Bíó og sjónvarp

Tólf mistök úr stórmyndum á borð við Braveheart og Jurassic Park

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mel Gibson í hlutverki hins skoska William Wallace í Braveheart.
Mel Gibson í hlutverki hins skoska William Wallace í Braveheart.
Að mörgu er að huga við tökur á kvikmyndum og ekki óalgengt að ýmislegt sleppi í gegn í lokaútgáfu mynda sem hefði betur ekki verið þar. Þetta á jafnt við um minni myndir sem þær stærri.

Í myndum á borð við Braveheart, Jurassic Park, Galdrakarlinn í OZ og Batman hafa verið gerð mistök sem birst hafa fyrir augum allra sem á myndina horfðu. Það þýðir samt ekki að allir hafi tekið eftir þeim. Þvert á móti.

Í myndbandinu að neðan má sjá samantekt á mistökum úr tólf frægum myndum. Spurning hvort þú, lesandi góður, hafi tekið eftir þessu þegar þú sást myndirnar á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×