MIMRA með nýtt lag: "Frekar frábrugðið fyrri verkum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2017 14:30 María stefnir á að gefa út plötu. Tónlistarkonunni MIMRU er margt til lista lagt en hún sendir nú frá sér lagið Mushroom Cloud ásamt því að hefja í dag söfnun fyrir útgáfu væntanlegrar plötu gegnum Karolina Fund. MIMRA er listamannsheiti söngkonunnar og tónskáldsins Maríu Magnúsdóttur. Mushroom Cloud er þriðja lagið sem MIMRA sendir frá sér af væntanlegri plötu sinni, Sinking Island, en það er 12 laga hljómplata sem mun líta dagsins ljós í Nóvember. Mushroom Cloud er öllu stærra í sniðum en þau fyrri, en í því má heyra litríka samsuðu radda, raftónlistar, strengja og lúðra undir afrískum áhrifum. Tónlist MIMRU er best lýst sem electro-acoustic folk poppi.Lagið Mushroom CloudMIMRA lagði sig fram við að ná fram gleði, kæruleysi og eltingaleiks-tilfinningu í nýja laginu: „Hugmyndin á bakvið Musihroom Cloud var fjölskyldan mín, hvernig við hlæjum allt of hátt miðað við meðalmanninn og hvernig við systkinin lékum okkur í fjörunni sem börn, ” segir María. Lagið hefur verið dágóðan tíma í vinnslu „Ég samdi lagið upphaflega sem stórt lokalag fyrir útskriftartónleika, þá fyrir hljómsveit sem samanstóð af rytmasveit, strengjakvartett, blásurum, hörpuleikara og bakröddum. Þegar ég tók síðan lagið upp í fyrra færði ég það í nýjan búning með því að vinna það með allskonar litlum upptökum af mér að berja í hluti eins og pappakassa og krukkur, auk þess sem ég bætti inn vocoder og fleira raftónlistar-nammi. Það er því mjög góð tilfinning að gefa lagið út núna í upphafi Karolina Fund söfnuninnar okkar.”Tónlist MIMRU og upptökur Sinking IslandMaría flutti aftur á landsteinana fyrir ekki svo löngu eftir tónlistarnám erlendis, nánar til tekið í Hollandi og Englandi. „Ég byrjaði að kalla mig MIMRU í Hollandi fyrir þremur árum þegar ég ákvað að útsetja nokkur ný lög fyrir stóra hljómsveit. Þar fæddist tónlist MIMRU með hjálp frábærra tónlistarmanna og kvenna í svokölluðum orchestral pop eða art pop stíl.” Á síðasta ári tók hún upp og pródúsaði plötuna Sinking Island sem mastersverkefni við Goldsmiths University of London. Einvala lið tónlistarmanna og hæfileikafólks hefur komið að gerð plötunnar. Björn Bragi Kjartansson sá um hljómjöfnun og Sigríður Hulda Sigurðardóttir sér um hönnun umslags sem sýnir gullfallega teikningu af skriðjökli. „Þetta efni er frekar frábrugðið fyrri verkum að því leiti að ég blanda saman hljóðheimi orchestral og elektró popps í lögunum mínum og útkoman er eitthvað nýtt, margslungið og fallegt. Ég hlakka mjög til að deila plötunni með ykkur.” Frekari upplýsingar um MIMRU má finna á www.mimramusic.com og hægt er að verða partur af söfnuninni og fá fyrir plötuna á geisladisk eða vinyl, miða á útgáfutónleikana í Nóvember og margt fleira gegnum Karolina Fund síðu verkefnisins. Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarkonunni MIMRU er margt til lista lagt en hún sendir nú frá sér lagið Mushroom Cloud ásamt því að hefja í dag söfnun fyrir útgáfu væntanlegrar plötu gegnum Karolina Fund. MIMRA er listamannsheiti söngkonunnar og tónskáldsins Maríu Magnúsdóttur. Mushroom Cloud er þriðja lagið sem MIMRA sendir frá sér af væntanlegri plötu sinni, Sinking Island, en það er 12 laga hljómplata sem mun líta dagsins ljós í Nóvember. Mushroom Cloud er öllu stærra í sniðum en þau fyrri, en í því má heyra litríka samsuðu radda, raftónlistar, strengja og lúðra undir afrískum áhrifum. Tónlist MIMRU er best lýst sem electro-acoustic folk poppi.Lagið Mushroom CloudMIMRA lagði sig fram við að ná fram gleði, kæruleysi og eltingaleiks-tilfinningu í nýja laginu: „Hugmyndin á bakvið Musihroom Cloud var fjölskyldan mín, hvernig við hlæjum allt of hátt miðað við meðalmanninn og hvernig við systkinin lékum okkur í fjörunni sem börn, ” segir María. Lagið hefur verið dágóðan tíma í vinnslu „Ég samdi lagið upphaflega sem stórt lokalag fyrir útskriftartónleika, þá fyrir hljómsveit sem samanstóð af rytmasveit, strengjakvartett, blásurum, hörpuleikara og bakröddum. Þegar ég tók síðan lagið upp í fyrra færði ég það í nýjan búning með því að vinna það með allskonar litlum upptökum af mér að berja í hluti eins og pappakassa og krukkur, auk þess sem ég bætti inn vocoder og fleira raftónlistar-nammi. Það er því mjög góð tilfinning að gefa lagið út núna í upphafi Karolina Fund söfnuninnar okkar.”Tónlist MIMRU og upptökur Sinking IslandMaría flutti aftur á landsteinana fyrir ekki svo löngu eftir tónlistarnám erlendis, nánar til tekið í Hollandi og Englandi. „Ég byrjaði að kalla mig MIMRU í Hollandi fyrir þremur árum þegar ég ákvað að útsetja nokkur ný lög fyrir stóra hljómsveit. Þar fæddist tónlist MIMRU með hjálp frábærra tónlistarmanna og kvenna í svokölluðum orchestral pop eða art pop stíl.” Á síðasta ári tók hún upp og pródúsaði plötuna Sinking Island sem mastersverkefni við Goldsmiths University of London. Einvala lið tónlistarmanna og hæfileikafólks hefur komið að gerð plötunnar. Björn Bragi Kjartansson sá um hljómjöfnun og Sigríður Hulda Sigurðardóttir sér um hönnun umslags sem sýnir gullfallega teikningu af skriðjökli. „Þetta efni er frekar frábrugðið fyrri verkum að því leiti að ég blanda saman hljóðheimi orchestral og elektró popps í lögunum mínum og útkoman er eitthvað nýtt, margslungið og fallegt. Ég hlakka mjög til að deila plötunni með ykkur.” Frekari upplýsingar um MIMRU má finna á www.mimramusic.com og hægt er að verða partur af söfnuninni og fá fyrir plötuna á geisladisk eða vinyl, miða á útgáfutónleikana í Nóvember og margt fleira gegnum Karolina Fund síðu verkefnisins.
Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira