Frábær einleikari á upphafstónleikum Sinfóníunnar Jónas Sen skrifar 14. september 2017 09:45 "...túlkun hans var andrík og innileg, en jafnframt glæsileg með mögnuðum hápunktum. Tæknilega séð var allt á hreinu,“ segir dómarinn um leik Poul Lewvis. Mynd/NordicPhoto/Getty Mynd/NordicPhoto/Getty Tónlist Sinfóníutónleikar HHHHH Verk eftir Beethoven og Schubert. Einleikari: Paul Lewis. Stjórnandi: Matthew Halls. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 7. september Fyrsti píanókonsert Beethovens er fremur yfirborðslegt verk. Hann er þó ekki leiðinlegur, enda skreyttur grípandi melódíum. En einleikskaflinn í hröðu köflunum tveimur er lítið annað en fingraæfingar; hraðar tónarunur upp og niður hljómborðið, trillur og alls kyns slaufur. Hægi miðkaflinn er hins vegar óttalega andlaus, maður þarf helst að vera á einhverju örvandi til að verða ekki syfjaður þegar hann er leikinn. Beethoven var 25 ára er hann samdi konsertinn. Markmið hans var að vekja á sér athygli sem píanóleikari, sýna hvað hann var flinkur. Það heppnaðist svo sannarlega, þótt ferill hans sem slíkur yrði ekki langur. Heyrnarleysi fór að gera vart við sig upp úr því sem smám saman versnaði. Um tíu árum síðar var svo komið að Beethoven gat ekki lengur komið fram opinberlega sem píanóleikari. Það var einmitt á lokatónleikum Beethovens sem fjórði píanókonsertinn hans var frumfluttur. Sá konsert, ásamt þeim fyrsta, var leikinn á upphafstónleikum starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Einleikari var heimsfrægur Beethoven-túlkandi, Paul Lewis, en stjórnandi var Matthew Halls. Fyrsti konsertinn rann ljúflega niður. Píanóleikurinn var nokkuð fínlegur, en samt fullur af æskufjöri. Lewis tókst þó ekki að lyfta hæga kaflanum upp úr meðalmennskunni; undirritaður geispaði að minnsta kosti ógurlega á meðan á leiknum stóð. En stuðið í lokaþættinum vó þar upp á móti og í það heila var konsertinn ágæt skemmtun. Meira var varið í fjórða píanókonsertinn, enda tónlistin miklu dýpri. Hröðu kaflarnir eru ljúfir og blíðlegir, þrungnir unaðslegri náttúrustemningu. Hægi kaflinn er í sjálfu sér ein merkasta tónsmíð tónskáldsins. Viðkvæmur píanóeinleikurinn og harðneskjulegur strengjaleikur hljómsveitarinnar mynda sterkar andstæður; annar biður, hinn hristir höfuðið. En svo mildast hljómsveitarleikurinn og í lokin renna raddirnar tvær saman. Lewis lék konsertinn ákaflega vel, túlkun hans var andrík og innileg, en jafnframt glæsileg með mögnuðum hápunktum. Tæknilega séð var allt á hreinu. Á tónleikunum voru einnig fluttir tveir forleikir eftir Schubert. Annars vegar var það forleikurinn að leikritinu Rósamunda, sem ER svo ekkert forleikurinn að Rósamundu! Schubert samdi hann við leikritið Töfrahörpuna. En þegar einhver vitlaus útgefandi kom tónlistinni á prent löngu síðar nefndi hann forleikinn eftir Rósamundu og nafnið festist. Þetta er skemmtileg tónlist, laglínurnar eru dásamlegar, stemningin glaðleg. Hljómsveitin lék prýðilega undir öruggri stjórn Halls, túlkunin var lífleg, leikurinn fagmannlegur. Hin tónsmíðin eftir Schubert var Forleikur í ítölskum stíl?… sem ER svo ekkert forleikur í ítölskum stíl! Nei, nú er ég að grínast, en þó ekki. Tónlistin er fremur aumkunarverð stæling á ítölskum óperustíl, sérstaklega þeim sem Rossini gerði svo vinsælan. Schubert var þar ekki á heimavelli, og forleikurinn er einfaldlega ekki sannfærandi. Tónskáldið var engu að síður snillingur. Sónöturnar, sinfóníurnar, sönglögin, kammertónlistin; allt eru þetta verk full af andagift þótt umræddur forleikur sé það ekki. Sannast þar hið fornkveðna að menn eiga helst að halda sig við það sem þeir eru góðir í.Niðurstaða: Magnaður einleikur Pauls Lewis var kórónan á vel heppnuðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónlistargagnrýni Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Sinfóníutónleikar HHHHH Verk eftir Beethoven og Schubert. Einleikari: Paul Lewis. Stjórnandi: Matthew Halls. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 7. september Fyrsti píanókonsert Beethovens er fremur yfirborðslegt verk. Hann er þó ekki leiðinlegur, enda skreyttur grípandi melódíum. En einleikskaflinn í hröðu köflunum tveimur er lítið annað en fingraæfingar; hraðar tónarunur upp og niður hljómborðið, trillur og alls kyns slaufur. Hægi miðkaflinn er hins vegar óttalega andlaus, maður þarf helst að vera á einhverju örvandi til að verða ekki syfjaður þegar hann er leikinn. Beethoven var 25 ára er hann samdi konsertinn. Markmið hans var að vekja á sér athygli sem píanóleikari, sýna hvað hann var flinkur. Það heppnaðist svo sannarlega, þótt ferill hans sem slíkur yrði ekki langur. Heyrnarleysi fór að gera vart við sig upp úr því sem smám saman versnaði. Um tíu árum síðar var svo komið að Beethoven gat ekki lengur komið fram opinberlega sem píanóleikari. Það var einmitt á lokatónleikum Beethovens sem fjórði píanókonsertinn hans var frumfluttur. Sá konsert, ásamt þeim fyrsta, var leikinn á upphafstónleikum starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands á fimmtudagskvöldið. Einleikari var heimsfrægur Beethoven-túlkandi, Paul Lewis, en stjórnandi var Matthew Halls. Fyrsti konsertinn rann ljúflega niður. Píanóleikurinn var nokkuð fínlegur, en samt fullur af æskufjöri. Lewis tókst þó ekki að lyfta hæga kaflanum upp úr meðalmennskunni; undirritaður geispaði að minnsta kosti ógurlega á meðan á leiknum stóð. En stuðið í lokaþættinum vó þar upp á móti og í það heila var konsertinn ágæt skemmtun. Meira var varið í fjórða píanókonsertinn, enda tónlistin miklu dýpri. Hröðu kaflarnir eru ljúfir og blíðlegir, þrungnir unaðslegri náttúrustemningu. Hægi kaflinn er í sjálfu sér ein merkasta tónsmíð tónskáldsins. Viðkvæmur píanóeinleikurinn og harðneskjulegur strengjaleikur hljómsveitarinnar mynda sterkar andstæður; annar biður, hinn hristir höfuðið. En svo mildast hljómsveitarleikurinn og í lokin renna raddirnar tvær saman. Lewis lék konsertinn ákaflega vel, túlkun hans var andrík og innileg, en jafnframt glæsileg með mögnuðum hápunktum. Tæknilega séð var allt á hreinu. Á tónleikunum voru einnig fluttir tveir forleikir eftir Schubert. Annars vegar var það forleikurinn að leikritinu Rósamunda, sem ER svo ekkert forleikurinn að Rósamundu! Schubert samdi hann við leikritið Töfrahörpuna. En þegar einhver vitlaus útgefandi kom tónlistinni á prent löngu síðar nefndi hann forleikinn eftir Rósamundu og nafnið festist. Þetta er skemmtileg tónlist, laglínurnar eru dásamlegar, stemningin glaðleg. Hljómsveitin lék prýðilega undir öruggri stjórn Halls, túlkunin var lífleg, leikurinn fagmannlegur. Hin tónsmíðin eftir Schubert var Forleikur í ítölskum stíl?… sem ER svo ekkert forleikur í ítölskum stíl! Nei, nú er ég að grínast, en þó ekki. Tónlistin er fremur aumkunarverð stæling á ítölskum óperustíl, sérstaklega þeim sem Rossini gerði svo vinsælan. Schubert var þar ekki á heimavelli, og forleikurinn er einfaldlega ekki sannfærandi. Tónskáldið var engu að síður snillingur. Sónöturnar, sinfóníurnar, sönglögin, kammertónlistin; allt eru þetta verk full af andagift þótt umræddur forleikur sé það ekki. Sannast þar hið fornkveðna að menn eiga helst að halda sig við það sem þeir eru góðir í.Niðurstaða: Magnaður einleikur Pauls Lewis var kórónan á vel heppnuðum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira