Stofna nýtt útgáfufyrirtæki Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júlí 2017 16:30 Tónlistarmaðurinn Indriði er einn af þeim sem eru á mála hjá figureight. figureight Stofnað hefur verið nýtt útgáfufyrirtæki sem ber nafnið figureight en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Að baki fyrirtækisins standa Shahzad Ismaily og Hildur Maral Hamíðsdóttir. Shahzad er tónlistarmaður og sannkallaður Íslandsvinur sem hefur spilað með fjölmörgum íslenskum listamönnum undanfarin ár, en jafnframt getið sér gott orð með listamönnum á borð við Bonnie ‘Prince’ Billy, Lou Reed, Tom Waits og John Zorn. Hildur hefur starfað við tónlist í 13 ár, til að mynda innan plötufyrirtækja, sem umboðsmaður, við kynningarstörf og tónlistarhátíðir. Í tilkynningunni segir að Figureight leggi mikið upp úr að vinna náið með listamönnum útgáfunnar og þeirra listrænu sýn. „Þó að listamennirnir séu á víð og dreif í landafræðilegum skilningi sem og í hljóðheiminum sem þeir skapa þá á tónlistin það sameiginlegt að vera einlæg, einstök og einkar áhugaverð,“ segir í tilkynningunni. Útgáfan er þegar með átta listamenn á sínum snærum og deilist þjóðerni þeirra jafnt á Ísland og Bandaríkin. Á hennar vegum hafa þegar komið út platan Makríl eftir Indriða auk þess sem plata JFDR frá því í mars, Brazil, kom út í samstarfi við fyrirtækið. Fleiri plötur eru væntanlegar á næstu mánuðum og verður tilkynnt um þær síðar.figureight á Facebookfigureight á TwitterHeimasíða figureight Tónlist Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Stofnað hefur verið nýtt útgáfufyrirtæki sem ber nafnið figureight en þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Að baki fyrirtækisins standa Shahzad Ismaily og Hildur Maral Hamíðsdóttir. Shahzad er tónlistarmaður og sannkallaður Íslandsvinur sem hefur spilað með fjölmörgum íslenskum listamönnum undanfarin ár, en jafnframt getið sér gott orð með listamönnum á borð við Bonnie ‘Prince’ Billy, Lou Reed, Tom Waits og John Zorn. Hildur hefur starfað við tónlist í 13 ár, til að mynda innan plötufyrirtækja, sem umboðsmaður, við kynningarstörf og tónlistarhátíðir. Í tilkynningunni segir að Figureight leggi mikið upp úr að vinna náið með listamönnum útgáfunnar og þeirra listrænu sýn. „Þó að listamennirnir séu á víð og dreif í landafræðilegum skilningi sem og í hljóðheiminum sem þeir skapa þá á tónlistin það sameiginlegt að vera einlæg, einstök og einkar áhugaverð,“ segir í tilkynningunni. Útgáfan er þegar með átta listamenn á sínum snærum og deilist þjóðerni þeirra jafnt á Ísland og Bandaríkin. Á hennar vegum hafa þegar komið út platan Makríl eftir Indriða auk þess sem plata JFDR frá því í mars, Brazil, kom út í samstarfi við fyrirtækið. Fleiri plötur eru væntanlegar á næstu mánuðum og verður tilkynnt um þær síðar.figureight á Facebookfigureight á TwitterHeimasíða figureight
Tónlist Mest lesið Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira