Draumkennd stemming á tónleikum í Fríkirkjunni Stefán Þór Hjartarson skrifar 2. ágúst 2017 10:15 Ösp er flutt heim eftir fimm ára búsetu í London. Vísir/GVA Ég var að að gefa út plötu núna í júní og er loksins að fara að halda útgáfutónleika. Þeir verða í kvöld klukkan níu í Fríkirkjunni. Þetta eru lög sem ég hef verið að semja á síðustu svona sjö árum líklega, frá því að ég byrjaði að semja og mestmegnis á meðan ég bjó úti í London. Ég var sem sagt að flytja heim eftir fimm ár þar,“ segir Ösp Eldjárn söngkona, sem heldur nú loks upp á útgáfu plötu sinnar Tales from a poplar tree. Þegar blaðamaður nær á hana er hún á fullu að undirbúa tónleikana sína ásamt Erni Eldjárn bróður sínum, en hann mun spila með henni á tónleikunum ásamt þeim Helgu Ragnarsdóttur, Veleria Pozzo og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. „Þetta er þjóðlagaskotið-eitthvað?... við skulum bara kalla þetta draumkennt folk – það er „niche“ hugtak sem ég var að búa til, það er flott. Og þetta verður spilað í bland við ábreiður sem ég og Örn höfum verið að taka í gegnum tíðina. Það verður rosalega „mellow“ stemming,“ segir Ösp en eftir tónleikana heldur hún í litla tónleikaferð um verslunarmannahelgina þar sem hún kemur víða við. „Ítölsk vinkona mín sem ég bjó með í London er að koma í tveggja vikna heimsókn í smá frí. Þannig að ég ákvað að henda í smá tónleikaferð, en hún er fiðluleikari og söngkona sem spilar til dæmis með mér á plötunni. Eftir Fríkirkjuna förum við út á land – fyrst í Havarí í Berufirði og erum þar á fimmtudagskvöldið. Við verðum svo í Mývatnssveit á laugardaginn með tvenna tónleika – klukkan fimm í kirkjunni, sem verður mitt prógramm, og svo klukkan tíu á barnum sem verða þá aðeins hressari tónleikar. Svo síðast er það Ungó, gamla leikhúsið í Dalvík, á sunnudeginum.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan tíu í kvöld og má splæsa í miða á tix.is. Plötuna Tales from a poplar tree má síðan kaupa í öllum betri plötubúðum. Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Ég var að að gefa út plötu núna í júní og er loksins að fara að halda útgáfutónleika. Þeir verða í kvöld klukkan níu í Fríkirkjunni. Þetta eru lög sem ég hef verið að semja á síðustu svona sjö árum líklega, frá því að ég byrjaði að semja og mestmegnis á meðan ég bjó úti í London. Ég var sem sagt að flytja heim eftir fimm ár þar,“ segir Ösp Eldjárn söngkona, sem heldur nú loks upp á útgáfu plötu sinnar Tales from a poplar tree. Þegar blaðamaður nær á hana er hún á fullu að undirbúa tónleikana sína ásamt Erni Eldjárn bróður sínum, en hann mun spila með henni á tónleikunum ásamt þeim Helgu Ragnarsdóttur, Veleria Pozzo og Þórdísi Gerði Jónsdóttur. „Þetta er þjóðlagaskotið-eitthvað?... við skulum bara kalla þetta draumkennt folk – það er „niche“ hugtak sem ég var að búa til, það er flott. Og þetta verður spilað í bland við ábreiður sem ég og Örn höfum verið að taka í gegnum tíðina. Það verður rosalega „mellow“ stemming,“ segir Ösp en eftir tónleikana heldur hún í litla tónleikaferð um verslunarmannahelgina þar sem hún kemur víða við. „Ítölsk vinkona mín sem ég bjó með í London er að koma í tveggja vikna heimsókn í smá frí. Þannig að ég ákvað að henda í smá tónleikaferð, en hún er fiðluleikari og söngkona sem spilar til dæmis með mér á plötunni. Eftir Fríkirkjuna förum við út á land – fyrst í Havarí í Berufirði og erum þar á fimmtudagskvöldið. Við verðum svo í Mývatnssveit á laugardaginn með tvenna tónleika – klukkan fimm í kirkjunni, sem verður mitt prógramm, og svo klukkan tíu á barnum sem verða þá aðeins hressari tónleikar. Svo síðast er það Ungó, gamla leikhúsið í Dalvík, á sunnudeginum.“ Tónleikarnir fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík klukkan tíu í kvöld og má splæsa í miða á tix.is. Plötuna Tales from a poplar tree má síðan kaupa í öllum betri plötubúðum.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira