Okkar ábyrgð Magnús Guðmundsson skrifar 4. október 2017 07:00 Að undanförnu hafa margir stjórnmálamenn látið í veðri vaka að það sé kjósendum þung byrði að þurfa að ganga að kjörborðinu oftar en á fjögurra ára fresti. Að það sé baggi á landsmönnum að þurfa að fylgjast með stjórnmálaumræðu, móta sér skoðun, vega og meta hugmyndir, loforð og trúverðugleika þeirra sem sækjast eftir völdum. Að það sé einhverjum ímynduðum stöðugleika fyrir bestu að setið sé fast á valdastólum þrátt fyrir trúnaðar- og siðferðisbresti, auk hefðbundins dráttar á uppfyllingu kosningaloforða. Allt er þetta auðvitað af og frá. Lýðræði og virk þátttaka í framgangi þess er engin byrði. Þvert á móti eru það mikilvæg og eftirsóknarverð mannréttindi. Mannréttindi sem okkur ber að virða með því að fylgjast með og taka þátt í umræðunni eftir því sem kostur er og taka ábyrgar og sjálfstæðar ákvarðanir út frá því. Fjölmiðlar gegna hér vissulega gríðarlega mikilvægu hlutverki og bera ábyrgð á því að umfjöllun sé vönduð og vel unnin en þó umfram allt rétt og skilmerkileg. Fjölmiðlum ber að veita stjórnmálunum og valdinu aðhald með því að veita almenningi upplýsingar og á heildina litið verður ekki annað sagt um íslenska fjölmiðla en að það hafi verið tilfellið síðustu ár. Það þýðir samt ekki að það takist alltaf vel til og að engin mistök séu gerð. Fjárhagsleg staða frjálsra fjölmiðla, ekki aðeins á Íslandi heldur víða um heim, er erfið og því fylgir eðlilega aukið álag á fréttastofur. Það er auðvitað mál sem þarf að skoða sérstaklega en óháð því þurfa fjölmiðlar að sjálfsögðu alltaf aðhald frá almenningi. Aðhald frá fjöldanum sem er hin raunverulega undirstaða lýðræðisins og á að gera kröfu um vandaða, ábyrga og rétta umfjöllun en auðvitað um leið vega það og meta hvað skiptir máli í lýðræðislegri umræðu og hvað ekki. Nú þegar við erum í aðdraganda kosninga er þetta sérstaklega mikilvægt og ábyrgð okkar allra mikil. Sá skammi tími sem er liðinn frá því við gengum síðast að kjörborðinu felur reyndar í sér spennandi tækifæri þar sem okkur ætti flestum að vera síðasta kosningabarátta og stjórnartíð fráfarandi ríkisstjórnar enn í fersku minni. Í því felst tækifæri fyrir okkur sem samfélag til þess að þroska og þróa stjórnmálaumræðu til betri vegar og beina henni að mikilvægum málefnum fremur en mishæfum stjórnmálaforingjum. Þannig á til að mynda færni þeirra í handavinnu, bakstri, íþróttum, tónlist eða öðru slíku, þótt það sé góðra gjalda vert, ekki endilega erindi inn í þessa umræðu. Það sem á hins vegar erindi í umræðuna er ójöfnuðurinn í samfélaginu, fjármálin, heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið, málefni aldraðra, velferðin, atvinnulífið, menntun, stjórnsýsla, mannúð og menning og öll þau málefni sem ráða því hvernig samfélag við ætlum að byggja á komandi árum og áratugum. Stjórnmálahreyfingar þurfa að senda frá sér skýr skilaboð um hvaða málefni þau ætla að setja á oddinn og hvernig þær sjá fyrir sér að móta íslenskt samfélag. En stjórnmálamönnum sem treysta sér ekki til þess að setja málefnin í öndvegi, á kostnað síns persónulega ágætis, hlýtur ábyrgt lýðræði að hafna – öllum til heilla.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Magnús Guðmundsson Mest lesið Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Að undanförnu hafa margir stjórnmálamenn látið í veðri vaka að það sé kjósendum þung byrði að þurfa að ganga að kjörborðinu oftar en á fjögurra ára fresti. Að það sé baggi á landsmönnum að þurfa að fylgjast með stjórnmálaumræðu, móta sér skoðun, vega og meta hugmyndir, loforð og trúverðugleika þeirra sem sækjast eftir völdum. Að það sé einhverjum ímynduðum stöðugleika fyrir bestu að setið sé fast á valdastólum þrátt fyrir trúnaðar- og siðferðisbresti, auk hefðbundins dráttar á uppfyllingu kosningaloforða. Allt er þetta auðvitað af og frá. Lýðræði og virk þátttaka í framgangi þess er engin byrði. Þvert á móti eru það mikilvæg og eftirsóknarverð mannréttindi. Mannréttindi sem okkur ber að virða með því að fylgjast með og taka þátt í umræðunni eftir því sem kostur er og taka ábyrgar og sjálfstæðar ákvarðanir út frá því. Fjölmiðlar gegna hér vissulega gríðarlega mikilvægu hlutverki og bera ábyrgð á því að umfjöllun sé vönduð og vel unnin en þó umfram allt rétt og skilmerkileg. Fjölmiðlum ber að veita stjórnmálunum og valdinu aðhald með því að veita almenningi upplýsingar og á heildina litið verður ekki annað sagt um íslenska fjölmiðla en að það hafi verið tilfellið síðustu ár. Það þýðir samt ekki að það takist alltaf vel til og að engin mistök séu gerð. Fjárhagsleg staða frjálsra fjölmiðla, ekki aðeins á Íslandi heldur víða um heim, er erfið og því fylgir eðlilega aukið álag á fréttastofur. Það er auðvitað mál sem þarf að skoða sérstaklega en óháð því þurfa fjölmiðlar að sjálfsögðu alltaf aðhald frá almenningi. Aðhald frá fjöldanum sem er hin raunverulega undirstaða lýðræðisins og á að gera kröfu um vandaða, ábyrga og rétta umfjöllun en auðvitað um leið vega það og meta hvað skiptir máli í lýðræðislegri umræðu og hvað ekki. Nú þegar við erum í aðdraganda kosninga er þetta sérstaklega mikilvægt og ábyrgð okkar allra mikil. Sá skammi tími sem er liðinn frá því við gengum síðast að kjörborðinu felur reyndar í sér spennandi tækifæri þar sem okkur ætti flestum að vera síðasta kosningabarátta og stjórnartíð fráfarandi ríkisstjórnar enn í fersku minni. Í því felst tækifæri fyrir okkur sem samfélag til þess að þroska og þróa stjórnmálaumræðu til betri vegar og beina henni að mikilvægum málefnum fremur en mishæfum stjórnmálaforingjum. Þannig á til að mynda færni þeirra í handavinnu, bakstri, íþróttum, tónlist eða öðru slíku, þótt það sé góðra gjalda vert, ekki endilega erindi inn í þessa umræðu. Það sem á hins vegar erindi í umræðuna er ójöfnuðurinn í samfélaginu, fjármálin, heilbrigðiskerfið, húsnæðiskerfið, málefni aldraðra, velferðin, atvinnulífið, menntun, stjórnsýsla, mannúð og menning og öll þau málefni sem ráða því hvernig samfélag við ætlum að byggja á komandi árum og áratugum. Stjórnmálahreyfingar þurfa að senda frá sér skýr skilaboð um hvaða málefni þau ætla að setja á oddinn og hvernig þær sjá fyrir sér að móta íslenskt samfélag. En stjórnmálamönnum sem treysta sér ekki til þess að setja málefnin í öndvegi, á kostnað síns persónulega ágætis, hlýtur ábyrgt lýðræði að hafna – öllum til heilla.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. október.