Hraðaheimsmet í hálfri mílu Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2017 14:34 Það felast 2.500 hestöfl undir húddinu á þessum Audi R8 bíl. Um daginn var sett nýtt hraðaheimsmet í hálfri mílu og náði Audi R8 bíll 394 km/klst endahraða og hefur enginn náð meiri hraða eftir svo stuttan sprett. Þessi Audi R8 bíll er heldur enginn venjulegur bíll því vél hans sturtar út 2.500 hestöflum til allra hjólanna með nitro eldsneyti. Hefðbundinn Audi R8 með sína V10 og 5,2 lítra vél er 610 hestöfl. Metbílnum var breytt af Underground Racing og fékk hann svokallaðar X Version biturbo frá þeim, eða tvær risastórar forþjöppur. Þessi breyting Underground Racing fæst ekki alveg ókeypis, en hún kostar 99.000 dollara. Audi R8 bíllinn náði metinu af Lamborghini Huracán sem náði hafði árið 2015 384 km/klst. Sjá má metslátt Audi R8 bílsins í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent
Um daginn var sett nýtt hraðaheimsmet í hálfri mílu og náði Audi R8 bíll 394 km/klst endahraða og hefur enginn náð meiri hraða eftir svo stuttan sprett. Þessi Audi R8 bíll er heldur enginn venjulegur bíll því vél hans sturtar út 2.500 hestöflum til allra hjólanna með nitro eldsneyti. Hefðbundinn Audi R8 með sína V10 og 5,2 lítra vél er 610 hestöfl. Metbílnum var breytt af Underground Racing og fékk hann svokallaðar X Version biturbo frá þeim, eða tvær risastórar forþjöppur. Þessi breyting Underground Racing fæst ekki alveg ókeypis, en hún kostar 99.000 dollara. Audi R8 bíllinn náði metinu af Lamborghini Huracán sem náði hafði árið 2015 384 km/klst. Sjá má metslátt Audi R8 bílsins í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent