311% söluaukning á Audi og 60% tengiltvinnbílar Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2017 10:30 Audi A3 e-tron. Þýski bílarisinn Audi hefur slegið í gegn hérlendis á árinu en Audi er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017. Þannig er Audi A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um 128% frá sama tíma í fyrra. Ljóst er að Audi siglir í miklum meðbyr og þannig má sjá að þegar sölutölur fyrir ágúst 2016 eru bornar saman við ágúst 2017 að salan hefur aukist um 311%. Í heild hefur salan á Audi aukist um 66% milli ára og er þá aðeins litið á selda bíla til einstaklinga og fyrirtækja en bílaleigur undanskildar. Þá er vert að benda á að yfir 60% af nýskráðum Audi bílum á árinu 2017 eru tengiltvinnbílar af gerðinni A3 e-tron og Q7 e-tron. Sem fyrr er gríðarlega góð sala í bílum frá Mitsubishi, enda verðið á þeim afar hagstætt á 100 ára afmæli fyrirtækisins. Mitsubishi Outlander PHEV ber einnig höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Reyndar er mikil söluaukning á tengiltvinnbílum en á síðasta ári seldust 303 slíkir á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir eru orðnir 802 á sömu mánuðum þessa árs. „Íslendingar eru fljótir að átta sig á gæðum og kostum tengiltvinnbíla og á mikilvægi þess að hugsa um framtíðina. 100 ára afmælisverðið virðist hafa ýtt við fjölmörgum sem voru í kauphugleiðingum á vistvænum bílum og ekkert lát er á eftirspurninni,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. Næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu eru af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV og er rétt að benda áhugasömum á að ný sending af þessari vinsælu tegund er væntanleg í lok september.Audi Q7 e-tron.Mitsubishi Outlander PHEV. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent
Þýski bílarisinn Audi hefur slegið í gegn hérlendis á árinu en Audi er nú næst stærsta vörumerkið í sölu á tengiltvinnbílum fyrstu átta mánuði ársins 2017. Þannig er Audi A3 e-tron næst söluhæsti tengiltvinnbílinn og jókst salan um 128% frá sama tíma í fyrra. Ljóst er að Audi siglir í miklum meðbyr og þannig má sjá að þegar sölutölur fyrir ágúst 2016 eru bornar saman við ágúst 2017 að salan hefur aukist um 311%. Í heild hefur salan á Audi aukist um 66% milli ára og er þá aðeins litið á selda bíla til einstaklinga og fyrirtækja en bílaleigur undanskildar. Þá er vert að benda á að yfir 60% af nýskráðum Audi bílum á árinu 2017 eru tengiltvinnbílar af gerðinni A3 e-tron og Q7 e-tron. Sem fyrr er gríðarlega góð sala í bílum frá Mitsubishi, enda verðið á þeim afar hagstætt á 100 ára afmæli fyrirtækisins. Mitsubishi Outlander PHEV ber einnig höfuð og herðar yfir aðrar tegundir þegar kemur að tengiltvinnbílum. Reyndar er mikil söluaukning á tengiltvinnbílum en á síðasta ári seldust 303 slíkir á fyrstu átta mánuðum ársins en þeir eru orðnir 802 á sömu mánuðum þessa árs. „Íslendingar eru fljótir að átta sig á gæðum og kostum tengiltvinnbíla og á mikilvægi þess að hugsa um framtíðina. 100 ára afmælisverðið virðist hafa ýtt við fjölmörgum sem voru í kauphugleiðingum á vistvænum bílum og ekkert lát er á eftirspurninni,“ segir María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs Heklu. Næstum fjórir af hverjum 10 nýjum tengiltvinnbílum á árinu eru af gerðinni Mitsubishi Outlander PHEV og er rétt að benda áhugasömum á að ný sending af þessari vinsælu tegund er væntanleg í lok september.Audi Q7 e-tron.Mitsubishi Outlander PHEV.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent