfileika til að skapa lifandi persónu með augnaráðinu einu. Dapurlega fyllerístilraun parsins Pierre og Anne til að tæla hvort annað er makalaust fyndin. Er lífið ekki hvort eð er bara endalausar sorglegar endurtekningar? Edda Arnljótsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með smærri hlutverk en öll skila þau fantagóðri vinnu. Laura, leikin af Eddu, kemur eins og sjoppulegur stormsveipur inn í þessa bjöguðu tilvist og kómísk tímasetning Eddu er kostuleg. Sveinn Ólafur vinnur sín hlutverk vel og nýtur sín sérstaklega í seinni hluta sýningar. Lítið ber á Ólafíu Hrönn í bróðurparti sýningar en hún sýnir kraft sinn af öllum mætti í blálokin. Sviðshönnun Stígs Steinþórssonar er einföld á að líta en geymir dulda dýpt. Veggir stofunnar eru samansettir úr óteljandi strengjum sem víbra við minnstu snertingu. Sömuleiðis eru búningar Þórunnar Maríu Jónsdóttur einkar snjallir og vekja upp fágun Parísarbúa en súrrealisma David Lynch á sama tíma. Handverkið er síðan fullkomnað með leiftrandi lýsingu Halldórs Arnar Óskarssonar, ofurbjartri og myrkri til skiptis. Lokasena leiksýningarinnar ber öll leikstjórnareinkenni Kristínar þar sem hún smíðar draumkenndan, dáleiðandi og harmrænan endi sem bæði kremur hjartað og vekur upp von. Slíkt er aðeins á færi allrafærustu listamanna.Niðurstaða: Sýning sem enginn má missa af eða gengur út af ósnortinn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. október.
Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira