Fyrstu Star Trek þættirnir í áratug fá góða dóma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 15:32 Sonequa Martin-Green, fyrir miðju, leikur aðalhlutverkið. Mynd/CBS Fyrstu tvær þættir Star Trek: Discovery, fyrstu Star Trek þættirnir í rúmlega áratug, voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær. Þættirnir fá góða dóma og þykja vel heppnaðir. Star Trek, sem í ýmsum myndum var fastur liður á sjónvarpsdagskrám á sjöunda áratug síðustu aldar og svo samfleytt frá 1987 til 2005, hefur ekki verið til í sjónvarpsþáttaformi frá því að Star Trek: Enterprise lagði upp laupana árið 2005. Í millitíðinni hafa þó komið vinsælar kvikmyndir úr smiðju J.J. Abrams sem byggja á ævintýrum James T. Kirk og félaga í Star Trek-heiminum og hafa þær fært Star Trek heiminn aftur inn úr kuldanum. Var því ákveðið að ráðast í framleiðslu nýrra þátta. Þættirnir gerast um tíu árum áður en þeir atburðir sem fjallað var um í upprunalegu Star Trek þáttunum sem sýndir voru á árunum 1966 til 1969. Aðalhlutverkið er í höndum Sonequa Martin-Green sem leikur Michael Burnham, sem er næstráðandi á USS Discovery.Sarek, pabbi Spock,er persóna í hinum nýju þáttum.Á ýmsu hefur þó gengið í framleiðslu þáttanna. Yfirmaður framleiðslu þáttanna hætti í miðju kafi og frumsýningu þáttanna var frestað í tvígang eftir framleiðsluvandræði. Þá voru margir efins um hvort að þættirnir myndu slá í gegn eftir að framleiðendur neituðu að sýna gagnrýnendum þættina áður en þeir fóru í loftið. Að lokum fóru þættirnir þó í loftið og líkt og fyrr segir voru fyrstu tveir þættir fyrstu þáttaraðarinnar frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og fá þeir góða dóma.Á Rotten Tomatoes fær þáttaröðin 86% af 100%. Þar virðast gagnrýnendur vera sammála um að fyrstu þættirnir séu góð byrjun á þessari þáttaröð, en að þrauka þurfi í gegnum fyrsta þáttinn af tveimur til þess að sjá þættina nái flugi.Gagnrýnandi Vox fer fögrum orðum um þættina eftir að hafa séð fyrstu þrjá þættina. Gefur hann þáttunum 3,5 V af 5 mögulegum og segir að þættirnir nái að fanga flesta ef ekki alla kosti og galla við Star Trek-heiminn.Gagnrýnandi Vulture er á svipaðri blaðsíðu og gagnrýnandi Vox. Þar segir hann að þáttunum takist að næla sér í mikið af því sem gerði hinar Star Trek þáttaraðirnar vinsælar. Þá segir hann einnig að eftir fyrstu þættina megi sjá að efniviðurinn sé til staðar til þess að búa til frábæran sjónvarpsþátt.Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þættina. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fyrstu tvær þættir Star Trek: Discovery, fyrstu Star Trek þættirnir í rúmlega áratug, voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær. Þættirnir fá góða dóma og þykja vel heppnaðir. Star Trek, sem í ýmsum myndum var fastur liður á sjónvarpsdagskrám á sjöunda áratug síðustu aldar og svo samfleytt frá 1987 til 2005, hefur ekki verið til í sjónvarpsþáttaformi frá því að Star Trek: Enterprise lagði upp laupana árið 2005. Í millitíðinni hafa þó komið vinsælar kvikmyndir úr smiðju J.J. Abrams sem byggja á ævintýrum James T. Kirk og félaga í Star Trek-heiminum og hafa þær fært Star Trek heiminn aftur inn úr kuldanum. Var því ákveðið að ráðast í framleiðslu nýrra þátta. Þættirnir gerast um tíu árum áður en þeir atburðir sem fjallað var um í upprunalegu Star Trek þáttunum sem sýndir voru á árunum 1966 til 1969. Aðalhlutverkið er í höndum Sonequa Martin-Green sem leikur Michael Burnham, sem er næstráðandi á USS Discovery.Sarek, pabbi Spock,er persóna í hinum nýju þáttum.Á ýmsu hefur þó gengið í framleiðslu þáttanna. Yfirmaður framleiðslu þáttanna hætti í miðju kafi og frumsýningu þáttanna var frestað í tvígang eftir framleiðsluvandræði. Þá voru margir efins um hvort að þættirnir myndu slá í gegn eftir að framleiðendur neituðu að sýna gagnrýnendum þættina áður en þeir fóru í loftið. Að lokum fóru þættirnir þó í loftið og líkt og fyrr segir voru fyrstu tveir þættir fyrstu þáttaraðarinnar frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og fá þeir góða dóma.Á Rotten Tomatoes fær þáttaröðin 86% af 100%. Þar virðast gagnrýnendur vera sammála um að fyrstu þættirnir séu góð byrjun á þessari þáttaröð, en að þrauka þurfi í gegnum fyrsta þáttinn af tveimur til þess að sjá þættina nái flugi.Gagnrýnandi Vox fer fögrum orðum um þættina eftir að hafa séð fyrstu þrjá þættina. Gefur hann þáttunum 3,5 V af 5 mögulegum og segir að þættirnir nái að fanga flesta ef ekki alla kosti og galla við Star Trek-heiminn.Gagnrýnandi Vulture er á svipaðri blaðsíðu og gagnrýnandi Vox. Þar segir hann að þáttunum takist að næla sér í mikið af því sem gerði hinar Star Trek þáttaraðirnar vinsælar. Þá segir hann einnig að eftir fyrstu þættina megi sjá að efniviðurinn sé til staðar til þess að búa til frábæran sjónvarpsþátt.Hér að neðan má sjá stiklu fyrir þættina.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira