Undir trénu vann í Hamptons Birgir Olgeirsson skrifar 9. október 2017 16:05 Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri myndarinnar. Vísir/Getty Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar vann rétt í þessu aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Hamptons, Bandaríkjunum. Hátíðin sem nú er haldin í 25. skipti leggur áherslu á „ferskar raddir” frá ólíkum alþjóðlegum sjónarhornum. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaun myndarinnar í fjórum keppnum. Myndin hlaut nýlega aðalverðlaun á Fantastic Fest í Texas og svo sérstök dómnefndar verðlaun í Zurich, Sviss núna um helgina. „Þetta byrjar hrikalega vel. Ég var viðstaddur hátíðina og myndinni var en og aftur mjög vel tekið. Það var fullt á allar sýningarnar, meðalaldurinn hér var hærri en ég hef upplifað áður en það breytti ekki því að salurinn lá í kasti á réttum stöðum,” segir Hafsteinn Gunnar sem staddur er í New York. Fram undan eru fleiri hátíðir í Bandaríkjunum, Spáni, Ísrael, Þýskalandi, Brasilíu, Grikklandi, Tyrklandi og já, ég hef ekki alveg tölu á þessu. Bara ein hátíð í einu,” segir Hafsteinn að lokum. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar vann rétt í þessu aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Hamptons, Bandaríkjunum. Hátíðin sem nú er haldin í 25. skipti leggur áherslu á „ferskar raddir” frá ólíkum alþjóðlegum sjónarhornum. Þetta eru þriðju alþjóðlegu verðlaun myndarinnar í fjórum keppnum. Myndin hlaut nýlega aðalverðlaun á Fantastic Fest í Texas og svo sérstök dómnefndar verðlaun í Zurich, Sviss núna um helgina. „Þetta byrjar hrikalega vel. Ég var viðstaddur hátíðina og myndinni var en og aftur mjög vel tekið. Það var fullt á allar sýningarnar, meðalaldurinn hér var hærri en ég hef upplifað áður en það breytti ekki því að salurinn lá í kasti á réttum stöðum,” segir Hafsteinn Gunnar sem staddur er í New York. Fram undan eru fleiri hátíðir í Bandaríkjunum, Spáni, Ísrael, Þýskalandi, Brasilíu, Grikklandi, Tyrklandi og já, ég hef ekki alveg tölu á þessu. Bara ein hátíð í einu,” segir Hafsteinn að lokum.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein