Enski boltinn

Flottir tuttugu stiga sigrar á Sviss og Rúmeníu hjá sextán ára strákunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 16 ára landsliðið.
Íslenska 16 ára landsliðið. Mynd/KKÍ
Íslensku strákarnir í sextán ára körfuboltalandsliðinu eru að byrja vel í Evrópukeppninni í Búlgaríu en íslenska liðið hefur unnið sannfærandi sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Íslenska liðið fylgdi eftir 20 stiga sigri á Sviss í gær með 22 stiga sigri á Rúmeníu í dag, 67-45.

Íslensku strákarnir hafa í báðum leikjum gert nánast út um leikinn í öðrum og þriðja leikhluta en í Rúmeníuleiknum í dag þá unnust þessir tveir leikhlutar með 29 stigum, 46-17.

Stjörnustrákurinn Dúi Þór Jónsson skoraði 20 stig á 28 mínútum í dag og KR-ingurinn Veigar Áki Hlynsson var með 12 stig, 13 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 varin skot. Stjörnumaðurinn Ingimundur Jóhannsson var síðan með 7 stig og Njarðvíkingurinn Veigar Alexandersson skoraði 6 stig

Strákarnir unnu 20 stiga sigur á Sviss í gær, 80-60, eftir að hafa unnið annan og þriðja leikhlutann samanlagt 51-30. Dúi Þór Jónsson skoraði þá 17 stig og gaf 5 stoðsendingar, Veigar Áki Hlynsson var með 16 stig og fyrirliðinn Júlíus Orri Águstsson bætti við 14 stigum og 7 fráköstum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×