40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 12. ágúst 2017 14:00 Rafn eð lax úr opnun Miðfjarðará. Mynd: Miðfjarðará Lodge FB Veiðin í Miðfjarðará stendur upp úr veiðitölum á Norðurlandi en veiðin í þessum landshluta hefur verið æði misjöfn en nokkrar ár standa þó upp úr. Árnar á Norðurlandi sem eru að eiga ágætt sumar eru til dæmis Laxá á Ásum sem er komin yfir heildarveiðina í fyrra og stóð veiðin þar í 637 löxum á miðvikudaginn en heildarveiðin í fyrra var 620 laxar. Blanda er í 1219 löxum en hún lauk sumrinu í fyrra með 2386 löxum og er því með um helmingi minni veiði en í fyrra. Laxá í Aðaldal má muna fífil sinn fegri en þar hafa aðeins veiðst 501 laxar á móti heildarveiði í fyrra upp á 1207 laxa. Miðfjarðará stendur klárlega upp úr ánum norðan heiða en þar voru komnir 2173 laxar á land á miðvikudagskvöldið og er dagsveiðin þar um 40-60 laxar á dag. Vikuveiðin í síðustu viku var 321 lax og komst áin yfir 2000 laxa þá vikuna. Það er góður tími framundan í Miðfjarðará og ljóst að hún gæti endað milli 3500 og 4000 löxum í heildarveiði ef veiðitölur halda áfram að vera í þeim takti sem hafa verið síðustu daga. Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði
Veiðin í Miðfjarðará stendur upp úr veiðitölum á Norðurlandi en veiðin í þessum landshluta hefur verið æði misjöfn en nokkrar ár standa þó upp úr. Árnar á Norðurlandi sem eru að eiga ágætt sumar eru til dæmis Laxá á Ásum sem er komin yfir heildarveiðina í fyrra og stóð veiðin þar í 637 löxum á miðvikudaginn en heildarveiðin í fyrra var 620 laxar. Blanda er í 1219 löxum en hún lauk sumrinu í fyrra með 2386 löxum og er því með um helmingi minni veiði en í fyrra. Laxá í Aðaldal má muna fífil sinn fegri en þar hafa aðeins veiðst 501 laxar á móti heildarveiði í fyrra upp á 1207 laxa. Miðfjarðará stendur klárlega upp úr ánum norðan heiða en þar voru komnir 2173 laxar á land á miðvikudagskvöldið og er dagsveiðin þar um 40-60 laxar á dag. Vikuveiðin í síðustu viku var 321 lax og komst áin yfir 2000 laxa þá vikuna. Það er góður tími framundan í Miðfjarðará og ljóst að hún gæti endað milli 3500 og 4000 löxum í heildarveiði ef veiðitölur halda áfram að vera í þeim takti sem hafa verið síðustu daga.
Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði