Þrjátíu ár og tugir platna Benedikt Bóas skrifar 13. september 2017 09:00 „Það veit nú enginn hvenær hljómsveitin var stofnuð en hún fagnar allavega 30 ára starfsafmæli um þessar mundir,“ segir Stefán Hjörleifsson, gítarleikari Nýdanskrar, en hljómsveitin fagnar tímamótunum með útgáfu á nýrri plötu. Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk fyrsta eintakið. „Við erum að fagna 30 ára afmæli okkar með smá veislu á Hard Rock. Við höfum ekki haft mjög hátt um þessi tímamót því okkur finnst afmælishátíð vera svolítið sjálfshátíð. En það þarf að fagna engu að síður og við gerum það með þessari plötu,“ segir Stefán, en 13. september er enginn sérstakur dagur í sögu hljómsveitarinnar. „Áður en við Jón komum til sögunnar í hljómsveitinni þá vann hljómsveitin keppni í Húsafelli 1987. Það er fyrsta stóra tækifærið sem þessi hljómsveit fékk.“ Stefán segir plötuna, Á plánetunni jörð, vera örlítið öðruvísi en aðrar plötur. „Hún er ólík öðrum. Við erum í fyrsta skipti að gera plötu með strengjasveit. Það eru strengir í öllum lögum. Hún er lágstemmdari að því leytinu til og enginn rafmagnsgítar til dæmis. Hún er mjög ólík Diskó Berlín sem við gáfum út síðast og okkur finnst við vera að þróast skemmtilega.“ Alls eru stúdíóplöturnar því orðnar tíu þó Stefán bendi á að trúlega séu plötur hljómsveitarinnar um tuttugu. „Það er góður andi í bandinu þó við spilum kannski ekkert sérstaklega mikið lengur. En giggin eru stærri og það fer meira fyrir okkur í hvert sinn. Núna erum við í Eldborginni að spila á tvennum tónleikum í lok september.“ Hann segir að árin 30 hafi liðið hratt og það sé alltaf jafn gaman að koma á æfingu þar sem töfrarnir fæðast. „Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt. Þegar Daníel sneri aftur eftir 12 ára fjarveru var það mikil vítamínsprauta fyrir okkur. Þetta eru tíu hljóðversplötur en þegar allt er tekið til þá eru plöturnar mun fleiri. Upp úr 1990, þegar við Jón komum í bandið, þá spiluðum við ofboðslega mikið. Svo hefur þetta verið með hléum. En í seinni tíð hefur vinskapurinn styrkst mikið og þetta er góður klúbbur. Í eðli okkar erum við ólíkir en það gerist eitthvað þegar við hittumst og búum til tónlist,“ segir Stefán. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Það veit nú enginn hvenær hljómsveitin var stofnuð en hún fagnar allavega 30 ára starfsafmæli um þessar mundir,“ segir Stefán Hjörleifsson, gítarleikari Nýdanskrar, en hljómsveitin fagnar tímamótunum með útgáfu á nýrri plötu. Knattspyrnukappinn og landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason fékk fyrsta eintakið. „Við erum að fagna 30 ára afmæli okkar með smá veislu á Hard Rock. Við höfum ekki haft mjög hátt um þessi tímamót því okkur finnst afmælishátíð vera svolítið sjálfshátíð. En það þarf að fagna engu að síður og við gerum það með þessari plötu,“ segir Stefán, en 13. september er enginn sérstakur dagur í sögu hljómsveitarinnar. „Áður en við Jón komum til sögunnar í hljómsveitinni þá vann hljómsveitin keppni í Húsafelli 1987. Það er fyrsta stóra tækifærið sem þessi hljómsveit fékk.“ Stefán segir plötuna, Á plánetunni jörð, vera örlítið öðruvísi en aðrar plötur. „Hún er ólík öðrum. Við erum í fyrsta skipti að gera plötu með strengjasveit. Það eru strengir í öllum lögum. Hún er lágstemmdari að því leytinu til og enginn rafmagnsgítar til dæmis. Hún er mjög ólík Diskó Berlín sem við gáfum út síðast og okkur finnst við vera að þróast skemmtilega.“ Alls eru stúdíóplöturnar því orðnar tíu þó Stefán bendi á að trúlega séu plötur hljómsveitarinnar um tuttugu. „Það er góður andi í bandinu þó við spilum kannski ekkert sérstaklega mikið lengur. En giggin eru stærri og það fer meira fyrir okkur í hvert sinn. Núna erum við í Eldborginni að spila á tvennum tónleikum í lok september.“ Hann segir að árin 30 hafi liðið hratt og það sé alltaf jafn gaman að koma á æfingu þar sem töfrarnir fæðast. „Við erum búin að ganga í gegnum ýmislegt. Þegar Daníel sneri aftur eftir 12 ára fjarveru var það mikil vítamínsprauta fyrir okkur. Þetta eru tíu hljóðversplötur en þegar allt er tekið til þá eru plöturnar mun fleiri. Upp úr 1990, þegar við Jón komum í bandið, þá spiluðum við ofboðslega mikið. Svo hefur þetta verið með hléum. En í seinni tíð hefur vinskapurinn styrkst mikið og þetta er góður klúbbur. Í eðli okkar erum við ólíkir en það gerist eitthvað þegar við hittumst og búum til tónlist,“ segir Stefán.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira