Atomstation snýr aftur eftir 9 ára hlé Stefán Þór Hjartarson skrifar 3. júlí 2017 10:15 Atomstation er mætt aftur og hefur aldrei verið þéttari. Vísir/Eyþór „Við hættum gegn okkar eigin vilja árið 2008 því að trommuleikarinn okkar fékk MS. Síðan gerðust bara alls konar hlutir – menn fluttu til útlanda, út á land og eignuðust börn ... allt þetta, lífið tók við. En við náðum aldrei að fylgja eftir plötunni sem við gáfum út 2008 út af þessu. Ég þurfti að fara upp á svið á Airwaves 2008 og segja að við hreinlega gætum ekki spilað, því að hann var lagður inn daginn áður,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson söngvari hljómsveitarinnar Atomstation, sem áður gekk undir nafninu Atómstöðin og átti töluverðum vinsældum að fagna á sínum tíma áður en veikindi settu sveitina á ís í ein 9 ár. Nú eru þeir komnir aftur og segir Guðmundur að þeir hafi aldrei verið betri. „Okkur fannst alltaf eins og við ættum eitthvað pínu ósagt og óklárað. Síðan var það síðasta sumar að við vorum allir í Reykjavík á sama tíma. Við hittumst og prufuðum að telja í og fundum að „magic-ið“ væri ennþá þarna. Áður en við vissum af vorum við búnir að semja fullt af lögum og fannst líka ógeðslega gaman að hanga saman. Við erum allir maníusjúklingar þannig að mjög fljótlega sagði Óli gítarleikari að við værum að fara til L.A. að taka upp. Við sendum tónlist á Scott Hackwith sem á geðveikt stúdíó í L.A. og hefur pródúserað og tekið upp fyrir Ramones og fleiri, og hann svaraði okkur strax og sagði að þetta væri æðislegt stöff og sagði okkur að koma til L.A. að taka upp, sem við kýldum á og létum gamlan draum rætast.“Og hvernig var úti? „Það var algjörlega geðveikt! Þetta er frábært stúdíó – þarna er gríðarlega sjaldgæfur mixer, einn af þremur nothæfum eftir í heiminum, þetta var svona það sem allar gömlu rokkplöturnar voru teknar upp á. Hann á míkrófónasafn til að deyja fyrir – ég var að syngja í míkrófón sem kostaði 18 þúsund dali, og hann á tvo. Aðstaðan var frábær – Scott og Joshua Hawksley, sem er aðstoðarmaðurinn hans og tók okkur upp, þeir elskuðu okkur þannig að við fengum frábæra þjónustu og unnum miklu meira en við höfðum borgað fyrir. Þannig að við komum heim með mjög vel hljómandi grunna að þrettán lögum. Síðan auðvitað allt hitt; veðrið æðislegt, við vorum í Chinatown sem er æðislegur partur af borginni, þannig að þetta var alveg „once in a lifetime“ draumaferð.“ Atomstation stefnir á að gefa plötuna sína út fyrir Airwaves í haust og gefa út nokkur lög þangað til. Guðmundur segir ekkert liggja á og að þeir vilji frekar vanda sig. „Við erum auðvitað fimm einstaklingar með mjög ólíkar skoðanir og það tekur tíma að komast að sameiginlegri niðurstöðu,“ segir Guðmundur hlæjandi. „En það er ógeðslega skemmtilegt. Maður verður bara að leyfa því að taka tíma.“ Atomstation kemur fram í fyrsta skipti eftir hlé á Eistnaflugi núna í júlí. Þeir gáfu líka nýlega út lagið Ravens of Speed. Guðmundur segir þá svo ætla sér að hella sér í tónleikahald og klára plötuna. „Við hlökkum ógeðslega til að stíga aftur á svið og rokka fyrir fólkið!“ Tónlist Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við hættum gegn okkar eigin vilja árið 2008 því að trommuleikarinn okkar fékk MS. Síðan gerðust bara alls konar hlutir – menn fluttu til útlanda, út á land og eignuðust börn ... allt þetta, lífið tók við. En við náðum aldrei að fylgja eftir plötunni sem við gáfum út 2008 út af þessu. Ég þurfti að fara upp á svið á Airwaves 2008 og segja að við hreinlega gætum ekki spilað, því að hann var lagður inn daginn áður,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson söngvari hljómsveitarinnar Atomstation, sem áður gekk undir nafninu Atómstöðin og átti töluverðum vinsældum að fagna á sínum tíma áður en veikindi settu sveitina á ís í ein 9 ár. Nú eru þeir komnir aftur og segir Guðmundur að þeir hafi aldrei verið betri. „Okkur fannst alltaf eins og við ættum eitthvað pínu ósagt og óklárað. Síðan var það síðasta sumar að við vorum allir í Reykjavík á sama tíma. Við hittumst og prufuðum að telja í og fundum að „magic-ið“ væri ennþá þarna. Áður en við vissum af vorum við búnir að semja fullt af lögum og fannst líka ógeðslega gaman að hanga saman. Við erum allir maníusjúklingar þannig að mjög fljótlega sagði Óli gítarleikari að við værum að fara til L.A. að taka upp. Við sendum tónlist á Scott Hackwith sem á geðveikt stúdíó í L.A. og hefur pródúserað og tekið upp fyrir Ramones og fleiri, og hann svaraði okkur strax og sagði að þetta væri æðislegt stöff og sagði okkur að koma til L.A. að taka upp, sem við kýldum á og létum gamlan draum rætast.“Og hvernig var úti? „Það var algjörlega geðveikt! Þetta er frábært stúdíó – þarna er gríðarlega sjaldgæfur mixer, einn af þremur nothæfum eftir í heiminum, þetta var svona það sem allar gömlu rokkplöturnar voru teknar upp á. Hann á míkrófónasafn til að deyja fyrir – ég var að syngja í míkrófón sem kostaði 18 þúsund dali, og hann á tvo. Aðstaðan var frábær – Scott og Joshua Hawksley, sem er aðstoðarmaðurinn hans og tók okkur upp, þeir elskuðu okkur þannig að við fengum frábæra þjónustu og unnum miklu meira en við höfðum borgað fyrir. Þannig að við komum heim með mjög vel hljómandi grunna að þrettán lögum. Síðan auðvitað allt hitt; veðrið æðislegt, við vorum í Chinatown sem er æðislegur partur af borginni, þannig að þetta var alveg „once in a lifetime“ draumaferð.“ Atomstation stefnir á að gefa plötuna sína út fyrir Airwaves í haust og gefa út nokkur lög þangað til. Guðmundur segir ekkert liggja á og að þeir vilji frekar vanda sig. „Við erum auðvitað fimm einstaklingar með mjög ólíkar skoðanir og það tekur tíma að komast að sameiginlegri niðurstöðu,“ segir Guðmundur hlæjandi. „En það er ógeðslega skemmtilegt. Maður verður bara að leyfa því að taka tíma.“ Atomstation kemur fram í fyrsta skipti eftir hlé á Eistnaflugi núna í júlí. Þeir gáfu líka nýlega út lagið Ravens of Speed. Guðmundur segir þá svo ætla sér að hella sér í tónleikahald og klára plötuna. „Við hlökkum ógeðslega til að stíga aftur á svið og rokka fyrir fólkið!“
Tónlist Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira