Hafa sléttuúlfar líka níu líf? Finnur Thorlacius skrifar 14. september 2017 16:46 Kolfastur en lítið meiddur eftir ökuferðina löngu. Sagt er að kötturinn hafi níu líf, en svo virðist sem þessi sléttuúlfur eigi nokkur. Ekið var á hann fyrr í þessum mánuði í nágrenni Calgary í Alberta fylki í Kanada. Ökumaðurinn Georgie Knox heyrði vel brothljóð þegar hún ók á sléttuúlfinn og það vísar yfirleitt ekki á gott, en viti menn. Hún ók með sléttuúlfinn um 30 kílómetra leið fastan í grillinu á bílnum og var þá látin vita af vegfaranda af föstum sléttuúlfnum og kíkti framan á bílinn. Það var vafalaust upplit á Georgie þegar hún gekk fram fyrir bílinn og sléttuúlfurinn leit upp til hennar og blikkaði til hennar biðlandi augum. Hann var sprelllifandi og lítið meiddur vafinn í plastgrillið á Toyota bílnum hennar. Það voru síðan starfsmenn Alberta´s Fish and Wildlife Enforcement sem leystu sléttuúlfinn úr prísundinni og svo litlir voru áverkarnir á honum að honum var samstundis hleypt lausum útí náttúruna, frelsinu feginn, en kannski ekki alveg viss um hvar hann væri staddur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar sléttuúlfurinn er fjarlægður úr grillinu og sleppt lausum.Uppfært: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að um ref hefði verið að ræða en það rétta er að dýrið er sléttuúlfur. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent
Sagt er að kötturinn hafi níu líf, en svo virðist sem þessi sléttuúlfur eigi nokkur. Ekið var á hann fyrr í þessum mánuði í nágrenni Calgary í Alberta fylki í Kanada. Ökumaðurinn Georgie Knox heyrði vel brothljóð þegar hún ók á sléttuúlfinn og það vísar yfirleitt ekki á gott, en viti menn. Hún ók með sléttuúlfinn um 30 kílómetra leið fastan í grillinu á bílnum og var þá látin vita af vegfaranda af föstum sléttuúlfnum og kíkti framan á bílinn. Það var vafalaust upplit á Georgie þegar hún gekk fram fyrir bílinn og sléttuúlfurinn leit upp til hennar og blikkaði til hennar biðlandi augum. Hann var sprelllifandi og lítið meiddur vafinn í plastgrillið á Toyota bílnum hennar. Það voru síðan starfsmenn Alberta´s Fish and Wildlife Enforcement sem leystu sléttuúlfinn úr prísundinni og svo litlir voru áverkarnir á honum að honum var samstundis hleypt lausum útí náttúruna, frelsinu feginn, en kannski ekki alveg viss um hvar hann væri staddur. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá þegar sléttuúlfurinn er fjarlægður úr grillinu og sleppt lausum.Uppfært: Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var sagt að um ref hefði verið að ræða en það rétta er að dýrið er sléttuúlfur.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent