Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2017 06:00 Valgerður Árnadóttir með lax í vel lukkaðri veiðiferð. Hún segir að það gerist of oft að vitlaust val á veiðiflugum eyðileggi fyrir fólki utan úr heimi. Lítil krúttleg veiðibúð varð skyndilega örlítið stærri en hugmyndin var upphaflega. Stofnandi verslunarinnar segir að planið hafi verið að koma í veg fyrir leiðinlega upplifun veiðimanna hér á landi. „Það koma oft veiðimenn hingað til lands með flugur sem þeir hafa kannski notað í Kanada og Skotlandi en þær virka ekki hérna. Þeir hafa kannski ekki hugsað út í hvað gengur hérna,“ segir Valgerður Árnadóttir, stofnandi verslunarinnar LittleFishBoutique.net. Til að bregðast við þessu hefur Valgerður sett saman flugupakka sem henta vel fyrir vinsælar veiðiár hér á landi. Þeir eru samsettir með það í huga að til séu pakkar sem henta hvenær sem er. Það getur til dæmis verið mismunandi hvað fiskurinn tekur eftir tíma sumars, veðráttu og svo framvegis. Þá getur ein fluga hentað í einni á meðan hún reynist næsta gagnslaus í næstu. Tillögurnar að samsetningu pakkanna hefur hún fengið frá fólki sem er sérfræðingar í hverri á fyrir sig. „Ég hef séð það gerast of oft að menn koma hingað, hafa hlakkað lengi til, og lenda síðan í því að hlutur sem þessi skemmir fyrir þeim ferðina. Hugmyndin var að sporna við því að slíkar aðstæður komi upp, að ferðin verði vonbrigði út af hlut sem þessum,“ segir hún. Verslunin hefur farið vel af stað en þar eru í boði pakkar fyrir margar af helstu veiðiám landsins. Auk þess er þar að finna pakka sem settir hafa verið saman fyrir ár í Rússlandi, Noregi og á Grænlandi. „Verslunin er á netinu. Við höfum sent í veiðihús eða á hótelið sem menn gista á. Það hentar mönnum oft betur að þurfa ekki að spá í það hvort það sé opið eður ei.“ Valgerður hefur lifað og hrærst í veiðiheiminum lengi. Fyrir um þremur áratugum stofnuðu foreldrar hennar veiðiferðaskrifstofu og hefur hún verið með veiðidellu frá því hún var barn að aldri. Veiði hefur haft þann stimpil á sér í gegnum tíðina að vera karlasport. „Ég hugsaði pínu um það hvernig yrði tekið í það að kona væri að opna veiðiverslun en ég hef ekki fundið fyrir neinu. Kannski myndu menn setja út á það ef ég væri að fylla fluguboxin þeirra af bleikum og fjólubláum flugum,“ segir hún og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði
Lítil krúttleg veiðibúð varð skyndilega örlítið stærri en hugmyndin var upphaflega. Stofnandi verslunarinnar segir að planið hafi verið að koma í veg fyrir leiðinlega upplifun veiðimanna hér á landi. „Það koma oft veiðimenn hingað til lands með flugur sem þeir hafa kannski notað í Kanada og Skotlandi en þær virka ekki hérna. Þeir hafa kannski ekki hugsað út í hvað gengur hérna,“ segir Valgerður Árnadóttir, stofnandi verslunarinnar LittleFishBoutique.net. Til að bregðast við þessu hefur Valgerður sett saman flugupakka sem henta vel fyrir vinsælar veiðiár hér á landi. Þeir eru samsettir með það í huga að til séu pakkar sem henta hvenær sem er. Það getur til dæmis verið mismunandi hvað fiskurinn tekur eftir tíma sumars, veðráttu og svo framvegis. Þá getur ein fluga hentað í einni á meðan hún reynist næsta gagnslaus í næstu. Tillögurnar að samsetningu pakkanna hefur hún fengið frá fólki sem er sérfræðingar í hverri á fyrir sig. „Ég hef séð það gerast of oft að menn koma hingað, hafa hlakkað lengi til, og lenda síðan í því að hlutur sem þessi skemmir fyrir þeim ferðina. Hugmyndin var að sporna við því að slíkar aðstæður komi upp, að ferðin verði vonbrigði út af hlut sem þessum,“ segir hún. Verslunin hefur farið vel af stað en þar eru í boði pakkar fyrir margar af helstu veiðiám landsins. Auk þess er þar að finna pakka sem settir hafa verið saman fyrir ár í Rússlandi, Noregi og á Grænlandi. „Verslunin er á netinu. Við höfum sent í veiðihús eða á hótelið sem menn gista á. Það hentar mönnum oft betur að þurfa ekki að spá í það hvort það sé opið eður ei.“ Valgerður hefur lifað og hrærst í veiðiheiminum lengi. Fyrir um þremur áratugum stofnuðu foreldrar hennar veiðiferðaskrifstofu og hefur hún verið með veiðidellu frá því hún var barn að aldri. Veiði hefur haft þann stimpil á sér í gegnum tíðina að vera karlasport. „Ég hugsaði pínu um það hvernig yrði tekið í það að kona væri að opna veiðiverslun en ég hef ekki fundið fyrir neinu. Kannski myndu menn setja út á það ef ég væri að fylla fluguboxin þeirra af bleikum og fjólubláum flugum,“ segir hún og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði