111 sm hrygna veiddist í Víðidalsá Karl Lúðvíksson skrifar 20. september 2017 12:14 Nils með 111 sm hrygnuna sem hann veiddi í gær í Víðidalsá Mynd: Jóhann Hafnfjörð Rafnsson Við höfum sagt frá stórum hausthængum síðustu daga og það hafa verið laxar yfir 100 sm en vi ðáttum aldrei von á hrygnu sem færi vel yfir það. Það er reyndar alveg fáheyrt að heyra af hrygnum sem fara mikið yfir 100 sm en þær veiðast þó af og til. Sú stærsta sem við höfum heyrt af í sumar og líklega í fjöldamörg ár veiddist í gær í Víðidalsá af einni mestu aflakló landsins, Nils Folmer, en hann landaði 111 sm hrygnu í Silungabakka í gær. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er þetta ansi voldug hrygna og jafnar hún metið yfir stærsta lax sumarsins en hinn er hængur sem veiddist nýlega á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Hrygnan var mæld af Jóhanni Hafnfjörð Rafnssyni og var lengdarmæld 111 sm og ummálið um hana miðja var 57 sm. Lax af þessari stærð er áætlaður um 32-34 pund. Nils var nýlega áður í túrnum búinn að landa 106 sm laxi í Dalsárós sem var 56 sm í ummáli og 86 sm hrygnu úr sama stað ásamt því að missa einn vænann í löndun sem var áætlaður um 95 sm langur. Mest lesið Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Kynning á Laxárdalnum hjá SVFR Veiði Ágæt morgunveiði við Elliðavatn á opnunardegi Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði
Við höfum sagt frá stórum hausthængum síðustu daga og það hafa verið laxar yfir 100 sm en vi ðáttum aldrei von á hrygnu sem færi vel yfir það. Það er reyndar alveg fáheyrt að heyra af hrygnum sem fara mikið yfir 100 sm en þær veiðast þó af og til. Sú stærsta sem við höfum heyrt af í sumar og líklega í fjöldamörg ár veiddist í gær í Víðidalsá af einni mestu aflakló landsins, Nils Folmer, en hann landaði 111 sm hrygnu í Silungabakka í gær. Eins og sést á meðfylgjandi myndum er þetta ansi voldug hrygna og jafnar hún metið yfir stærsta lax sumarsins en hinn er hængur sem veiddist nýlega á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal. Hrygnan var mæld af Jóhanni Hafnfjörð Rafnssyni og var lengdarmæld 111 sm og ummálið um hana miðja var 57 sm. Lax af þessari stærð er áætlaður um 32-34 pund. Nils var nýlega áður í túrnum búinn að landa 106 sm laxi í Dalsárós sem var 56 sm í ummáli og 86 sm hrygnu úr sama stað ásamt því að missa einn vænann í löndun sem var áætlaður um 95 sm langur.
Mest lesið Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði Kynning á Laxárdalnum hjá SVFR Veiði Ágæt morgunveiði við Elliðavatn á opnunardegi Veiði Veiðin fer ágætlega af stað í Hlíðarvatni Veiði Úr ýmsum áttum: Dunká þokkaleg og fín bleikjuveiði í Fljótaá Veiði Norðurá komin í 106 laxa Veiði Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015 Veiði Loksins, loksins! Frábært vatn í Norðurá Veiði Jónskvísl og Sýrlækur eru svæði sem leyna á sér Veiði Affallið í um 500 löxum Veiði