Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2017 15:00 Það hafa ekki borist margar fréttir úr Hlíðarvatni í sumar en yfirleitt heyrist af bestu veiðinni fyrst á tímabilinu. Það hefur verið upp og ofan með veiðina í Hlíðarvatni í sumar en kalt og heldur vætusamt sumar í byrjun dró heldur úr tökugleðinni hjá bleikjunni. Nokkur misskilningur hefur verið hjá þeim sem eru tiltölulega nýbyrjaðir að veiða vatnið að það veiðist bara í því fram á mitt sumar. Í síðsumars veiðinni er nefnilega hægt að gera góða veiði og sérstaklega þegar veðurspáin er eins og hún er næstu viku til tíu daga með þurrki og hæglætisveðri. María Petrína Ingólfsdóttir er ein af þeim sem þekkir vatnið vel og stundar það mikið og hún segir að eftir dapra daga sem hafi einkennst af miklu roki við vatnið sé loksins að lifna vel yfir tökunni aftur. "Ég sá að Botnavíkin var með fullt af fiski og það var einnig mikið af vænni bleikju að vaka við Hjalltanga enda hef ég verið að fá fína fiska þar. Flestir fiskarnir sem ég var að fá voru frá 0,5 til 0,900 gr. Tóku samt frekar grannt" sagði María í samatli við Veiðivísi. Eitthvað af leyfum er laust núna í ágúst og þetta er, eins og við nefnum, ekkert lakari tími í vatninu og sérstaklega ekki þegar spáin er góð eftir heldur leiðinlegt veður upp á síðkastið. Mest lesið Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Metopnun í Hölkná Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði
Það hafa ekki borist margar fréttir úr Hlíðarvatni í sumar en yfirleitt heyrist af bestu veiðinni fyrst á tímabilinu. Það hefur verið upp og ofan með veiðina í Hlíðarvatni í sumar en kalt og heldur vætusamt sumar í byrjun dró heldur úr tökugleðinni hjá bleikjunni. Nokkur misskilningur hefur verið hjá þeim sem eru tiltölulega nýbyrjaðir að veiða vatnið að það veiðist bara í því fram á mitt sumar. Í síðsumars veiðinni er nefnilega hægt að gera góða veiði og sérstaklega þegar veðurspáin er eins og hún er næstu viku til tíu daga með þurrki og hæglætisveðri. María Petrína Ingólfsdóttir er ein af þeim sem þekkir vatnið vel og stundar það mikið og hún segir að eftir dapra daga sem hafi einkennst af miklu roki við vatnið sé loksins að lifna vel yfir tökunni aftur. "Ég sá að Botnavíkin var með fullt af fiski og það var einnig mikið af vænni bleikju að vaka við Hjalltanga enda hef ég verið að fá fína fiska þar. Flestir fiskarnir sem ég var að fá voru frá 0,5 til 0,900 gr. Tóku samt frekar grannt" sagði María í samatli við Veiðivísi. Eitthvað af leyfum er laust núna í ágúst og þetta er, eins og við nefnum, ekkert lakari tími í vatninu og sérstaklega ekki þegar spáin er góð eftir heldur leiðinlegt veður upp á síðkastið.
Mest lesið Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði Góð veiði í Straumunum Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Metopnun í Hölkná Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði