Áfram druslur! Magnús Guðmundsson skrifar 26. júlí 2017 07:00 Maður á víst ekki að nota fyrsta persónu fornafnið ég í leiðara. En ég ætla samt að gera það. Minn leiðari, mínar reglur, mitt vald. Það er eitthvað. Þetta eru ákveðin forréttindi en stundum er þetta líka byrði. Suma daga er erfitt af hafa skoðun innan skilafrests en í dag er ég búinn að ákveða að það séu forréttindi og í krafti þess ætla ég að fara út fyrir kassann. Það er hins vegar óhjákvæmilegt starfsins vegna að það verði mín forréttindi. Ástæðan er að ég er ekki drusla en ég vil gjarnan vera það. Ég vil vera drusla með hinum druslunum en ég er miðaldra karlmaður með tækifæri til þess að tjá skoðanir mínar á mönnum og málefnum tvisvar í viku í stórum fjölmiðli. Það er vald. Vald er ekki drusla því druslur hafa ekki vald. Þær taka sér vald, sækja það til þeirra sem hafa haft það af þeim í gegnum aldirnar. Þeirra sem hafa sagt konum að hafa hljótt og vera heima að hugsa um börnin, taka til, þrífa og elda mat á meðan þeir færu út að vinna en vera sætar og sexý þegar þeir kæmu heim, búnir að gera við bíla, byggja stíflur, stjórna banka eða skrifa leiðara. Sækja það til þeirra sem hafa áreitt þær, niðurlægt, lamið og nauðgað í krafti styrks, valds, samfélags og kerfis sem hefur löngum verið stjórnað af karlmönnum, mótað af þeim og fyrir þá. Ég er ekki drusla en ég lít upp til þeirra sem eru druslur. Viðurkenni rétt þeirra yfir eigin líkama, klæðaburði og hegðun. Druslur eiga sig sjálfar og gera það sem þær vilja gera án þess að meiða eða særa nokkra manneskju. Þær setja sín eigin mörk og bera virðingu fyrir sér og öðrum. Það er fallegt. Þær eru líka alls konar; feitar, mjóar, litlar, stórar, skrítnar og skemmtilegar og sumar druslur eru líka strákar. En allar eiga þær það sameiginlegt að þær vilja ráða sér sjálfar, eiga sig sjálfar og vera þær sjálfar. Það er ekki að biðja um mikið en samt virðist það reynast sumum um megn með skelfilegum afleiðingum fyrir aðra en þá sjálfa. Druslur sækja styrk sinn í fjöldann og vald sitt í sannleika og réttlæti. Þær skila skömminni af kynferðisofbeldi til þess sem því beitir, þangað sem það á heima og þær hafa hátt í nafni frelsis og réttlætis. Þess vegna vil ég gjarnan vera drusla því þær hafa rétt fyrir sér og eru að breyta heiminum til betri vegar. Það er aðdáunarvert. Aðdáun mín og samhugur gera mig samt ekki að druslu. Ég er stór og feitur miðaldra karlmaður með skegg og skrifa leiðara í mest lesna blað landsins og það gónir enginn á mig eins ég sé grillsteik eða kaldur bjór á sumardegi og það áreitir mig enginn kynferðislega. Ég get því ekki látið eins og ég sé drusla en ég get þó reynt að skilja hvað þær þurfa að þola, fjárinn hafi það. Annað væri ómerkilegt af mér og óábyrgt. Á laugardaginn ætla íslenskar druslur að safnast saman og ganga til móts við betri tíma – halda áfram að breyta heiminum. Ég ætla að reyna að vera drusla á laugardaginn og ganga með þeim því þeim mun fleiri sem mæta og hafa hátt í nafni frelsis og réttlætis þeim mun meiri ávinningur. Áfram druslur!Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. júlí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun
Maður á víst ekki að nota fyrsta persónu fornafnið ég í leiðara. En ég ætla samt að gera það. Minn leiðari, mínar reglur, mitt vald. Það er eitthvað. Þetta eru ákveðin forréttindi en stundum er þetta líka byrði. Suma daga er erfitt af hafa skoðun innan skilafrests en í dag er ég búinn að ákveða að það séu forréttindi og í krafti þess ætla ég að fara út fyrir kassann. Það er hins vegar óhjákvæmilegt starfsins vegna að það verði mín forréttindi. Ástæðan er að ég er ekki drusla en ég vil gjarnan vera það. Ég vil vera drusla með hinum druslunum en ég er miðaldra karlmaður með tækifæri til þess að tjá skoðanir mínar á mönnum og málefnum tvisvar í viku í stórum fjölmiðli. Það er vald. Vald er ekki drusla því druslur hafa ekki vald. Þær taka sér vald, sækja það til þeirra sem hafa haft það af þeim í gegnum aldirnar. Þeirra sem hafa sagt konum að hafa hljótt og vera heima að hugsa um börnin, taka til, þrífa og elda mat á meðan þeir færu út að vinna en vera sætar og sexý þegar þeir kæmu heim, búnir að gera við bíla, byggja stíflur, stjórna banka eða skrifa leiðara. Sækja það til þeirra sem hafa áreitt þær, niðurlægt, lamið og nauðgað í krafti styrks, valds, samfélags og kerfis sem hefur löngum verið stjórnað af karlmönnum, mótað af þeim og fyrir þá. Ég er ekki drusla en ég lít upp til þeirra sem eru druslur. Viðurkenni rétt þeirra yfir eigin líkama, klæðaburði og hegðun. Druslur eiga sig sjálfar og gera það sem þær vilja gera án þess að meiða eða særa nokkra manneskju. Þær setja sín eigin mörk og bera virðingu fyrir sér og öðrum. Það er fallegt. Þær eru líka alls konar; feitar, mjóar, litlar, stórar, skrítnar og skemmtilegar og sumar druslur eru líka strákar. En allar eiga þær það sameiginlegt að þær vilja ráða sér sjálfar, eiga sig sjálfar og vera þær sjálfar. Það er ekki að biðja um mikið en samt virðist það reynast sumum um megn með skelfilegum afleiðingum fyrir aðra en þá sjálfa. Druslur sækja styrk sinn í fjöldann og vald sitt í sannleika og réttlæti. Þær skila skömminni af kynferðisofbeldi til þess sem því beitir, þangað sem það á heima og þær hafa hátt í nafni frelsis og réttlætis. Þess vegna vil ég gjarnan vera drusla því þær hafa rétt fyrir sér og eru að breyta heiminum til betri vegar. Það er aðdáunarvert. Aðdáun mín og samhugur gera mig samt ekki að druslu. Ég er stór og feitur miðaldra karlmaður með skegg og skrifa leiðara í mest lesna blað landsins og það gónir enginn á mig eins ég sé grillsteik eða kaldur bjór á sumardegi og það áreitir mig enginn kynferðislega. Ég get því ekki látið eins og ég sé drusla en ég get þó reynt að skilja hvað þær þurfa að þola, fjárinn hafi það. Annað væri ómerkilegt af mér og óábyrgt. Á laugardaginn ætla íslenskar druslur að safnast saman og ganga til móts við betri tíma – halda áfram að breyta heiminum. Ég ætla að reyna að vera drusla á laugardaginn og ganga með þeim því þeim mun fleiri sem mæta og hafa hátt í nafni frelsis og réttlætis þeim mun meiri ávinningur. Áfram druslur!Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. júlí.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun