Íslenskt tíðarfar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 07:00 Stundum skil ég ekki hvernig landnámsmönnum og -konum datt í hug að setjast hér að. Á Íslandi. Á einhverri alveg bagalega staðsettri eyju þar sem heilu sumrin þjóta hjá við ellefu gráður á selsíus. En heitir pottar hafa samt aldrei selst jafn vel og einmitt núna, nema þá kannski rétt fyrir hrun. Ég verð svo reið þegar illa viðrar. Ég verð brjáluð út í veðurfræðingana og finnst þeir skulda mér að minnsta kosti einn sólardag en svo er eins og veðurfræðingunum vaxi bara ásmegin og þeir þrykkja í mig stormviðvörun. Um miðjan júlí. Og Íslendingar eru sem fyrr kraftsturlaðir í risapakkningar af dóti og raðirnar hlykkjast um Costco, veggja á milli, eins og ægilöng, kaupóð margfætla. Það er líka eitthvað alveg sérstaklega ömurlegt við það að berjast upp Bankastrætið um hásumar og finna hvernig lárétt rigningin rekur manni hvern löðrunginn á fætur öðrum. Og svo er ekki einu sinni hægt að spenna upp regnhlíf eins og í öllum siðmenntuðum löndum. Útundan sér heyrir maður unga fjárfesta skála í gullkampavíni á Petersen-svítunni og í staðinn fyrir „skál“ segja þeir „Gamma Capital Management“. Grátt brimið krafsar í svarta fjöruna og hugurinn leitar á litríkari slóðir. Hlýrri slóðir. Túristi yfirgefur heittempraða beltið sjálfviljugur til að heimsækja grámygluna og greiðir 1.190 krónur fyrir rúnstykki. Íslensk sumur halda áfram að valda vonbrigðum, nema kannski ef til vill á Egilsstöðum – krónískri veðursældarútópíu – og íslensk saga heldur áfram að endurtaka sig. Stormviðvörun í júlí. Efnahagshrun í október. Það er þetta séríslenska tíðarfar, einhvern veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Stundum skil ég ekki hvernig landnámsmönnum og -konum datt í hug að setjast hér að. Á Íslandi. Á einhverri alveg bagalega staðsettri eyju þar sem heilu sumrin þjóta hjá við ellefu gráður á selsíus. En heitir pottar hafa samt aldrei selst jafn vel og einmitt núna, nema þá kannski rétt fyrir hrun. Ég verð svo reið þegar illa viðrar. Ég verð brjáluð út í veðurfræðingana og finnst þeir skulda mér að minnsta kosti einn sólardag en svo er eins og veðurfræðingunum vaxi bara ásmegin og þeir þrykkja í mig stormviðvörun. Um miðjan júlí. Og Íslendingar eru sem fyrr kraftsturlaðir í risapakkningar af dóti og raðirnar hlykkjast um Costco, veggja á milli, eins og ægilöng, kaupóð margfætla. Það er líka eitthvað alveg sérstaklega ömurlegt við það að berjast upp Bankastrætið um hásumar og finna hvernig lárétt rigningin rekur manni hvern löðrunginn á fætur öðrum. Og svo er ekki einu sinni hægt að spenna upp regnhlíf eins og í öllum siðmenntuðum löndum. Útundan sér heyrir maður unga fjárfesta skála í gullkampavíni á Petersen-svítunni og í staðinn fyrir „skál“ segja þeir „Gamma Capital Management“. Grátt brimið krafsar í svarta fjöruna og hugurinn leitar á litríkari slóðir. Hlýrri slóðir. Túristi yfirgefur heittempraða beltið sjálfviljugur til að heimsækja grámygluna og greiðir 1.190 krónur fyrir rúnstykki. Íslensk sumur halda áfram að valda vonbrigðum, nema kannski ef til vill á Egilsstöðum – krónískri veðursældarútópíu – og íslensk saga heldur áfram að endurtaka sig. Stormviðvörun í júlí. Efnahagshrun í október. Það er þetta séríslenska tíðarfar, einhvern veginn.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun