Cell7 er komin aftur Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. október 2017 11:15 Ragna gaf út plötuna Cellf árið 2013 og er núna að gíra sig aftur í gang. Vísir/Ernir „Þetta er fyrsti singúllinn af plötunni sem ég er að vinna núna – síðan er ég að spila á Stúdentakjallaranum á laugardaginn og þar mun ég frumflytja það sem ég er komin með af plötunni,“ segir Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell7, en hún mun frumsýna glænýtt myndband við nýjasta lagið sitt City Lights í kvöld á Prikinu. Á laugardaginn verða svo upphitunartónleikar fyrir Airwaves en þar spilar Cell7 ásamt Auði og Two Toucans. „Birgir Páll Auðunsson er maðurinn bak við þetta myndband – hann er búinn að sinna mikilli klippivinnu fyrir þetta myndband og hann er eiginlega að gera allt varðandi það.“ Cell7 gaf út plötuna Cellf árið 2013 svo það má tala um ákveðna endurkomu frá henni núna. „Ég byrjaði að vinna að henni á síðasta ári – ég var ólétt þá og tók mér eiginlega svona fæðingarorlof. Það var svolítið strembið að vera með hálfan heila, ósofin og ólétt að vinna að rappplötu – þannig að ég var ekkert að drepa mig þá. Þetta kom nú bara svona mest á þessu ári, þá var aðeins meiri keyrsla. Þetta er komið hálfa leið hjá mér myndi ég segja. Ég er að vinna með nýjum pródúser sem heitir Helgi Lárusson og við erum búin að vera að gera allavega síðustu lög af plötunni, en svo er það hann Gnúsi Yones sem er að pródúsera þetta lag. Við gerðum auðvitað síðustu plötu saman, eða svona mestmegnis, þannig að þetta lag kemur eiginlega í beinu framhaldi af henni.“Ragna á sviði með Gnúsa og félögum úr Subterranean hér um árið.Þannig að þetta verður svolítið í svipuðum gír og síðast? „Nei, samt ekki. Mér finnst jafnvel mjög skrítið að fara í fyrri lögin mín því að hugurinn er kominn á allt annan stað núna. Maður er að reyna að finna annað „sánd“, annan hljóðheim og pælingar. Þannig að mér finnst það persónulega aðeins öðruvísi. Það sem er enn þá meira öðruvísi er svo það sem ég er að gera með Helga – það er mjög frábrugðið fyrri plötunni.“ Hún segist vera komin með nokkrar gestasöngkonur á plötuna en ekki neina gestarappara enn sem komið er. Tónleikarnir á laugardaginn verða svo ákveðið próf fyrir þessi nýju lög sem hún ætlar að taka þar. „Þegar maður byrjar að spila lögin sín sér maður hvernig fílingurinn er og hvort maður er að fara í rétta átt með lögin sín. Maður getur aldrei vitað það fyrr en maður spilar live og hvort og hvernig maður fílar sig í þeim aðstæðum.“ Myndbandið City Lights verður frumsýnt í kvöld klukkan tíu á Prikinu en síðan verða tónleikarnir í Stúdentakjallaranum klukkan níu á laugardagskvöld. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er fyrsti singúllinn af plötunni sem ég er að vinna núna – síðan er ég að spila á Stúdentakjallaranum á laugardaginn og þar mun ég frumflytja það sem ég er komin með af plötunni,“ segir Ragna Kjartansdóttir, betur þekkt sem Cell7, en hún mun frumsýna glænýtt myndband við nýjasta lagið sitt City Lights í kvöld á Prikinu. Á laugardaginn verða svo upphitunartónleikar fyrir Airwaves en þar spilar Cell7 ásamt Auði og Two Toucans. „Birgir Páll Auðunsson er maðurinn bak við þetta myndband – hann er búinn að sinna mikilli klippivinnu fyrir þetta myndband og hann er eiginlega að gera allt varðandi það.“ Cell7 gaf út plötuna Cellf árið 2013 svo það má tala um ákveðna endurkomu frá henni núna. „Ég byrjaði að vinna að henni á síðasta ári – ég var ólétt þá og tók mér eiginlega svona fæðingarorlof. Það var svolítið strembið að vera með hálfan heila, ósofin og ólétt að vinna að rappplötu – þannig að ég var ekkert að drepa mig þá. Þetta kom nú bara svona mest á þessu ári, þá var aðeins meiri keyrsla. Þetta er komið hálfa leið hjá mér myndi ég segja. Ég er að vinna með nýjum pródúser sem heitir Helgi Lárusson og við erum búin að vera að gera allavega síðustu lög af plötunni, en svo er það hann Gnúsi Yones sem er að pródúsera þetta lag. Við gerðum auðvitað síðustu plötu saman, eða svona mestmegnis, þannig að þetta lag kemur eiginlega í beinu framhaldi af henni.“Ragna á sviði með Gnúsa og félögum úr Subterranean hér um árið.Þannig að þetta verður svolítið í svipuðum gír og síðast? „Nei, samt ekki. Mér finnst jafnvel mjög skrítið að fara í fyrri lögin mín því að hugurinn er kominn á allt annan stað núna. Maður er að reyna að finna annað „sánd“, annan hljóðheim og pælingar. Þannig að mér finnst það persónulega aðeins öðruvísi. Það sem er enn þá meira öðruvísi er svo það sem ég er að gera með Helga – það er mjög frábrugðið fyrri plötunni.“ Hún segist vera komin með nokkrar gestasöngkonur á plötuna en ekki neina gestarappara enn sem komið er. Tónleikarnir á laugardaginn verða svo ákveðið próf fyrir þessi nýju lög sem hún ætlar að taka þar. „Þegar maður byrjar að spila lögin sín sér maður hvernig fílingurinn er og hvort maður er að fara í rétta átt með lögin sín. Maður getur aldrei vitað það fyrr en maður spilar live og hvort og hvernig maður fílar sig í þeim aðstæðum.“ Myndbandið City Lights verður frumsýnt í kvöld klukkan tíu á Prikinu en síðan verða tónleikarnir í Stúdentakjallaranum klukkan níu á laugardagskvöld.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira