Lokaútgáfa Toyota FJ Cruiser Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 11:30 Toyota FJ Cruiser Final Edition. Toyota hætti að selja FJ Cruiser jeppa sinn í Bandaríkjunum árið 2014, en hefur framleitt hann áfram fyrir hamamarkaðinn í Japan. Nú er þó komið að endalokunum og ætlar Toyota að framleiða lokaæutgáfu hans og segja það svo gott. Þessi lokaútgáfa FJ Cruiser verður aðeins fáanleg í einum lit, beige og er litur innréttingarinnar í sama litaskala. Allskonar svartar innsetningar eru bæði á ytra og innra byrði bílsins, svona til að gera hann aðeins sportlegri. Hann fær stigbretti á hliðarnar og kemur á 20 tommu felgum. Toyota hefur ekki breytt innréttingu bílsins að neinu ráði frá því hann kom fyrst á markað á síðasta áratug síðustu aldar, en nú verður hún aðeins krydduð upp og gerð nútímalegri. Áfram verður 4,0 lítra V6 bensínvél undir húddinu sem tengd er við 5 gíra sjáfskiptingu. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Ekki er gert ráð fyrir framleiðslu margra eintaka af þessari lokaútgáfu bílsins og heyrst hefur að eintökin verði aðeins 200. Kannski munu einhverjir sjá á eftir þessum „Retro“-útlits bíl, en slíkum bílum, sem birtust margir á síðasta áratug síðustu aldar, fer nú óðum fækkandi og gott dæmi um það er PT Cruiser bíllinn frá Chrysler sem hætt var að framleiða árið 2010.Innanrýmið. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent
Toyota hætti að selja FJ Cruiser jeppa sinn í Bandaríkjunum árið 2014, en hefur framleitt hann áfram fyrir hamamarkaðinn í Japan. Nú er þó komið að endalokunum og ætlar Toyota að framleiða lokaæutgáfu hans og segja það svo gott. Þessi lokaútgáfa FJ Cruiser verður aðeins fáanleg í einum lit, beige og er litur innréttingarinnar í sama litaskala. Allskonar svartar innsetningar eru bæði á ytra og innra byrði bílsins, svona til að gera hann aðeins sportlegri. Hann fær stigbretti á hliðarnar og kemur á 20 tommu felgum. Toyota hefur ekki breytt innréttingu bílsins að neinu ráði frá því hann kom fyrst á markað á síðasta áratug síðustu aldar, en nú verður hún aðeins krydduð upp og gerð nútímalegri. Áfram verður 4,0 lítra V6 bensínvél undir húddinu sem tengd er við 5 gíra sjáfskiptingu. Bíllinn er að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn. Ekki er gert ráð fyrir framleiðslu margra eintaka af þessari lokaútgáfu bílsins og heyrst hefur að eintökin verði aðeins 200. Kannski munu einhverjir sjá á eftir þessum „Retro“-útlits bíl, en slíkum bílum, sem birtust margir á síðasta áratug síðustu aldar, fer nú óðum fækkandi og gott dæmi um það er PT Cruiser bíllinn frá Chrysler sem hætt var að framleiða árið 2010.Innanrýmið.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent