Til varnar pabba Bjarna Ben Sif Sigmarsdóttir skrifar 23. september 2017 06:00 Hvað eiga dæmdi barnaníðingurinn Hjalti Sigurjón Hauksson og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt? Eflaust hringja nú símar lögmanna um allan bæ – þeirra sem sérhæfa sig sérstaklega í mannorðum og bjóða upp á bón og löður fyrir ærur – en ég ætla að taka sénsinn og halda áfram.9. júní 2016 Hjalti Sigurjón Hauksson ritar innanríkisráðuneytinu bréf. Segir hann óprúttna aðila nýta sér, honum „til óbærilegs skaða, ærumeiðinga og gríðarlegs fjártjóns“, fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að misnota stjúpdóttur sína gróflega í tólf ár.15. september 2017 Á fréttamannafundi í Valhöll gagnrýnir Bjarni Benediktsson Bjarta framtíð harðlega fyrir að fella ríkisstjórnina í kjölfar þess að Sjálfstæðisflokkurinn er sakaður um að hylma yfir þá staðreynd að faðir forsætisráðherra skrifaði meðmæli með umsókn barnaníðingsins Hjalta Sigurjóns um uppreist æru. Bjarni segir það „veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum í stað þess að setjast niður“ og ræða málin. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og flokksbróðir Bjarna, tekur í sama streng í stöðuuppfærslu á Facebook: „Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni.“17. september 2017 Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur sakar Pírata um að eyðileggja orðspor Íslands í útlöndum: „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga.“ Í viðtali á Bylgjunni nokkrum dögum síðar skammast Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í Smára McCarthy fyrir skrif hans á Twitter. „Menn eiga ekki að búa til hluti sem skaða ímynd Íslands.“Í þágu sín sjálfsHvað eiga hinn dæmdi barnaníðingur og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt? Í bréfi sínu til innanríkisráðuneytisins barmar Hjalti Sigurjón sér yfir „dómi götunnar“. Þykir honum óeðlilegt að þurfa, í formi ills umtals, „ítrekað“ að „gjalda dómsins“ sem hann hafi afplánað að fullu. Hjalti Sigurjón virðist haldinn orsakablindu á háu stigi. Það er ekki dómur götunnar sem er honum fjötur um fót. Hann er ekki að „gjalda dóms“ Hæstaréttar. Hjalti Sigurjón er einfaldlega að gjalda gjörða sinna. Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn sömu blindu. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar féll ekki vegna veiklyndis Bjartrar framtíðar. Ríkisstjórnin féll ekki vegna barnaníðings. Og pabba Bjarna Ben til varnar: Fall ríkisstjórnar sonar hans er ekki honum að kenna. Ríkisstjórnin féll vegna þess að einn ganginn enn gerðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sig seka um leyndarhyggju og svívirðilegan valdhroka – ef ekki beinlínis valdníðslu. Enn á ný sýnir flokkurinn að hann starfar hvorki í þágu umbjóðenda sinna, fólksins í landinu, né að hag þeirra. Í stað þess að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og veita þeim svör er allt gert til að leggja stein í götu þeirra. Og hvers vegna? Jú, samtryggingin er hornsteinn Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn starfar fyrst og fremst í þágu sín sjálfs.Veikgeðja fúskararPólitískan fnyk leggur frá Íslands ströndum til fjarlægra landa. En lyktin á ekki upptök sín hjá misvel kembdum Pírötum, sama hvað Sjálfstæðismenn reyna að klína henni á þá. Fýlan er af þeim rotna kúltúr sem ríkir innan þeirra eigin flokks. Um leið og við skilum skömminni þangað sem hún á heima skulum við leita orsakarinnar þar sem hún liggur. Tvennar kosningar á jafnmörgum árum eru engum öðrum að kenna en veikgeðja fúskurum sem skrumskæla lýðræðið og leggjast í vörn fyrir perra og Panama-polla svo lengi sem þeir eru í réttu liði. Höfum það hugfast er við stígum inn í kjörklefann 28. október næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Hvað eiga dæmdi barnaníðingurinn Hjalti Sigurjón Hauksson og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt? Eflaust hringja nú símar lögmanna um allan bæ – þeirra sem sérhæfa sig sérstaklega í mannorðum og bjóða upp á bón og löður fyrir ærur – en ég ætla að taka sénsinn og halda áfram.9. júní 2016 Hjalti Sigurjón Hauksson ritar innanríkisráðuneytinu bréf. Segir hann óprúttna aðila nýta sér, honum „til óbærilegs skaða, ærumeiðinga og gríðarlegs fjártjóns“, fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir að misnota stjúpdóttur sína gróflega í tólf ár.15. september 2017 Á fréttamannafundi í Valhöll gagnrýnir Bjarni Benediktsson Bjarta framtíð harðlega fyrir að fella ríkisstjórnina í kjölfar þess að Sjálfstæðisflokkurinn er sakaður um að hylma yfir þá staðreynd að faðir forsætisráðherra skrifaði meðmæli með umsókn barnaníðingsins Hjalta Sigurjóns um uppreist æru. Bjarni segir það „veikleikamerki hjá þeim stjórnmálaöflum sem bregðast við með því að hlaupa til í framhaldi af sjónvarpsfréttum í stað þess að setjast niður“ og ræða málin. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og flokksbróðir Bjarna, tekur í sama streng í stöðuuppfærslu á Facebook: „Ég hef áhyggjur af því hversu léttvægt það er fyrir þetta fólk að hlaupast undan ábyrgð sinni.“17. september 2017 Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur sakar Pírata um að eyðileggja orðspor Íslands í útlöndum: „Menn þurfa að átta sig á, að upplýsingar í útlöndum um íslensk stjórnmál koma aðallega frá Íslendingum. Sumir virðast því miður vera önnum kafnir við að rægja land sitt og þjóð við útlendinga.“ Í viðtali á Bylgjunni nokkrum dögum síðar skammast Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í Smára McCarthy fyrir skrif hans á Twitter. „Menn eiga ekki að búa til hluti sem skaða ímynd Íslands.“Í þágu sín sjálfsHvað eiga hinn dæmdi barnaníðingur og Sjálfstæðisflokkurinn sameiginlegt? Í bréfi sínu til innanríkisráðuneytisins barmar Hjalti Sigurjón sér yfir „dómi götunnar“. Þykir honum óeðlilegt að þurfa, í formi ills umtals, „ítrekað“ að „gjalda dómsins“ sem hann hafi afplánað að fullu. Hjalti Sigurjón virðist haldinn orsakablindu á háu stigi. Það er ekki dómur götunnar sem er honum fjötur um fót. Hann er ekki að „gjalda dóms“ Hæstaréttar. Hjalti Sigurjón er einfaldlega að gjalda gjörða sinna. Sjálfstæðisflokkurinn er haldinn sömu blindu. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar féll ekki vegna veiklyndis Bjartrar framtíðar. Ríkisstjórnin féll ekki vegna barnaníðings. Og pabba Bjarna Ben til varnar: Fall ríkisstjórnar sonar hans er ekki honum að kenna. Ríkisstjórnin féll vegna þess að einn ganginn enn gerðu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sig seka um leyndarhyggju og svívirðilegan valdhroka – ef ekki beinlínis valdníðslu. Enn á ný sýnir flokkurinn að hann starfar hvorki í þágu umbjóðenda sinna, fólksins í landinu, né að hag þeirra. Í stað þess að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og veita þeim svör er allt gert til að leggja stein í götu þeirra. Og hvers vegna? Jú, samtryggingin er hornsteinn Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn starfar fyrst og fremst í þágu sín sjálfs.Veikgeðja fúskararPólitískan fnyk leggur frá Íslands ströndum til fjarlægra landa. En lyktin á ekki upptök sín hjá misvel kembdum Pírötum, sama hvað Sjálfstæðismenn reyna að klína henni á þá. Fýlan er af þeim rotna kúltúr sem ríkir innan þeirra eigin flokks. Um leið og við skilum skömminni þangað sem hún á heima skulum við leita orsakarinnar þar sem hún liggur. Tvennar kosningar á jafnmörgum árum eru engum öðrum að kenna en veikgeðja fúskurum sem skrumskæla lýðræðið og leggjast í vörn fyrir perra og Panama-polla svo lengi sem þeir eru í réttu liði. Höfum það hugfast er við stígum inn í kjörklefann 28. október næstkomandi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun