Í eldhúsi Evu: Grilluð nautalund með kartöflusalati og villisveppasósu Stefán Árni Pálsson skrifar 3. ágúst 2017 16:30 Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fram ýmsar kræsingar. Hér að neðan má finna uppskrift að ómótstæðilegri nautalund og kartöflusalati að hætti Evu. Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram.Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ – 1 teningur nautakraftur salt og pipar Aðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Þegar sósan er orðin þykk er hún tilbúin og er bæði hægt að bera hana fram heita og kalda. Eva Laufey Grillréttir Kartöflusalat Nautakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Tíska og hönnun
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir fram ýmsar kræsingar. Hér að neðan má finna uppskrift að ómótstæðilegri nautalund og kartöflusalati að hætti Evu. Grilluð nautalund 800 g nautalund ólífuolía salt og pipar steinselja Aðferð: Skerið nautalundina í jafn stóra bita, ca. 200 – 250 g á mann. Veltið kjötinu upp úr ólífuolíu, salti, pipar og smátt saxaðari steinselju. Grillið kjötið í ca. 4 mínútur á hvorri hlið en steikingartíminn fer vissulega eftir smekk. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið það fram.Sveppasósa 10 sveppir Smjör ½ villisveppaostur 250 ml rjómi ½ – 1 teningur nautakraftur salt og pipar Aðferð: Skerið sveppi og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Hellið rjómanum saman við ásamt smátt skornum villisveppaosti, lækkið hitann og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum í rjómanum á meðan þið hrærið í. Bætið nautakraftstening út í og kryddið eftir smekk með salti og pipar. Þegar sósan er orðin þykk er hún tilbúin og er bæði hægt að bera hana fram heita og kalda.
Eva Laufey Grillréttir Kartöflusalat Nautakjöt Sósur Uppskriftir Mest lesið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Tíska og hönnun