Fyrsti rafmagnsbíll Skoda Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2017 11:30 Skoda Vision E Concept. Sjá má tilraunaútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Skoda nú á bílasýningunni í Frankfurt, sem opnaði fyrir blaðamenn nú í morgun. Volkswagen Group ætlar Skoda viðamikið hlutverk í rafmagnsbílavæðingu bílarisans á næstu árum, þó svo að Skoda hafi ekki ennþá boðið uppá rafmagnsbíl hingað til. Þessi tilraunabíll ber heitið Vision E Concept, en þessi bíll var reyndar fyrst sýndur á bílasýningu í Shanghai í Kína í apríl síðastliðinn. Hann er nú örlítið breyttur, en þær breytingar eru ekki stórvægilegar. Til stendur að markaðssetja þennan bíl árið 2020 en Skoda ætlar að bjóða 5 gerðir af rafmagnsbílum árið 2025.Vision E Concept er með jepplingalagi og býsna laglegur að horfa á. Hann verður með krafta í kögglum með sinni 306 hestafla drifrás og á að komast 500 km á fullri rafmagnshleðslu. Bíllinn verður búinn Level 3 sjálfakandi búnaði og mörgum aksturaðstoðarkerfum.Hinn laglegasti rafmagnsbíll frá Skoda og kemur á markað eftir 3 ár. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent
Sjá má tilraunaútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Skoda nú á bílasýningunni í Frankfurt, sem opnaði fyrir blaðamenn nú í morgun. Volkswagen Group ætlar Skoda viðamikið hlutverk í rafmagnsbílavæðingu bílarisans á næstu árum, þó svo að Skoda hafi ekki ennþá boðið uppá rafmagnsbíl hingað til. Þessi tilraunabíll ber heitið Vision E Concept, en þessi bíll var reyndar fyrst sýndur á bílasýningu í Shanghai í Kína í apríl síðastliðinn. Hann er nú örlítið breyttur, en þær breytingar eru ekki stórvægilegar. Til stendur að markaðssetja þennan bíl árið 2020 en Skoda ætlar að bjóða 5 gerðir af rafmagnsbílum árið 2025.Vision E Concept er með jepplingalagi og býsna laglegur að horfa á. Hann verður með krafta í kögglum með sinni 306 hestafla drifrás og á að komast 500 km á fullri rafmagnshleðslu. Bíllinn verður búinn Level 3 sjálfakandi búnaði og mörgum aksturaðstoðarkerfum.Hinn laglegasti rafmagnsbíll frá Skoda og kemur á markað eftir 3 ár.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent