Hjartasteinn valin á stuttlista LUX Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júlí 2017 15:30 Hjartasteinn hefur unnið fjölmörg alþjóðleg verðlaun. Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær tíu myndir sem valdar voru til þátttöku á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 30. júní til 8 júlí í Tékklandi. Þrjár myndir verða síðan valdar til úrslita og verður tilkynnt um þær myndir á Venice Days fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir lok júlí mánaðar. Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar. Á síðasta ári vann þýska myndin Toni Erdmann eftir Maren Ade og hlaut sú mynd einnig flest verðlaun í Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum 2016 og var tilnefnd til Óskars, Golden Globes og Bafta verðlauna.Tíu ára gömul verðlaun LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing þeirra, sem meðal annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. Myndirnar þrjár sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir fjörutíu borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Verðlaunamyndin verður svo einnig gerð fáanleg fyrir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt af Evrópuþinginu. Hjartasteinn er sýnd í Bíó Paradís í sumar en nýlega hófust einnig sýningar á henni í kvikmyndahúsum í Noregi, Portúgal, Danmörku og Svíþjóð. Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Hjartasteinn, hin margverðlaunaða mynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur verið valin á stuttlista LUX Film Prize sem er verðlaunahátíð á vegum Evrópuþingsins. Tilkynnt var um þær tíu myndir sem valdar voru til þátttöku á Karlovy Vary hátíðinni sem fer fram dagana 30. júní til 8 júlí í Tékklandi. Þrjár myndir verða síðan valdar til úrslita og verður tilkynnt um þær myndir á Venice Days fjölmiðlaráðstefnunni í Róm undir lok júlí mánaðar. Eina íslenska myndin sem áður hefur hlotið þennan heiður er myndin Hrútar eftir Grím Hákonarson en engin íslensk mynd hefur enn komist í úrslit hátíðarinnar. Á síðasta ári vann þýska myndin Toni Erdmann eftir Maren Ade og hlaut sú mynd einnig flest verðlaun í Evrópsku Kvikmyndaverðlaununum 2016 og var tilnefnd til Óskars, Golden Globes og Bafta verðlauna.Tíu ára gömul verðlaun LUX hátíðin, sem hefur verið starfrækt síðan árið 2007, leggur sérstaka áherslu á kvikmyndir sem varpa sýn á mikilvæg málefni líðandi stundar og sýna fjölbreytileika evrópskrar menningar. Hátíðin var stofnuð með það í huga að stuðla að dreifingu á evrópskum myndum þar sem að Evrópuþingið taldi að eitt helsta vandamál evrópskra kvikmynda væri dreifing þeirra, sem meðal annars væri tilkomið vegna tungumála hindrana. Myndirnar þrjár sem valdar eru til úrslita ferðast til yfir fjörutíu borga og eru þær textaðar á öllum 24 opinberu tungumálunum innan Evrópusambandsins. Verðlaunamyndin verður svo einnig gerð fáanleg fyrir sjón- og heyrnarskerta, og kynnt af Evrópuþinginu. Hjartasteinn er sýnd í Bíó Paradís í sumar en nýlega hófust einnig sýningar á henni í kvikmyndahúsum í Noregi, Portúgal, Danmörku og Svíþjóð.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira