Fimm myndir sem keppa um Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í Bíó Paradís Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. september 2017 13:00 Marta Sigríður er kynningarstjóri í Bíó Paradís þar sem hver viðburðurinn rekur annan. Fréttablaðið/Ernir Norræn kvikmyndahátíð er hafin í Bíó Paradís. Myndirnar sem þar eru sýndar eru allar tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og eiga það sameiginlegt að vera fyrstu myndir leikstjóranna.„Við erum að sýna fimm kvikmyndir sem allar eru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna í ár,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, sem er kynningarstjóri í Bíó Paradís. Hún byrjar á að hæla sænsku myndinni Samablóð sem frumsýnd var í gærkvöldi. Hún verður sýnd aftur á morgun og líka á laugardag og þriðjudag. „Þetta er mögnuð mynd. Hún gerist á fyrri hluta 20. aldar og fjallar um hvernig komið var fram við Sama á þeim tíma. Myndin segir sögu ungrar stúlku sem var send á heimvistarskóla og lýsir kynþáttahyggjunni sem þar réð ríkjum. Semsagt stórpólitískt málefni. Þarna er kvenleikstjóri, Amanda Kernell, sem er einnig handritshöfundur. Bak við myndavélina var líka kona, Sophia Olsson, sem var viðstödd frumsýninguna, enda hefur hún sterka tengingu við Ísland, hún vann með Rúnari Rúnarssyni leikstjóra bæði við Eldfjall og Þresti og svo á hún líka hálfíslenskt barn.“ Elle Marja er 14 ára Samastúlka og hreindýrahirðir. Myndin Hjartasteinn er tilnefnd fyrir Íslands hönd að sögn Mörtu. „Þó að langt sé síðan myndin var frumsýnd ætla flestir aðstandendur og leikarar að mæta á sýninguna hjá okkur þann 12. september og svara spurningum eftir hana. Myndir hinna Norðurlandanna eru Tyttö nimeltä Varpu frá Finnlandi, Forældre frá Danmörku og Fluefangere frá Noregi.“ Gaman verður að sjá hver hlýtur verðlaunin en úrslitin verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Norræna kvikmyndahátíðin í Bíó Paradís stendur yfir dagana 7.-13. september. Um hana má lesa á heimasíðu Bíó Paradís. Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Norræn kvikmyndahátíð er hafin í Bíó Paradís. Myndirnar sem þar eru sýndar eru allar tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár og eiga það sameiginlegt að vera fyrstu myndir leikstjóranna.„Við erum að sýna fimm kvikmyndir sem allar eru tilnefndar til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna í ár,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir, sem er kynningarstjóri í Bíó Paradís. Hún byrjar á að hæla sænsku myndinni Samablóð sem frumsýnd var í gærkvöldi. Hún verður sýnd aftur á morgun og líka á laugardag og þriðjudag. „Þetta er mögnuð mynd. Hún gerist á fyrri hluta 20. aldar og fjallar um hvernig komið var fram við Sama á þeim tíma. Myndin segir sögu ungrar stúlku sem var send á heimvistarskóla og lýsir kynþáttahyggjunni sem þar réð ríkjum. Semsagt stórpólitískt málefni. Þarna er kvenleikstjóri, Amanda Kernell, sem er einnig handritshöfundur. Bak við myndavélina var líka kona, Sophia Olsson, sem var viðstödd frumsýninguna, enda hefur hún sterka tengingu við Ísland, hún vann með Rúnari Rúnarssyni leikstjóra bæði við Eldfjall og Þresti og svo á hún líka hálfíslenskt barn.“ Elle Marja er 14 ára Samastúlka og hreindýrahirðir. Myndin Hjartasteinn er tilnefnd fyrir Íslands hönd að sögn Mörtu. „Þó að langt sé síðan myndin var frumsýnd ætla flestir aðstandendur og leikarar að mæta á sýninguna hjá okkur þann 12. september og svara spurningum eftir hana. Myndir hinna Norðurlandanna eru Tyttö nimeltä Varpu frá Finnlandi, Forældre frá Danmörku og Fluefangere frá Noregi.“ Gaman verður að sjá hver hlýtur verðlaunin en úrslitin verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Norræna kvikmyndahátíðin í Bíó Paradís stendur yfir dagana 7.-13. september. Um hana má lesa á heimasíðu Bíó Paradís.
Menning Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira