Frábær veiði í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 14. ágúst 2017 13:39 Það hefur verið frábær veiði í Ytri Rangá síðustu daga. Mynd: Bjarki Már Jóhannsson Veiðin síðustu daga í Ytri Rangá hefur verið í einu orði sagt frábær og hver dagur er að skila um og yfir 100 löxum á land. Á fimmtudaginn í síðsut viku komu 127 laxar á land og 108 daginn eftir. Það hefur ekkert dregið úr tökugleðinni og samkvæmt heimildum af bakkanum er góður gangur í laxagöngum og fiskurinn er fljótur að dreifa sér um ánna. Bjarki Már Jóhannsson leiðsögumaður við Ytri Rangá er ánægður með gang mála. "Það er kemmtilegt að segja frá óvenjulega háu hlutfalli af stórum hængum. Til dæmis kúnnarnir sem ég er með núna fengu þrjá tröllfiska sama daginn 94, 95 og 97 cm fiska. Við erum varir við mikla aukning þessum yfirstærðarfiski. Síðustu ár höfum við lagt áherslu á að sleppa 80cm+ hængum og nú í ár tókum við upp sleppiskyldu á 80cm+ fiska. Þ.e þá sem ekki fara í klakkistur. Vonandi kemur þetta til með að skila sér með aukningu á stærri fiski í framtíðinni" sagði Bjarki í samtali við Veiðivísi. Ytri Rangá var komin í 2881 lax síðasta miðvikudag þegar vikutölur laxveiðiánna voru teknar saman en síðan þá eru komnir um 500 laxar á land svo hún er komin yfir 3000 laxa og vel það. Ef veiðin heldur áfram að vera jafn góð næstu fimm til sex daga og hún er núna fer Ytri Rangá yfir 4000 laxa um næstu helgi. Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði
Veiðin síðustu daga í Ytri Rangá hefur verið í einu orði sagt frábær og hver dagur er að skila um og yfir 100 löxum á land. Á fimmtudaginn í síðsut viku komu 127 laxar á land og 108 daginn eftir. Það hefur ekkert dregið úr tökugleðinni og samkvæmt heimildum af bakkanum er góður gangur í laxagöngum og fiskurinn er fljótur að dreifa sér um ánna. Bjarki Már Jóhannsson leiðsögumaður við Ytri Rangá er ánægður með gang mála. "Það er kemmtilegt að segja frá óvenjulega háu hlutfalli af stórum hængum. Til dæmis kúnnarnir sem ég er með núna fengu þrjá tröllfiska sama daginn 94, 95 og 97 cm fiska. Við erum varir við mikla aukning þessum yfirstærðarfiski. Síðustu ár höfum við lagt áherslu á að sleppa 80cm+ hængum og nú í ár tókum við upp sleppiskyldu á 80cm+ fiska. Þ.e þá sem ekki fara í klakkistur. Vonandi kemur þetta til með að skila sér með aukningu á stærri fiski í framtíðinni" sagði Bjarki í samtali við Veiðivísi. Ytri Rangá var komin í 2881 lax síðasta miðvikudag þegar vikutölur laxveiðiánna voru teknar saman en síðan þá eru komnir um 500 laxar á land svo hún er komin yfir 3000 laxa og vel það. Ef veiðin heldur áfram að vera jafn góð næstu fimm til sex daga og hún er núna fer Ytri Rangá yfir 4000 laxa um næstu helgi.
Mest lesið Stórlax úr Víðidalnum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Rjúpnaveiðitímabilið ekki framlengt Veiði Duglegir veiðikrakkar í Elliðaánum í gær Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Nokkur ráð varðandi að láta rjúpu hanga Veiði Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði