Laxinn er mættur í Hraunsfjörðinn Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2017 10:00 Falleg sjóbleikja úr Hraunsfirði Mynd: Veiðikortið Hraunsfjörður hefur verið vel sóttur í sumar og það eru margir veiðimenn sem hafa verið að gera fína veiði þar á sjóbleikju. Sjóbleikjuveiðin er þó eins og margir þekkja afar dyntótt og suma daga er hún vel sýnileg þegar hún syndir um í vatninu en lítur ekki við neinu agni sem fyrir hana er borið. Það ber þó á að þær bleikjur sem þó taka flugu eru stútfullar af marfló og eftirlíking af henni í grænum litum hefur verið að gefa einna best. Það er líka farið að bera á laxi í vatninu en í fyrradag lágu í það minnsta 20 laxar við stífluna en þrátt fyrir góða viðleitni þeirra veiðimanna sem reyndu við þá var ekki litið við neinu agni. Júlí er oft feykna góður mánuður í Hraunsfirði og bleikjan fer oft að taka betur og betur sem og laxinn. Þetta er eitt af þeim vatnasvæðum sem þarf að leggja smá vinnu í að kynna sér og sú vinna er alltaf vel þess virði. Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði
Hraunsfjörður hefur verið vel sóttur í sumar og það eru margir veiðimenn sem hafa verið að gera fína veiði þar á sjóbleikju. Sjóbleikjuveiðin er þó eins og margir þekkja afar dyntótt og suma daga er hún vel sýnileg þegar hún syndir um í vatninu en lítur ekki við neinu agni sem fyrir hana er borið. Það ber þó á að þær bleikjur sem þó taka flugu eru stútfullar af marfló og eftirlíking af henni í grænum litum hefur verið að gefa einna best. Það er líka farið að bera á laxi í vatninu en í fyrradag lágu í það minnsta 20 laxar við stífluna en þrátt fyrir góða viðleitni þeirra veiðimanna sem reyndu við þá var ekki litið við neinu agni. Júlí er oft feykna góður mánuður í Hraunsfirði og bleikjan fer oft að taka betur og betur sem og laxinn. Þetta er eitt af þeim vatnasvæðum sem þarf að leggja smá vinnu í að kynna sér og sú vinna er alltaf vel þess virði.
Mest lesið Úrslitin kynnt í hnýtingarkeppni Vesturrastar Veiði 104 sm stórlax á land í Stóru Laxá Veiði Norskur eldislax ógn við Íslenska laxastofna Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lokatölur komnar úr Veiðivötnum Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði