Kia með sölumet í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2017 11:32 Kia cee´d. Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili. Markaðshlutdeild Kia jókst úr 2,8% í 3% í Evrópu og hefur aldrei verið hærri. Hybrid og rafbílar voru 7,5% af heildarsölu Kia í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins. ,,Söluaukning Kia hefur aukist þökk sé nýjum módelum sem hafa verið sett á markað á árinu og aukinni framleiðslu á bílum með rafmótor. Hinir nýju Rio og Picanto eru söluhæstir en Niro hefur einnig náð góðri sölu sem og Optima í öllum sínum útfærslum sem GT, Sportwagon og Plug-in Hybrid. Sala á rafbílum og Plug-in Hygbrid bílum jókst um 1% frá sama tíma í fyrra sem er mjög jákvætt. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia selur meira en 250.000 bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili og við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og stolt með þann árangur," segir Michael Cole, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors. Á Íslandi hefur Kia átt gríðargóðu gengi að fagna og á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi 1.576 Kia bifreiðar og var Kia með rúmlega 11% markaðshlutdeild. Mikil aukning hefur átt sér stað í sölu Kia á árinu og sérstaklega til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kia er önnur mest selda bíltegundin á Íslandi á þessu ári, eins og í fyrra. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent
Kia setti sölumet í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins en alls seldi suður-kóreski bílaframleiðandinn 251.472 bíla í álfunni sem er 9,5% söluaukning frá sama tíma í fyrra. Kia hefur aldrei selt fleiri bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili. Markaðshlutdeild Kia jókst úr 2,8% í 3% í Evrópu og hefur aldrei verið hærri. Hybrid og rafbílar voru 7,5% af heildarsölu Kia í Evrópu á fyrstu sex mánuðum ársins. ,,Söluaukning Kia hefur aukist þökk sé nýjum módelum sem hafa verið sett á markað á árinu og aukinni framleiðslu á bílum með rafmótor. Hinir nýju Rio og Picanto eru söluhæstir en Niro hefur einnig náð góðri sölu sem og Optima í öllum sínum útfærslum sem GT, Sportwagon og Plug-in Hybrid. Sala á rafbílum og Plug-in Hygbrid bílum jókst um 1% frá sama tíma í fyrra sem er mjög jákvætt. Þetta er í fyrsta skipti sem Kia selur meira en 250.000 bíla í Evrópu á sex mánaða tímabili og við erum að sjálfsögðu mjög ánægð og stolt með þann árangur," segir Michael Cole, framkvæmdastjóri hjá Kia Motors. Á Íslandi hefur Kia átt gríðargóðu gengi að fagna og á fyrstu sex mánuðum ársins seldi Askja, umboðsaðili Kia á Íslandi 1.576 Kia bifreiðar og var Kia með rúmlega 11% markaðshlutdeild. Mikil aukning hefur átt sér stað í sölu Kia á árinu og sérstaklega til einstaklinga og smærri fyrirtækja. Kia er önnur mest selda bíltegundin á Íslandi á þessu ári, eins og í fyrra.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent