Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 79-65 | Stjarnan vann grannaslaginn Þór Símon Hafþórsson skrifar 7. október 2017 20:30 Danielle Rodrgiuez, leikstjórnandi Stjörnunnar. vísir/ernir Stjarnan og Breiðablik mættust í Ásgarði í dag í Dominos deild kvenna í körfubolta. Leikurinn var hnífjafn framan af en nýliðarnir í Breiðablik stóðu svo sannarlega fyrir sínu en staðan í hálfleik var jöfn, 47-47. Stjarnan tók þó öll völd í þriðja leikhluta og unnu hann 22-8. Staðan var þá 69-55 og ljóst að Breiðablik þyrfti að taka ansi vel í sínum málum til að snúa taflinu við. Því náði Breiðablik ekki og lokatölur 79-65, Stjörnunni í vil.Afhverju vann Stjarnan?Breiðari hópur og betri einstaklingar skópu sigurinn fyrir Stjörnuna. Leikurinn var hnífjafn framan af leik en sem fyrr segir tók Stjarnan öll völd í þriðja leikhluta og hreinlega kláraði leikinn þar. Breiðablik áttu svipaðan leik gegn Val á dögunum er leikurinn var hnífjafn framan af leik en svo á endanum fjaraði leikur Blika út og Valsmenn sigruðu örugglega.Hverjar stóðu upp úr?Daniella Victoria Rodriquez sannaði síðasta vetur að hún er einn af betri leikmönnum deildarinnar og hún hélt uppteknum hætti í dag. Daniella skoraði 31 stig og stýrði leik Stjörnunar með glæsibrag. Ragna Margrét stóð sig einnig vel og tók 14 fráköst. Hjá Blikum var Sóllilja áberandi með 22 stig og Ivory Crawford, nýjasti meðlimur Blika, var einnig áberandi og tók 10 fráköst en aftur lenti hún í vandræðum með villu fjölda og fékk að lokum sína 5. villu í þriðja leikhluta og varð að sitja restina af leiknum á bekknum.Hvað gekk illa?Varnarleikur Stjörnunnar var í tómu basli framan af leik en þær fundu þó taktin í þriðja leikhluta þar sem þær skelltu í lás. Blika stelpur stóðu sig vel framan af leik en botnin datt úr þessu hjá þeim í restina er sóknarleikurinn varð uppfullur af byrjenda mistökum og fljótfærnis vitleysum þar sem sendingar og skot fóru út í bláinn frekar en beint í mark eins og ætlunin var.Hvað gerist næst?Breiðablik heimsækjir Íslands og Bikarmeistara, Keflavík, sem verður líklega erfið prófraun fyrir nýliðana en Stjarnan mætir Njarðvík.Hildur Sigurðardóttir: Þurfum meira frá Ivory Crawford„Við erum ekki nógu sáttar með þetta. Við ætluðum okkur meira í dag,“ sagði Hildur, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Stjörnunni í dag. Leikurinn var hnífjafn og var staðan 47-47 í hálfleik en þá skyndilega féll leikur Blika saman. Hildur er ekki viss um hvað veldur. „Við höfum verið að halda vel á spöðunum fram af hálfleik og svo gerist eitthvað. Kannski er það ræðan mín sem er að hafa svona áhrif.“ Ivory Crawford, nýjasta og eina viðbót Blika í leikmannahópinn frá síðasta vetri í 1. deildinni, átti ágætis leik í dag en þurfti að víkja af velli í 3. leikhluta eftir að hún fékk á sig sína 5. villu. „Við erum nýliðar í deildinni og hún er eiginlega okkar eina viðbót. Flest lið þurfa á sýnum erlenda leikmanni í 40 mínútur og við þurfum meira frá henni.“ Ivory lenti einnig í villu vandræðum í síðasta leik gegn Val og viðurkennir Hildur alveg að hún þurfi að vanda sig betur. „Hún er að brjóta en það eru alltaf 1-2 villur sem maður finnst að mætti alveg sleppa en hún verður að aðlagast að leiknum hérna.Sóllilja Bjarnadóttir: Eigum alveg heima í þessari deildSóllilja átti ágætis leik fyrir Breiðablik í dag en hún skoraði 22 stig. Hún segir Danielle Victoria hafi fyrst og fremst skilið liðin af í dag. „Þær eru með svakalegan góðan útlending. Við náðum ekki að stoppa nógu mikið í vörninni. Þetta byrjar allt á vörninni.“ Skotklukkan var á gólfinu en ekki fyrir ofan körfuna eins og vanalega en Sóllilja segir það ekki hafa truflað sig mikið. „Það er óþægilegt að sjá ekki klukkuna. En ég var ekkert mikið að pæla í því en það var kannski smá óþægilegt.“ Breiðablik hefur byrjað mótið á tveimur töpum en Sóllilja segir að Breiðablik hafi sýnt það og sannað að þær eigi heima í efstu deild. „Við tökum bara einn leik í einu. Við höfum alveg sýnt að við eigum alveg heima í þessari deild.“Danielle Victoria: Tókum okkur saman í andlitinuDanielle Victoria Rodriguez átti stórleik fyrir Stjörnuna í dag er hún skoraði 31 stig og stýrði leik Stjörnunnar frá A til Ö. „Þetta er sigur og leikur okkar varð pínu óhreinn undir lokinn en þetta er sigur. Við þyggjum það alveg.“ Hún segir Blika vera með gott lið eins og öll önnur lið deildarinnar. „Öll lið í þessari deild eru góð og allir leikir eru erfiðir. Þær börðust og þær gáfu okkur erfiðan leik,” sagði Danielle en leikurinn var hnífjafn fram að þriðja leikhluta þar sem Stjarnan tók öll völd. En hvað breyttist þá? „Við vörðumst betur. Framan af leik vorum við búnar að gefa þeim auðveld skot en við tókum okkur saman í andlitinu þar.“ Skotklukkan var að reynast leikmönnum erfið en hún var á gólfinu og sagði Danielle að það hafi vissulega verið truflandi. „Það gerði hlutina mjög erfiða. Ég var alltaf að horfa upp og leita af henni og það var erfitt að sjá hana þar sem það stóðu alltaf einhverjir fyrir henni. En við fundum leið til að láta þetta virka. Það er það sem skiptir máli.“Pétur Már: Var alltaf að leita af skotklukkunniPétur Már, þjálfari Stjörnunar, var sáttur með sigurinn þrátt fyrir, að hans mati, slaka spilamennsku. „Gott að fá sigur. Ef við vinnum þá verður maður bara sáttur þó svo að við spiluðum ekki vel.“ Hann hrósaði Blika liðinu en sagði varnarleikinn hjá sínum stelpum hafi verið full götóttur. „Þær eru bara með gott lið og góðan þjálfara. Þær voru að hitta vel en við vorum samt að opna vörnina full mikið. Að fá á sig 47 stig í hálfleik er full mikið fyrir minn smekk.“ Skotklukkan var ekki bara að reynast leikmönnum erfið en Pétur Már vissi ekki einu sinni af henni á gólfinu framan af leik. „Já það var erfitt. Maður er vanur að sjá hana uppi. Maður gerir það alltaf þannig ég var stundum að leita af henni. Ég vissi ekki einu sinni af henni framan af leik. Vonandi verður maður látin vita fyrir leik ef þetta gerist aftur.“ Hann hrósaði Danielle Victoriu hástert og segir hana mikilvægan hlekk í liðinu. „Frábær leikmaður og frábær persóna. Gerir alla í kringum sig betri, innan og utan vallar. Ég þarf ekki að segja meira.“ Dominos-deild kvenna
Stjarnan og Breiðablik mættust í Ásgarði í dag í Dominos deild kvenna í körfubolta. Leikurinn var hnífjafn framan af en nýliðarnir í Breiðablik stóðu svo sannarlega fyrir sínu en staðan í hálfleik var jöfn, 47-47. Stjarnan tók þó öll völd í þriðja leikhluta og unnu hann 22-8. Staðan var þá 69-55 og ljóst að Breiðablik þyrfti að taka ansi vel í sínum málum til að snúa taflinu við. Því náði Breiðablik ekki og lokatölur 79-65, Stjörnunni í vil.Afhverju vann Stjarnan?Breiðari hópur og betri einstaklingar skópu sigurinn fyrir Stjörnuna. Leikurinn var hnífjafn framan af leik en sem fyrr segir tók Stjarnan öll völd í þriðja leikhluta og hreinlega kláraði leikinn þar. Breiðablik áttu svipaðan leik gegn Val á dögunum er leikurinn var hnífjafn framan af leik en svo á endanum fjaraði leikur Blika út og Valsmenn sigruðu örugglega.Hverjar stóðu upp úr?Daniella Victoria Rodriquez sannaði síðasta vetur að hún er einn af betri leikmönnum deildarinnar og hún hélt uppteknum hætti í dag. Daniella skoraði 31 stig og stýrði leik Stjörnunar með glæsibrag. Ragna Margrét stóð sig einnig vel og tók 14 fráköst. Hjá Blikum var Sóllilja áberandi með 22 stig og Ivory Crawford, nýjasti meðlimur Blika, var einnig áberandi og tók 10 fráköst en aftur lenti hún í vandræðum með villu fjölda og fékk að lokum sína 5. villu í þriðja leikhluta og varð að sitja restina af leiknum á bekknum.Hvað gekk illa?Varnarleikur Stjörnunnar var í tómu basli framan af leik en þær fundu þó taktin í þriðja leikhluta þar sem þær skelltu í lás. Blika stelpur stóðu sig vel framan af leik en botnin datt úr þessu hjá þeim í restina er sóknarleikurinn varð uppfullur af byrjenda mistökum og fljótfærnis vitleysum þar sem sendingar og skot fóru út í bláinn frekar en beint í mark eins og ætlunin var.Hvað gerist næst?Breiðablik heimsækjir Íslands og Bikarmeistara, Keflavík, sem verður líklega erfið prófraun fyrir nýliðana en Stjarnan mætir Njarðvík.Hildur Sigurðardóttir: Þurfum meira frá Ivory Crawford„Við erum ekki nógu sáttar með þetta. Við ætluðum okkur meira í dag,“ sagði Hildur, þjálfari Breiðabliks, eftir tapið gegn Stjörnunni í dag. Leikurinn var hnífjafn og var staðan 47-47 í hálfleik en þá skyndilega féll leikur Blika saman. Hildur er ekki viss um hvað veldur. „Við höfum verið að halda vel á spöðunum fram af hálfleik og svo gerist eitthvað. Kannski er það ræðan mín sem er að hafa svona áhrif.“ Ivory Crawford, nýjasta og eina viðbót Blika í leikmannahópinn frá síðasta vetri í 1. deildinni, átti ágætis leik í dag en þurfti að víkja af velli í 3. leikhluta eftir að hún fékk á sig sína 5. villu. „Við erum nýliðar í deildinni og hún er eiginlega okkar eina viðbót. Flest lið þurfa á sýnum erlenda leikmanni í 40 mínútur og við þurfum meira frá henni.“ Ivory lenti einnig í villu vandræðum í síðasta leik gegn Val og viðurkennir Hildur alveg að hún þurfi að vanda sig betur. „Hún er að brjóta en það eru alltaf 1-2 villur sem maður finnst að mætti alveg sleppa en hún verður að aðlagast að leiknum hérna.Sóllilja Bjarnadóttir: Eigum alveg heima í þessari deildSóllilja átti ágætis leik fyrir Breiðablik í dag en hún skoraði 22 stig. Hún segir Danielle Victoria hafi fyrst og fremst skilið liðin af í dag. „Þær eru með svakalegan góðan útlending. Við náðum ekki að stoppa nógu mikið í vörninni. Þetta byrjar allt á vörninni.“ Skotklukkan var á gólfinu en ekki fyrir ofan körfuna eins og vanalega en Sóllilja segir það ekki hafa truflað sig mikið. „Það er óþægilegt að sjá ekki klukkuna. En ég var ekkert mikið að pæla í því en það var kannski smá óþægilegt.“ Breiðablik hefur byrjað mótið á tveimur töpum en Sóllilja segir að Breiðablik hafi sýnt það og sannað að þær eigi heima í efstu deild. „Við tökum bara einn leik í einu. Við höfum alveg sýnt að við eigum alveg heima í þessari deild.“Danielle Victoria: Tókum okkur saman í andlitinuDanielle Victoria Rodriguez átti stórleik fyrir Stjörnuna í dag er hún skoraði 31 stig og stýrði leik Stjörnunnar frá A til Ö. „Þetta er sigur og leikur okkar varð pínu óhreinn undir lokinn en þetta er sigur. Við þyggjum það alveg.“ Hún segir Blika vera með gott lið eins og öll önnur lið deildarinnar. „Öll lið í þessari deild eru góð og allir leikir eru erfiðir. Þær börðust og þær gáfu okkur erfiðan leik,” sagði Danielle en leikurinn var hnífjafn fram að þriðja leikhluta þar sem Stjarnan tók öll völd. En hvað breyttist þá? „Við vörðumst betur. Framan af leik vorum við búnar að gefa þeim auðveld skot en við tókum okkur saman í andlitinu þar.“ Skotklukkan var að reynast leikmönnum erfið en hún var á gólfinu og sagði Danielle að það hafi vissulega verið truflandi. „Það gerði hlutina mjög erfiða. Ég var alltaf að horfa upp og leita af henni og það var erfitt að sjá hana þar sem það stóðu alltaf einhverjir fyrir henni. En við fundum leið til að láta þetta virka. Það er það sem skiptir máli.“Pétur Már: Var alltaf að leita af skotklukkunniPétur Már, þjálfari Stjörnunar, var sáttur með sigurinn þrátt fyrir, að hans mati, slaka spilamennsku. „Gott að fá sigur. Ef við vinnum þá verður maður bara sáttur þó svo að við spiluðum ekki vel.“ Hann hrósaði Blika liðinu en sagði varnarleikinn hjá sínum stelpum hafi verið full götóttur. „Þær eru bara með gott lið og góðan þjálfara. Þær voru að hitta vel en við vorum samt að opna vörnina full mikið. Að fá á sig 47 stig í hálfleik er full mikið fyrir minn smekk.“ Skotklukkan var ekki bara að reynast leikmönnum erfið en Pétur Már vissi ekki einu sinni af henni á gólfinu framan af leik. „Já það var erfitt. Maður er vanur að sjá hana uppi. Maður gerir það alltaf þannig ég var stundum að leita af henni. Ég vissi ekki einu sinni af henni framan af leik. Vonandi verður maður látin vita fyrir leik ef þetta gerist aftur.“ Hann hrósaði Danielle Victoriu hástert og segir hana mikilvægan hlekk í liðinu. „Frábær leikmaður og frábær persóna. Gerir alla í kringum sig betri, innan og utan vallar. Ég þarf ekki að segja meira.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum