Síðasti séns á Daða Frey í sumar Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. ágúst 2017 10:00 Daði Freyr heldur til Kambódíu þar sem hann mun taka upp internetþætti ásamt kærustunni. Mynd/Pétur Einarsson „Það verður eitthvað rosalegt. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég myndi ekki segja að ég væri mikill Þjóðhátíðarmaður – ég hef aldrei farið, eða jú, ég spilaði árið 2012 með hljómsveitinni Retrobot en við vorum farnir aftur daginn eftir að spila í Reykjavík. Nú er ég að spila á Innipúkanum á laugardeginum þannig að ég næ ekki að mæta fyrr en á sunnudag. Ég verð bara að taka laugardaginn einhvern tímann seinna,“ segir Daði Freyr, tónsmiður (eins og hann titlar sig í símaskránni) og Eurovisionstjarna, um það að spila á Þjóðhátíð, en hann hefur, algjörlega óvænt, átt ansi viðburðaríkt sumar.Þú hefur verið bókstaflega alls staðar, er það ekki? „Jú, það er búið að vera svolítið að gera hjá mér. En ég fer alveg að hætta því – ég er að fara aftur til Berlínar eftir eina viku. Sumarið er búið að vera mjög gott. Ég hef spilað held ég 23 gigg allt í allt síðasta einn og hálfan mánuðinn. Nú er ég alveg tilbúinn að koma mér aftur út að vinna í nýrri músík.“Er það plata? „Ég er að vinna allavega í einni plötu fyrir sjálfan mig. Síðan er það eitt og annað sem verður að fá að koma í ljós síðar.“Þannig að næsta sumar verður kannski enn meira sturlað hjá þér, að fylgja nýrri plötu eftir?„Vonandi. Annars er ég að fara til Kambódíu í desember og verð þar í hálft ár með kærustunni að búa til internetþætti – það gæti jafnvel verið að ég verði lengur þar og bara í Asíu eitthvað, það er ekki alveg komið á hreint. Við ætlum að taka upp eitthvert blogg og vera með tónlistartengda þætti, skoða mannlífið og leyfa fólki að fylgjast með því. Við eigum svolítið eftir að komast að því hvernig þetta á eftir að vera því að það er enn þá svolítið langt í þetta. Þetta er eitthvað sem við ákváðum fyrir löngu síðan og ætluðum raunar að vera komin út núna en plönin breyttust svona aðeins eftir Eurovision,“ segir Daði Freyr og bætir við að raunar hafi það aldrei verið planið að koma til Íslands í sumar, hann hafi ætlað sér að vera bara heima fyrir í Berlín. En hann er þó alls ekki ósáttur við þessar breytingar sem fylgdu í kjölfarið á Eurovision og segir að þetta hafi verið fullkomin sumarvinna fyrir sig. Tónlist Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Það verður eitthvað rosalegt. Ég er mjög spenntur fyrir því. Ég myndi ekki segja að ég væri mikill Þjóðhátíðarmaður – ég hef aldrei farið, eða jú, ég spilaði árið 2012 með hljómsveitinni Retrobot en við vorum farnir aftur daginn eftir að spila í Reykjavík. Nú er ég að spila á Innipúkanum á laugardeginum þannig að ég næ ekki að mæta fyrr en á sunnudag. Ég verð bara að taka laugardaginn einhvern tímann seinna,“ segir Daði Freyr, tónsmiður (eins og hann titlar sig í símaskránni) og Eurovisionstjarna, um það að spila á Þjóðhátíð, en hann hefur, algjörlega óvænt, átt ansi viðburðaríkt sumar.Þú hefur verið bókstaflega alls staðar, er það ekki? „Jú, það er búið að vera svolítið að gera hjá mér. En ég fer alveg að hætta því – ég er að fara aftur til Berlínar eftir eina viku. Sumarið er búið að vera mjög gott. Ég hef spilað held ég 23 gigg allt í allt síðasta einn og hálfan mánuðinn. Nú er ég alveg tilbúinn að koma mér aftur út að vinna í nýrri músík.“Er það plata? „Ég er að vinna allavega í einni plötu fyrir sjálfan mig. Síðan er það eitt og annað sem verður að fá að koma í ljós síðar.“Þannig að næsta sumar verður kannski enn meira sturlað hjá þér, að fylgja nýrri plötu eftir?„Vonandi. Annars er ég að fara til Kambódíu í desember og verð þar í hálft ár með kærustunni að búa til internetþætti – það gæti jafnvel verið að ég verði lengur þar og bara í Asíu eitthvað, það er ekki alveg komið á hreint. Við ætlum að taka upp eitthvert blogg og vera með tónlistartengda þætti, skoða mannlífið og leyfa fólki að fylgjast með því. Við eigum svolítið eftir að komast að því hvernig þetta á eftir að vera því að það er enn þá svolítið langt í þetta. Þetta er eitthvað sem við ákváðum fyrir löngu síðan og ætluðum raunar að vera komin út núna en plönin breyttust svona aðeins eftir Eurovision,“ segir Daði Freyr og bætir við að raunar hafi það aldrei verið planið að koma til Íslands í sumar, hann hafi ætlað sér að vera bara heima fyrir í Berlín. En hann er þó alls ekki ósáttur við þessar breytingar sem fylgdu í kjölfarið á Eurovision og segir að þetta hafi verið fullkomin sumarvinna fyrir sig.
Tónlist Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira