Bílasala minnkaði í Evrópu í september Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2017 16:26 Bílaumferð í London. Bílasala hefur verið með miklu ágætum í Evrópu í ár, en svo bar þó við í Evrópu að bílasala minnkaði um 2% í liðnum mánuði. Helsta ástæða þess er sögð vera Brexit en í Bretlandi minnkaði bílasala um 9,3% og munar um minna á þeim stóra bílamarkaði. Fólk í Bretlandi er ekki tilbúið að fjárfesta í dýrum hlutum eins og bílum á þessum óvissutímum og það sést best á bílasölunni frá því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu varð ljós. Í Bretlandi hefur nú verið minnkandi bílasala í 6 mánuði í röð. Bílasala minnkaði þó víðar en í Bretlandi því á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, minnkaði salan um 3,3%, en þar hafði nokkuð að segja að einum söludegi var færra í september í ár en í fyrra. Bílasala í Evrópu hefur aukist um 3,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins og er komin í 12 milljón bíla, en salan í september nam 1,47 milljónum bíla. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent
Bílasala hefur verið með miklu ágætum í Evrópu í ár, en svo bar þó við í Evrópu að bílasala minnkaði um 2% í liðnum mánuði. Helsta ástæða þess er sögð vera Brexit en í Bretlandi minnkaði bílasala um 9,3% og munar um minna á þeim stóra bílamarkaði. Fólk í Bretlandi er ekki tilbúið að fjárfesta í dýrum hlutum eins og bílum á þessum óvissutímum og það sést best á bílasölunni frá því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu varð ljós. Í Bretlandi hefur nú verið minnkandi bílasala í 6 mánuði í röð. Bílasala minnkaði þó víðar en í Bretlandi því á stærsta bílamarkaði Evrópu, í Þýskalandi, minnkaði salan um 3,3%, en þar hafði nokkuð að segja að einum söludegi var færra í september í ár en í fyrra. Bílasala í Evrópu hefur aukist um 3,6% á fyrstu 9 mánuðum ársins og er komin í 12 milljón bíla, en salan í september nam 1,47 milljónum bíla.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Innlent