Metsöluhöfundurinn J.K. Rowling, sem þekktust er fyrir bækur sínar um Harry Potter, er handritshöfundurinn en fyrri myndin kom út á síðasta ári.
Bókin fjallar um galdraverurnar í ævintýraheimi Harry Potter en ekki um galdradrenginn sjálfan.
Í næstu mynd mun Ólafur Darri leika sirkusstjóra og Ingvar E. karakter sem heitir Grimmson. Telegraph greinir frá.
Fréttastofa hafði samband við Ingvar E. og gat hann ekki rætt um málið við blaðamann.
Með aðalhlutverk í kvikmyndinni fara Jude Law, Johnny Depp, Ezra Miller, Zoë Kravitz og Eddie Redmayne.