Glatt á hjalla Magnús Guðmundsson skrifar 6. september 2017 07:00 Bókmenntir eru mikilvægar. Þetta vita í raun allir sem eru ekki algjörir sokkar. Um þetta vitnar til að mynda fjöldi snjallra tilvitnana í fullt af mjög gáfuðu fólki vítt og breitt um veröldina. Bókmenntir eru okkur mikilvægar til þess að læra um allt á milli himins og jarðar, þroskast sem einstaklingar og samfélög og verða jafnvel betri manneskjur. Þetta er nú hreint ekki svo lítið afrek fyrir þann hóp einstaklinga sem skrifar bækur, þýðir bækur og kemur þeim svo út til lesenda. Takk fyrir það. Bókmenntir eru líka heimili tungumálsins. Það er ekki síst í bókmenntunum sem tungumálið þróast og þroskast og ferðast frá kynslóð til kynslóðar og um heiminn þvert og breitt í meðförum snjallra þýðenda. Það er því hætt við að illa fari fyrir örtungumálinu íslensku ef við hættum að skrifa bókmenntir. Án íslenskra bókmennta er engin íslenska. Það er nú verkurinn. Bókmenntir eru sem sagt mikilvægar bæði mannfólkinu og tungumálinu sem það talar. Bókmenntahátíðin í Reykjavík á sinn þátt í að leggja rækt við mikilvægi. Þar gefst bæði höfundum og lesendum frábært tækifæri til þess að kynnast bókmenntum, höfundum og hugmyndum um bókmenntir alls staðar að úr heiminum og auðvitað stækkar það litla Ísland. Það hjálpar höfundum að skrifa betri bækur og lesendum verða betri og jafnvel kröfuharðari lesendur. Bókmenntahátíðin í Reykjavík er frábær, þó svo Guðbergur Bergsson hafi haldið öðru fram fyrir þrjátíu árum, því hátíðin á sinn þátt í að stækka heim íslenskra bókmennta. Ekki veitir af því bóksala fer þverrandi og bókmenntirnar þurfa stuðning hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ekki aðeins íslenskunnar vegna heldur alls þess sem góðar bækur geta gert fyrir okkur. Þess vegna er til að mynda hreint út sagt bæði skammsýnt og kjánalegt að leggja virðisaukaskatt á bækur. Að leggja kostnaðarauka á þá sem vilja eignast góðar bækur er álíka gáfulegt og að leggja auka skatt á matvæli sem eru holl og nærandi. Það er hreint út sagt pínlegt fyrir íslenskt bókmenntafólk að þurfa að segja kollegum sínum utan úr heimi frá þessu fyrirkomulagi. En vonandi koma ráðamenn á Bókmenntahátíð og útskýra þessa snilld fyrir öllum. Líkast til gerist það þó ekki því í íslenskri pólitík er margt á sömu bókina lært. Þegar að er gáð kemur nefnilega í ljós að það er hvorki til, né rekin, alvöru menningarstefna á Íslandi. Kannski svona tyllidagastefna í besta falli, sem er synd vegna þess að bókmenntir eru mikilvægar hverri þjóð. Listamannalaun eru ágætis stoðkerfi, m.a. við bókmenntir, en þau ein og sér geta ekki talist heildræn stefna. Heildræn stefna í málefnum bókmenntanna þyrfti hins vegar að ná utan um starfsaðstæður rithöfunda, skálda og þýðenda að ógleymdum útgefendum, bóksölum, bókasöfnum, skólum og heimilum. Til þess að finna frekari útfærslur er íslenskum stjórnmálamönnum hér með bent á Norðurlöndin þar sem slíkar stefnur eru virkar og eftir þeim unnið. Stjórnmálamanninum sem tekst þetta verður svo eflaust boðið á Bókmenntahátíð í Reykjavík. og þá verður nú aldeilis glatt á hjalla.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókmenntahátíð Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun
Bókmenntir eru mikilvægar. Þetta vita í raun allir sem eru ekki algjörir sokkar. Um þetta vitnar til að mynda fjöldi snjallra tilvitnana í fullt af mjög gáfuðu fólki vítt og breitt um veröldina. Bókmenntir eru okkur mikilvægar til þess að læra um allt á milli himins og jarðar, þroskast sem einstaklingar og samfélög og verða jafnvel betri manneskjur. Þetta er nú hreint ekki svo lítið afrek fyrir þann hóp einstaklinga sem skrifar bækur, þýðir bækur og kemur þeim svo út til lesenda. Takk fyrir það. Bókmenntir eru líka heimili tungumálsins. Það er ekki síst í bókmenntunum sem tungumálið þróast og þroskast og ferðast frá kynslóð til kynslóðar og um heiminn þvert og breitt í meðförum snjallra þýðenda. Það er því hætt við að illa fari fyrir örtungumálinu íslensku ef við hættum að skrifa bókmenntir. Án íslenskra bókmennta er engin íslenska. Það er nú verkurinn. Bókmenntir eru sem sagt mikilvægar bæði mannfólkinu og tungumálinu sem það talar. Bókmenntahátíðin í Reykjavík á sinn þátt í að leggja rækt við mikilvægi. Þar gefst bæði höfundum og lesendum frábært tækifæri til þess að kynnast bókmenntum, höfundum og hugmyndum um bókmenntir alls staðar að úr heiminum og auðvitað stækkar það litla Ísland. Það hjálpar höfundum að skrifa betri bækur og lesendum verða betri og jafnvel kröfuharðari lesendur. Bókmenntahátíðin í Reykjavík er frábær, þó svo Guðbergur Bergsson hafi haldið öðru fram fyrir þrjátíu árum, því hátíðin á sinn þátt í að stækka heim íslenskra bókmennta. Ekki veitir af því bóksala fer þverrandi og bókmenntirnar þurfa stuðning hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ekki aðeins íslenskunnar vegna heldur alls þess sem góðar bækur geta gert fyrir okkur. Þess vegna er til að mynda hreint út sagt bæði skammsýnt og kjánalegt að leggja virðisaukaskatt á bækur. Að leggja kostnaðarauka á þá sem vilja eignast góðar bækur er álíka gáfulegt og að leggja auka skatt á matvæli sem eru holl og nærandi. Það er hreint út sagt pínlegt fyrir íslenskt bókmenntafólk að þurfa að segja kollegum sínum utan úr heimi frá þessu fyrirkomulagi. En vonandi koma ráðamenn á Bókmenntahátíð og útskýra þessa snilld fyrir öllum. Líkast til gerist það þó ekki því í íslenskri pólitík er margt á sömu bókina lært. Þegar að er gáð kemur nefnilega í ljós að það er hvorki til, né rekin, alvöru menningarstefna á Íslandi. Kannski svona tyllidagastefna í besta falli, sem er synd vegna þess að bókmenntir eru mikilvægar hverri þjóð. Listamannalaun eru ágætis stoðkerfi, m.a. við bókmenntir, en þau ein og sér geta ekki talist heildræn stefna. Heildræn stefna í málefnum bókmenntanna þyrfti hins vegar að ná utan um starfsaðstæður rithöfunda, skálda og þýðenda að ógleymdum útgefendum, bóksölum, bókasöfnum, skólum og heimilum. Til þess að finna frekari útfærslur er íslenskum stjórnmálamönnum hér með bent á Norðurlöndin þar sem slíkar stefnur eru virkar og eftir þeim unnið. Stjórnmálamanninum sem tekst þetta verður svo eflaust boðið á Bókmenntahátíð í Reykjavík. og þá verður nú aldeilis glatt á hjalla.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. september.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun