Tesla hættir framleiðslu Model S 75 Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 11:30 Tesla Model S fæst nú aðeins fjórhjóladrifinn og ódýrasta gerð hans með afturhjóladrifi er dottin úr framleiðslulínu Tesla. Hjá Tesla hefur tekin ákvörðun um að hætta framleiðslu núverandi ódýrustu gerðar Model S bílsins, þ.e. Tesla Model S 75. Áfram verður hægt að panta Tesla Model S 75D bílinn en hann er fjórhjóladrifinn og kostar 74.500 dollara, en sá afturhjóladrifni kostaði 69.500 dollara. Síðasti mögulegi pöntunardagur á Model S 75 var 24. september. Einhverjir gárungar hafa bent á að þessi ákvörðun Tesla sé úthugsuð á þann veg að gefa viðskiptavinum aðeins nokkra daga til kaupa á þessari ódýrustu gerð Model S til að hressa við sölutölurnar rétt fyrir lokun 3. ársfjórðungs þessa árs. Með þeirri ákörðun Tesla að hætta með einu afturhjóladrifnu útgáfu Model S stendur aðeins Model 3 bíllinn eftir með afturhjóladrifi. Tesla hefur áður hætt framleiðslu ódýrustu gerðar Model S bílsins, eða Model S 65, sem þá var með aflminnstu gerð rafhlaða sem í boði var þá í Model S. Frá því var Model S 75 með minnstu rafhlöðuna, en nú er það Model S 85 með 85kWh rafhlöðu. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent
Hjá Tesla hefur tekin ákvörðun um að hætta framleiðslu núverandi ódýrustu gerðar Model S bílsins, þ.e. Tesla Model S 75. Áfram verður hægt að panta Tesla Model S 75D bílinn en hann er fjórhjóladrifinn og kostar 74.500 dollara, en sá afturhjóladrifni kostaði 69.500 dollara. Síðasti mögulegi pöntunardagur á Model S 75 var 24. september. Einhverjir gárungar hafa bent á að þessi ákvörðun Tesla sé úthugsuð á þann veg að gefa viðskiptavinum aðeins nokkra daga til kaupa á þessari ódýrustu gerð Model S til að hressa við sölutölurnar rétt fyrir lokun 3. ársfjórðungs þessa árs. Með þeirri ákörðun Tesla að hætta með einu afturhjóladrifnu útgáfu Model S stendur aðeins Model 3 bíllinn eftir með afturhjóladrifi. Tesla hefur áður hætt framleiðslu ódýrustu gerðar Model S bílsins, eða Model S 65, sem þá var með aflminnstu gerð rafhlaða sem í boði var þá í Model S. Frá því var Model S 75 með minnstu rafhlöðuna, en nú er það Model S 85 með 85kWh rafhlöðu.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent