Mikilvægi hófseminnar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 07:00 Stjórnmálamenn eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir segja að þeir séu of margir og aðrir eru þeirrar skoðunar að allir aðrir en þeir sem núna eru í stjórnmálum eigi að vera þar. Það þykir jafnvel gáfuleg skoðun að stjórnmálamenn skipti ekki lengur máli, heimurinn sé breyttur og áhrifin liggi annars staðar en hjá kjörnum fulltrúum. Ég er ekki sammála því sjónarmiði og það skiptir máli hvernig stjórnmálamenn tjá sig. Á undanförnum árum hefur þeim stjórnmálamönnum fjölgað, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, sem telja sér til framdráttar að hampa öfgahópum. Þeir fara fram með stóryrðum, skeyta engu um staðreyndir, rannsóknir eða sannleika og láta sig engu varða þótt ummæli þeirra valdi einstaklingum eða hópum tjóni eða ótta. Skiljanlega fljóta fjölmiðlarnir með, það er fréttnæmt þegar frambjóðendur til hárra embætta segja krassandi hluti umbúðalaust og láta alla heyra það. Og í sjálfu sér getur verið nauðsynlegt að hlutirnir séu sagðir hreint og beint. En það er ekki afsökun fyrir fordómum, hatri og fáfræði né heldur lýðskrumi hvers konar. Slíkt tal manna sem eru í kastljósi fjölmiðla er beinlínis hættulegt því það gefur öfgaöflunum skjól, normaliserar þau og verður að lokum skálkaskjól ofbeldis og glæpa. Um það eru sorgleg nýleg dæmi. Þess vegna eiga fjölmiðlar að veita hefðbundnum stjórnmálamönnum meiri athygli, gefa þeim meiri tíma sem vanda málflutning sinn, jafnvel þó þeir séu ekki eins mikið bíó og hinir. Það er betra að stjórnmálamenn séu skemmtilegir og áhugaverðir, en mestu skiptir að þeir séu málefnalegir og ábyrgir. Slíkir stjórnmálamenn valda ekki skaða. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Stjórnmálamenn eru eins ólíkir og þeir eru margir. Sumir segja að þeir séu of margir og aðrir eru þeirrar skoðunar að allir aðrir en þeir sem núna eru í stjórnmálum eigi að vera þar. Það þykir jafnvel gáfuleg skoðun að stjórnmálamenn skipti ekki lengur máli, heimurinn sé breyttur og áhrifin liggi annars staðar en hjá kjörnum fulltrúum. Ég er ekki sammála því sjónarmiði og það skiptir máli hvernig stjórnmálamenn tjá sig. Á undanförnum árum hefur þeim stjórnmálamönnum fjölgað, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu, sem telja sér til framdráttar að hampa öfgahópum. Þeir fara fram með stóryrðum, skeyta engu um staðreyndir, rannsóknir eða sannleika og láta sig engu varða þótt ummæli þeirra valdi einstaklingum eða hópum tjóni eða ótta. Skiljanlega fljóta fjölmiðlarnir með, það er fréttnæmt þegar frambjóðendur til hárra embætta segja krassandi hluti umbúðalaust og láta alla heyra það. Og í sjálfu sér getur verið nauðsynlegt að hlutirnir séu sagðir hreint og beint. En það er ekki afsökun fyrir fordómum, hatri og fáfræði né heldur lýðskrumi hvers konar. Slíkt tal manna sem eru í kastljósi fjölmiðla er beinlínis hættulegt því það gefur öfgaöflunum skjól, normaliserar þau og verður að lokum skálkaskjól ofbeldis og glæpa. Um það eru sorgleg nýleg dæmi. Þess vegna eiga fjölmiðlar að veita hefðbundnum stjórnmálamönnum meiri athygli, gefa þeim meiri tíma sem vanda málflutning sinn, jafnvel þó þeir séu ekki eins mikið bíó og hinir. Það er betra að stjórnmálamenn séu skemmtilegir og áhugaverðir, en mestu skiptir að þeir séu málefnalegir og ábyrgir. Slíkir stjórnmálamenn valda ekki skaða. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun