Nýtt upphaf Magnús Guðmundsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Það er frekar dapurlegt að fylgjast með því hvernig komið er fyrir Neytendasamtökunum þessa dagana. Sú var tíðin að Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna til 26 ára, var tíður gestur í fréttum og umræðuþáttum um ýmis málefni sem vörðuðu neytendur með einum eða öðrum hætti. Ekki veitti af þar sem Íslendingar hafa löngum búið við fákeppni og jafnvel samráð fyrirtækja með tilheyrandi dýrtíð og döprum kjörum. Neytendasamtökin voru mikilvæg í baráttunni fyrir bættum kjörum og auknum réttindum neytenda en síðustu ár er ekki laust við að fjarað hafi undan samtökunum og dregið úr mikilvægi þeirra. Síðastliðið haust var svo Ólafur Arnarson hagfræðingur kjörinn nýr formaður Neytendasamtakanna og það reyndar með talsverðum yfirburðum. Reyndar voru átök um Ólaf og formennskuna alveg frá því fyrir aðalfundinn eftir að uppstillingarnefnd mat hann hæfastan en það virtist vera til lítillar gleði fyrir suma félagsmenn. Að auki ríkti óánægja með að um helmingur atkvæðisbærra félagsmanna hefði skráð sig á síðustu stundu og var Ólafur sakaður um að standa fyrir smölun til þess sigra í kosningunum. Það er reyndar erfitt að sjá að það sé af hinu slæma að fjölga í samtökum sem gefa sig út fyrir að vera fjöldasamtök en ekki kunningjaklíka. Þrátt fyrir áframhaldandi átök er því ekki að neita að Ólafur virtist koma með ferska vinda inn í Neytendasamtökin. Sýnileiki samtakanna jókst hratt og vitund neytenda virtist vaxa frá degi til dags þó svo sitthvað fleira hafi komið til en rödd samtakanna svo sem innkoma Costco á íslenskan markað. Stærsta áherslumál Ólafs, smáforritið Neytandinn, hefur notið mikilla vinsælda og býr yfir möguleikum á mikilvægri upplýsingaöflun fyrir neytendur frá degi til dags. Þetta kostaði þó sitt og að viðbættum auknum rekstrarkostnaði komust deilur á milli formanns og meirihluta stjórnar á það stig að Ólafur ákvað nú fyrr í vikunni að víkja sæti. Það er mikill missir fyrir Neytendasamtökin sem og neytendur í landinu sem þurfa á því að halda að samtökin séu virk og fyrirferðarmikil í umræðu um þessi mikilvægu hagsmunamál. Samtök á borð við Neytendasamtökin þurfa á því að halda að þar stefni allir að sama marki og því er mikilvægt að stjórnin standi heil á bak við þann sem tekur að sér að vera í forsvari fyrir samtökin. Allt ósætti og átök á milli formanns og stjórnar hefur því óneitanlega veikt samtökin til mikilla muna. Það er erfitt að sjá annað en að rekstrarvanda samtakanna megi rekja mun lengra aftur en til þess vetrar sem Ólafur hefur gegnt þar formennsku. Ef ekki hlýtur að hafa verið um að ræða forkastanlegt eyðslufyllerí sem auðvelt ætti að vera að sýna fram á. Jafnvel ef svo væri þá breytti það ekki þeirri staðreynd að stjórnin verður líka að bera sína ábyrgð á því hvernig komið er. Ekki fremur en formaðurinn er nokkur stjórnarmaður mikilvægari en samtökin og framtíðarstarf þeirra í þágu íslenskra neytenda. Þessi átök hafa skaðað samtökin og þar með hagsmuni neytenda og nú er kominn tími á nýtt upphaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Það er frekar dapurlegt að fylgjast með því hvernig komið er fyrir Neytendasamtökunum þessa dagana. Sú var tíðin að Jóhannes Gunnarsson, formaður samtakanna til 26 ára, var tíður gestur í fréttum og umræðuþáttum um ýmis málefni sem vörðuðu neytendur með einum eða öðrum hætti. Ekki veitti af þar sem Íslendingar hafa löngum búið við fákeppni og jafnvel samráð fyrirtækja með tilheyrandi dýrtíð og döprum kjörum. Neytendasamtökin voru mikilvæg í baráttunni fyrir bættum kjörum og auknum réttindum neytenda en síðustu ár er ekki laust við að fjarað hafi undan samtökunum og dregið úr mikilvægi þeirra. Síðastliðið haust var svo Ólafur Arnarson hagfræðingur kjörinn nýr formaður Neytendasamtakanna og það reyndar með talsverðum yfirburðum. Reyndar voru átök um Ólaf og formennskuna alveg frá því fyrir aðalfundinn eftir að uppstillingarnefnd mat hann hæfastan en það virtist vera til lítillar gleði fyrir suma félagsmenn. Að auki ríkti óánægja með að um helmingur atkvæðisbærra félagsmanna hefði skráð sig á síðustu stundu og var Ólafur sakaður um að standa fyrir smölun til þess sigra í kosningunum. Það er reyndar erfitt að sjá að það sé af hinu slæma að fjölga í samtökum sem gefa sig út fyrir að vera fjöldasamtök en ekki kunningjaklíka. Þrátt fyrir áframhaldandi átök er því ekki að neita að Ólafur virtist koma með ferska vinda inn í Neytendasamtökin. Sýnileiki samtakanna jókst hratt og vitund neytenda virtist vaxa frá degi til dags þó svo sitthvað fleira hafi komið til en rödd samtakanna svo sem innkoma Costco á íslenskan markað. Stærsta áherslumál Ólafs, smáforritið Neytandinn, hefur notið mikilla vinsælda og býr yfir möguleikum á mikilvægri upplýsingaöflun fyrir neytendur frá degi til dags. Þetta kostaði þó sitt og að viðbættum auknum rekstrarkostnaði komust deilur á milli formanns og meirihluta stjórnar á það stig að Ólafur ákvað nú fyrr í vikunni að víkja sæti. Það er mikill missir fyrir Neytendasamtökin sem og neytendur í landinu sem þurfa á því að halda að samtökin séu virk og fyrirferðarmikil í umræðu um þessi mikilvægu hagsmunamál. Samtök á borð við Neytendasamtökin þurfa á því að halda að þar stefni allir að sama marki og því er mikilvægt að stjórnin standi heil á bak við þann sem tekur að sér að vera í forsvari fyrir samtökin. Allt ósætti og átök á milli formanns og stjórnar hefur því óneitanlega veikt samtökin til mikilla muna. Það er erfitt að sjá annað en að rekstrarvanda samtakanna megi rekja mun lengra aftur en til þess vetrar sem Ólafur hefur gegnt þar formennsku. Ef ekki hlýtur að hafa verið um að ræða forkastanlegt eyðslufyllerí sem auðvelt ætti að vera að sýna fram á. Jafnvel ef svo væri þá breytti það ekki þeirri staðreynd að stjórnin verður líka að bera sína ábyrgð á því hvernig komið er. Ekki fremur en formaðurinn er nokkur stjórnarmaður mikilvægari en samtökin og framtíðarstarf þeirra í þágu íslenskra neytenda. Þessi átök hafa skaðað samtökin og þar með hagsmuni neytenda og nú er kominn tími á nýtt upphaf.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun