108 sm hængur úr Hnausastreng Karl Lúðvíksson skrifar 3. september 2017 13:00 Oddur Ingason með 108 sm laxinn úr Hnausastreng Mynd: Vatndalsá FB Tími hausthængana er runnin upp og við erum að fá fregnir reglulega af stærðar hængum sem eru að stökkva á flugur veiðimanna. Í gærmorgun kom 108 sm lax á land úr Hnausastreng í Vatnsdalsá og er það stærsti laxinn úr ánni í sumar og einn af þeim stærstu á landinu í sumar. Laxinn tók Rauða Frances með kón en þessi fluga þykir einkar skæð á haustin og veiðin eftir því. Það var Oddur Ingason sem veiddi þennan glæsilega hæng og við óskum honum til lukku með laxinn. Laxinum var sleppt að lokinni viðureign. Það er reglulega fróðlegt að skoða veiðibókina í Vatnsdalsá og sjá hversu mikið af vænum laxi er að veiðast. Heildarveiðin í ánni er 546 laxar hingað til en veiðin í fyrra var 853 laxar. Vatnsdalsá hefur 14 sinnum farið yfir 1000 laxa frá árinu 1974. Flugurnar sem eru að gefa mest eru Friggi, Rauður Frances og Collie Dog en gárabragðið eða hitch er líka mjög gjöfult. Hnausastrengur er sem fyrr gjöfulsti staðurinn í ánni með 272 laxa og næstur þar á eftir er Skriðuvað með 36 laxa. Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxar að sýna sig í Laxá í Leirársveit Veiði
Tími hausthængana er runnin upp og við erum að fá fregnir reglulega af stærðar hængum sem eru að stökkva á flugur veiðimanna. Í gærmorgun kom 108 sm lax á land úr Hnausastreng í Vatnsdalsá og er það stærsti laxinn úr ánni í sumar og einn af þeim stærstu á landinu í sumar. Laxinn tók Rauða Frances með kón en þessi fluga þykir einkar skæð á haustin og veiðin eftir því. Það var Oddur Ingason sem veiddi þennan glæsilega hæng og við óskum honum til lukku með laxinn. Laxinum var sleppt að lokinni viðureign. Það er reglulega fróðlegt að skoða veiðibókina í Vatnsdalsá og sjá hversu mikið af vænum laxi er að veiðast. Heildarveiðin í ánni er 546 laxar hingað til en veiðin í fyrra var 853 laxar. Vatnsdalsá hefur 14 sinnum farið yfir 1000 laxa frá árinu 1974. Flugurnar sem eru að gefa mest eru Friggi, Rauður Frances og Collie Dog en gárabragðið eða hitch er líka mjög gjöfult. Hnausastrengur er sem fyrr gjöfulsti staðurinn í ánni með 272 laxa og næstur þar á eftir er Skriðuvað með 36 laxa.
Mest lesið Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Tungufljót að taka við sér Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Laxar að sýna sig í Laxá í Leirársveit Veiði