3.000 hestafla Nissan GT-R slær kvartmíluheimsmetið Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2017 15:47 Nissan GT-R bíllinn tilbúinn til átaka í Oregon. Um síðustu helgi sló verulega breyttur Nissan GT-R bíll heimsmet bíla í kvartmílu sem ekki eru sérframleiddir fyrir kvartmílu. Hann náði tímanum 6,88 sekúndur og endahraði hans var 359 km/klst. Vélbúnaði bílsins hefur verið breytt af Extreme Turbo Systems og er ógnarlegur þrýstingur í forþjöppu hans. Á Dyno mæli hefur þessi bíll verið mældur með 2.700 hestöfl til hjólanna sem þýðir að vélin skilar um það líklega yfir 3.000 hestöflum. Sjá má bílinn fara þrjá spretti á Woodburn Kvartmílubrautinni í Oregon og sífellt bætir hann þar tíma sinn og tvíbætir heimsmetið. Eins og sést í myndskeiðinu hér að neðan má litlu muna að ökumaður bílsins missi stjórn á honum í annarri spyrnunni. Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent
Um síðustu helgi sló verulega breyttur Nissan GT-R bíll heimsmet bíla í kvartmílu sem ekki eru sérframleiddir fyrir kvartmílu. Hann náði tímanum 6,88 sekúndur og endahraði hans var 359 km/klst. Vélbúnaði bílsins hefur verið breytt af Extreme Turbo Systems og er ógnarlegur þrýstingur í forþjöppu hans. Á Dyno mæli hefur þessi bíll verið mældur með 2.700 hestöfl til hjólanna sem þýðir að vélin skilar um það líklega yfir 3.000 hestöflum. Sjá má bílinn fara þrjá spretti á Woodburn Kvartmílubrautinni í Oregon og sífellt bætir hann þar tíma sinn og tvíbætir heimsmetið. Eins og sést í myndskeiðinu hér að neðan má litlu muna að ökumaður bílsins missi stjórn á honum í annarri spyrnunni.
Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent