Jóhann settur af við gerð Blade Runner Benedikt Bóas skrifar 8. september 2017 13:30 Ryan Gosling, aðalstjarnan í myndinni, ásamt leikkonunum Ana de Armas og Mackenzie Davis NordicPhotos/Getty Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld hefur verið settur af í kvikmyndinni Blade Runner 2049. Á nýjasta kynningarplakati myndarinnar er nafn hans hvergi að finna. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Fréttablaðið en samkvæmt samningi má Jóhann ekki tjá sig um ástæður þess að hann hvarf á braut.Áður var búið að greina frá því að Jóhann hefði stigið til hliðar og Hans Zimmer komið í hans stað. Þá átti Jóhann að aðstoða Zimmer en nú virðist Jóhanni alveg hafa verið skipt út. Leikstjóri Blade Runner er Denis Villeneuve og hafa þeir Jóhann oft unnið saman. Þegar tilkynnt var um að Villeneuve myndi leikstýra kom það lítið á óvart að Jóhann var ráðinn sem tónskáld. Þeir hafa unnið saman að Sicario, Prisoners og Arrival og hlotið einróma lof fyrir. Jóhann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir þá síðastnefndu. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að sinna öðrum verkefnum, en kvikmyndavefurinn IMDb segir að næsta verk hans sé myndin The Mercy. James Marsh mun leikstýra þeirri mynd en Jóhann samdi tónlistina fyrir The Theory of Everything þar sem hann hreppti Golden Globe styttuna.Jóhann Jóhannsson er hér með Golden Globe verðlaunin sem hann fékk fyrir myndina The Theory of Everything.Vísir/Getty Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Jóhann Jóhannsson kvikmyndatónskáld hefur verið settur af í kvikmyndinni Blade Runner 2049. Á nýjasta kynningarplakati myndarinnar er nafn hans hvergi að finna. Umboðsmaður hans staðfesti þetta við Fréttablaðið en samkvæmt samningi má Jóhann ekki tjá sig um ástæður þess að hann hvarf á braut.Áður var búið að greina frá því að Jóhann hefði stigið til hliðar og Hans Zimmer komið í hans stað. Þá átti Jóhann að aðstoða Zimmer en nú virðist Jóhanni alveg hafa verið skipt út. Leikstjóri Blade Runner er Denis Villeneuve og hafa þeir Jóhann oft unnið saman. Þegar tilkynnt var um að Villeneuve myndi leikstýra kom það lítið á óvart að Jóhann var ráðinn sem tónskáld. Þeir hafa unnið saman að Sicario, Prisoners og Arrival og hlotið einróma lof fyrir. Jóhann var tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir þá síðastnefndu. Samkvæmt Vanity Fair ákvað Jóhann að stíga til hliðar til að sinna öðrum verkefnum, en kvikmyndavefurinn IMDb segir að næsta verk hans sé myndin The Mercy. James Marsh mun leikstýra þeirri mynd en Jóhann samdi tónlistina fyrir The Theory of Everything þar sem hann hreppti Golden Globe styttuna.Jóhann Jóhannsson er hér með Golden Globe verðlaunin sem hann fékk fyrir myndina The Theory of Everything.Vísir/Getty
Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein