Öllum spurningunum var svarað á einu augnabliki Starri Freyr Jónsson skrifar 24. ágúst 2017 10:00 Göngur vinna því bæði á andlega og líkamlega þættinum, maður styrkist rosalega fljótt og byrjar að geisla út á við, segir Guðný Björg Helgadóttir, göngugarpur og stofnandi Gönguklúbbs unga fólksins. Fréttablaðið/Ernir Gönguklúbbur unga fólksins var stofnaður fyrir nokkrum vikum af hjúkrunarfræðinemanum Guðnýju Björgu Helgadóttur. Eftir að hafa tekið göngur föstum tökum síðasta haust tók hún eftir því að hún var iðulega yngst í gönguferðum sem hún tók þátt í en Guðný er 26 ára gömul. Nokkurra vikna leit að gönguhópi sem skipaður væri yngra fólki skilaði engum niðurstöðum og þá var ekkert annað í stöðunni en að stofna hópinn sjálf segir hún. „Það þýðir ekki að bíða endalaust eftir því að aðrir taki af skarið. Viðbrögðin hafa verið mjög góð þótt hópurinn sé nýlega stofnaður. Í dag eru um 750 meðlimir sem sumir eru þó eitthvað eldri en ég. Þótt hópurinn sé upphaflega stofnaður fyrir minn aldurshóp eru ekki ströng inntökuskilyrði og allir eru velkomnir. Þetta snýst fyrst og fremst um hvernig fólk lítur á sjálft sig, sumir eru einfaldlega ungir í anda.“Guðný segir náttúruna vera það sem heilli mest við göngur en ekki megi gleyma félagsskapnum.Var tilbúin Það var móðir Guðnýjar, Linda Birgisdóttir, sem kynnti dóttur sinni útivist fyrir mörgum árum. „Hún dró mig með í hinar og þessar ferðir síðustu ár en áhuginn var takmarkaður. Enda trúi ég því að maður verði að gera hlutina á eigin forsendum og ég var bara einfaldlega ekki tilbúin á þessum tíma.“ Rétti tíminn kom síðasta haust þegar hún hóf að mæta í gönguferðir á vegum gönguklúbbsins Vesen og vergangur. „Svo í sumar gerðist eitthvað innra með mér og ég byrjaði á fullu í útivist. Um verslunarmannahelgina fór ég t.d. ein á gönguhátíð í Súðavík og var sú ferð ein stór sjálfsvinna. Þar fór ég heldur betur út fyrir þægindarammann, fór á mínum forsendum og kynnast fullt af nýju fólki með sömu útivistarbakteríuna og ég.“Glímdi við kvíða og þunglyndi Það var þó ekki bara ástríða fyrir útivist sem ýtti Guðnýju af stað í göngur. Hún hefur glímt við kvíða og þunglyndi síðan hún man eftir sér og segir hún stofnun klúbbsins ekki síður tengjast lífsstílsbreytingum í lífi hennar. „Ég náði botninum í kvíða og þunglyndi í vor. Allt mitt líf hef ég þurft að bera þungan bakpoka og hefur kvíðinn stundum verið það mikill að ég hef fengið ítrekuð kvíðaköst sem er það versta sem ég veit um. En það býr ótrúlega mikil seigla í mér og ákveðni. Ég er alin þannig upp að maður eigi að takast á við vandamálin og vinna í sjálfum sér. Lífið er stútfullt af verkefnum sem þarf að leysa og ef maður nær því öðlast maður betra líkamlegt og andlegt heilbrigði. Að mæta kvíðanum gerir það að verkum að hann hverfur smátt og smátt. Maður getur nefnilega allt ef viljinn er nógu mikill.“Góður dagur á Helgafelli við Hafnarfjörð fyrr í sumar í frábæru veðri.Aldrei liðið betur Eftir að hafa gengið til sálfræðings, sem sérhæfir sig í ADHD, í nokkrar vikur snemma síðasta vetur kom í ljós að Guðný var með mjög mikinn athyglisbrest en er um leið ofboðslega ofvirk. „Það var eins og öllum spurningum mínum hefði verið svarað á þessu augnabliki. Allt sem ég hafði glímt við mátti rekja til þess að ADHD var ekki meðhöndlað rétt á mínum yngri árum. Nú er ég búinn að vera á lyfjum í fimm mánuði og aldrei liðið betur. Nýr drifkraftur og einbeiting gerði það að verkum að ég fann mig algerlega í útvistinni í byrjun sumars og hef verið óstöðvandi síðan.“Frábær félagsskapur Hún segir náttúruna vera það sem heilli mest við göngur og fjallaklifur en ekki megi gleyma félagsskapnum. „Þar eru allir að stunda ástríðu sína og því myndast svo mikill kærleikur og jákvæðni. Það er gaman að kynnast nýju fólki og læra af því. Svo er alltaf gott að setja sér markmið og prófa ný fjöll. Göngur vinna því bæði á andlega og líkamlega þættinum, maður styrkist rosalega fljótt og byrjar að geisla út á við því þetta er svo nærandi fyrir mann. Mér finnst einnig gott að stunda núvitund, taka eftir hlutunum og njóta. Þess vegna elska ég að taka góðan tíma í göngur og ekki flýta mér.“ Næsta ganga er í dag fimmtudag kl. 18 en þá er stefnt á Vífilfell. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Gönguklúbbur unga fólksins. Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Gönguklúbbur unga fólksins var stofnaður fyrir nokkrum vikum af hjúkrunarfræðinemanum Guðnýju Björgu Helgadóttur. Eftir að hafa tekið göngur föstum tökum síðasta haust tók hún eftir því að hún var iðulega yngst í gönguferðum sem hún tók þátt í en Guðný er 26 ára gömul. Nokkurra vikna leit að gönguhópi sem skipaður væri yngra fólki skilaði engum niðurstöðum og þá var ekkert annað í stöðunni en að stofna hópinn sjálf segir hún. „Það þýðir ekki að bíða endalaust eftir því að aðrir taki af skarið. Viðbrögðin hafa verið mjög góð þótt hópurinn sé nýlega stofnaður. Í dag eru um 750 meðlimir sem sumir eru þó eitthvað eldri en ég. Þótt hópurinn sé upphaflega stofnaður fyrir minn aldurshóp eru ekki ströng inntökuskilyrði og allir eru velkomnir. Þetta snýst fyrst og fremst um hvernig fólk lítur á sjálft sig, sumir eru einfaldlega ungir í anda.“Guðný segir náttúruna vera það sem heilli mest við göngur en ekki megi gleyma félagsskapnum.Var tilbúin Það var móðir Guðnýjar, Linda Birgisdóttir, sem kynnti dóttur sinni útivist fyrir mörgum árum. „Hún dró mig með í hinar og þessar ferðir síðustu ár en áhuginn var takmarkaður. Enda trúi ég því að maður verði að gera hlutina á eigin forsendum og ég var bara einfaldlega ekki tilbúin á þessum tíma.“ Rétti tíminn kom síðasta haust þegar hún hóf að mæta í gönguferðir á vegum gönguklúbbsins Vesen og vergangur. „Svo í sumar gerðist eitthvað innra með mér og ég byrjaði á fullu í útivist. Um verslunarmannahelgina fór ég t.d. ein á gönguhátíð í Súðavík og var sú ferð ein stór sjálfsvinna. Þar fór ég heldur betur út fyrir þægindarammann, fór á mínum forsendum og kynnast fullt af nýju fólki með sömu útivistarbakteríuna og ég.“Glímdi við kvíða og þunglyndi Það var þó ekki bara ástríða fyrir útivist sem ýtti Guðnýju af stað í göngur. Hún hefur glímt við kvíða og þunglyndi síðan hún man eftir sér og segir hún stofnun klúbbsins ekki síður tengjast lífsstílsbreytingum í lífi hennar. „Ég náði botninum í kvíða og þunglyndi í vor. Allt mitt líf hef ég þurft að bera þungan bakpoka og hefur kvíðinn stundum verið það mikill að ég hef fengið ítrekuð kvíðaköst sem er það versta sem ég veit um. En það býr ótrúlega mikil seigla í mér og ákveðni. Ég er alin þannig upp að maður eigi að takast á við vandamálin og vinna í sjálfum sér. Lífið er stútfullt af verkefnum sem þarf að leysa og ef maður nær því öðlast maður betra líkamlegt og andlegt heilbrigði. Að mæta kvíðanum gerir það að verkum að hann hverfur smátt og smátt. Maður getur nefnilega allt ef viljinn er nógu mikill.“Góður dagur á Helgafelli við Hafnarfjörð fyrr í sumar í frábæru veðri.Aldrei liðið betur Eftir að hafa gengið til sálfræðings, sem sérhæfir sig í ADHD, í nokkrar vikur snemma síðasta vetur kom í ljós að Guðný var með mjög mikinn athyglisbrest en er um leið ofboðslega ofvirk. „Það var eins og öllum spurningum mínum hefði verið svarað á þessu augnabliki. Allt sem ég hafði glímt við mátti rekja til þess að ADHD var ekki meðhöndlað rétt á mínum yngri árum. Nú er ég búinn að vera á lyfjum í fimm mánuði og aldrei liðið betur. Nýr drifkraftur og einbeiting gerði það að verkum að ég fann mig algerlega í útvistinni í byrjun sumars og hef verið óstöðvandi síðan.“Frábær félagsskapur Hún segir náttúruna vera það sem heilli mest við göngur og fjallaklifur en ekki megi gleyma félagsskapnum. „Þar eru allir að stunda ástríðu sína og því myndast svo mikill kærleikur og jákvæðni. Það er gaman að kynnast nýju fólki og læra af því. Svo er alltaf gott að setja sér markmið og prófa ný fjöll. Göngur vinna því bæði á andlega og líkamlega þættinum, maður styrkist rosalega fljótt og byrjar að geisla út á við því þetta er svo nærandi fyrir mann. Mér finnst einnig gott að stunda núvitund, taka eftir hlutunum og njóta. Þess vegna elska ég að taka góðan tíma í göngur og ekki flýta mér.“ Næsta ganga er í dag fimmtudag kl. 18 en þá er stefnt á Vífilfell. Allar nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Gönguklúbbur unga fólksins.
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira