Benz fjárfestir í háhraðahreðslutækni Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 09:00 StoreDot rafhlöður er ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur fjárfest í ísraelska fyrirtækinu StoreDot sem er að þróa rafhlöður sem má fullhlaða á 5 mínútum. StoreDot hefur tekist að safna 6,4 milljarða fjárfestingum til þróunar þessara rafhlaða frá aðilum eins og Samsung og Roman Abramovich eiganda Chelsea og nú Benz. StoreDot kallar þessar byltingarkenndu rafhlöður FlashBattery og er þeim ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina í framleiðslu rafhlaða. Mercedes Benz hefur þá trú að þessar nýju rafhlöður muni í komandi framtíð verða í rafmagnsbílum sínum. Daimler hefur ekki lagt í vana sinn að fjárfesta mikið utan heimalandsins Þýskalands og ætti það að sýna hve mikla trú fyrirtækið hefur á þessari nýju tækni StoreDot. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur fjárfest í ísraelska fyrirtækinu StoreDot sem er að þróa rafhlöður sem má fullhlaða á 5 mínútum. StoreDot hefur tekist að safna 6,4 milljarða fjárfestingum til þróunar þessara rafhlaða frá aðilum eins og Samsung og Roman Abramovich eiganda Chelsea og nú Benz. StoreDot kallar þessar byltingarkenndu rafhlöður FlashBattery og er þeim ætlað að leysa af hólmi lithium ion tæknina í framleiðslu rafhlaða. Mercedes Benz hefur þá trú að þessar nýju rafhlöður muni í komandi framtíð verða í rafmagnsbílum sínum. Daimler hefur ekki lagt í vana sinn að fjárfesta mikið utan heimalandsins Þýskalands og ætti það að sýna hve mikla trú fyrirtækið hefur á þessari nýju tækni StoreDot.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent