Ásgeir á heimavelli í nýju myndbandi Stefán Árni Pálsson skrifar 16. september 2017 18:30 Ásgeir hefur verið að gera það gott erlendis. Atwood Magazine og GoldFlakePaint frumsýndu í gær nýtt myndband Ásgeirs við lagið I Know you Know af annarri breiðskífu tónlistarmannsins, Afterglow. Tjarnargatan framleiðir myndbandið en leikstjórn er í höndum Baldvins Albertsson og Arnars Helga Hlynssonar. Myndbandið er tekið upp við bóndabæ í nágrenni Laugarbakka, heimabæ Ásgeirs og er að sögn leikstjóranna innblásið af nýlegu hægvarps verkefni Ásgeirs og RÚV, Beint á vínyl. Grunnhugmyndin er mjög einföld en í myndbandinu keyrir Ásgeir um á traktor og sinnir heyskap. Eins og oft gerist í skapandi vinnu kviknuðu síðan nokkrar skemmtilegar hugmyndir við eftirvinnslu myndbandsins og er endirinn dæmi um eina slíka.„Við tókum þetta myndband upp í sveitinni minni. Gamli náttúrufræði kennarinn minn var svo góður að leyfa okkur að nota bóndabæinn hans og allar græjur í upptökurnar. Allt var þetta skotið á nokkrum klukkutimum í frábæru veðri og góðum fíling,“ segir Ásgeir. Ásgeir hefur einnig sett af stað remix keppni fyrir lagið í samstarfi við MetaPop en áhugasamir geta sent inn eigin endurhljóðblöndun af laginu fyrir 11. október og átt möguleika á að vinna til veglegra verðlauna. Ásgeir er þessa stundina staddur í San Diego í Bandaríkjunum þar sem hann er á rúmlega mánaðarlangri tónleikaferð sem hófst í Vancouver í Kanada og lýkur á tónlistarhátíðinni Austin City Limits 7. október. Frá Bandaríkjunum heldur Ásgeir til Evrópu þar sem hann verður á tónleikaferð út nóvember með stuttri viðkomu í Japan annars vegar og á Íslandi hins vegar þar sem hann kemur fram á tvennum tónleikum á vegum Iceland Airwaves - í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 2. nóvember og í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. nóvember. Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Atwood Magazine og GoldFlakePaint frumsýndu í gær nýtt myndband Ásgeirs við lagið I Know you Know af annarri breiðskífu tónlistarmannsins, Afterglow. Tjarnargatan framleiðir myndbandið en leikstjórn er í höndum Baldvins Albertsson og Arnars Helga Hlynssonar. Myndbandið er tekið upp við bóndabæ í nágrenni Laugarbakka, heimabæ Ásgeirs og er að sögn leikstjóranna innblásið af nýlegu hægvarps verkefni Ásgeirs og RÚV, Beint á vínyl. Grunnhugmyndin er mjög einföld en í myndbandinu keyrir Ásgeir um á traktor og sinnir heyskap. Eins og oft gerist í skapandi vinnu kviknuðu síðan nokkrar skemmtilegar hugmyndir við eftirvinnslu myndbandsins og er endirinn dæmi um eina slíka.„Við tókum þetta myndband upp í sveitinni minni. Gamli náttúrufræði kennarinn minn var svo góður að leyfa okkur að nota bóndabæinn hans og allar græjur í upptökurnar. Allt var þetta skotið á nokkrum klukkutimum í frábæru veðri og góðum fíling,“ segir Ásgeir. Ásgeir hefur einnig sett af stað remix keppni fyrir lagið í samstarfi við MetaPop en áhugasamir geta sent inn eigin endurhljóðblöndun af laginu fyrir 11. október og átt möguleika á að vinna til veglegra verðlauna. Ásgeir er þessa stundina staddur í San Diego í Bandaríkjunum þar sem hann er á rúmlega mánaðarlangri tónleikaferð sem hófst í Vancouver í Kanada og lýkur á tónlistarhátíðinni Austin City Limits 7. október. Frá Bandaríkjunum heldur Ásgeir til Evrópu þar sem hann verður á tónleikaferð út nóvember með stuttri viðkomu í Japan annars vegar og á Íslandi hins vegar þar sem hann kemur fram á tvennum tónleikum á vegum Iceland Airwaves - í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 2. nóvember og í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. nóvember.
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira