Hljómsveitin Mammút frumsýndi í dag glænýtt myndband í dag og er um að ræða ábreiðu af laginu Believe með Cher.
Myndbandið var fyrst frumsýnt á erlenda miðlinum The Line of Best Fit í hádeginu í dag. Það var Haukur "Hawk" Björgvinsson sem leikstýrði myndbandinu en Mammút hefur verið starfandi síðan árið 2003 og er nokkuð vinsælt band hér á landi og víðar.
Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband.
Hér að neðan má sjá upprunalega lagið. Það kom út árið 1998 og fór á topp vinsældarlista út um allan heim. Lagið er ein mest selda smáskífa allra tíma en ellefu milljón eintaka af því ruku út á sínum tíma.