Bugatti Chiron á að komast á 480 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 5. júlí 2017 10:30 Bugatti Chiron er 1.479 hestöfl og því sannkallaður ofurbíll. Ofurbíllinn Bugatti Chiron hefur afl til þess að komast ógnarhratt og takmörkin fyrir hraða hans einskorðast mest við dekkin undir honum. Á þeim dekkjum sem hann er seldur á til almennings á hann að komast á 450 km hraða og slá með því hraðamet forvera hans, Bugatti Veyron Super Sport sem er 431 km/klst og var sett árið 2010. Með því að fá undir bílinn ennþá betri sérhönnuð dekk til sérlega hraðs aksturs á afl bílsins hinsegar að geta þeytt bílnum á 483 km hraða, eða 300 mílur. Bugatti ætlar að láta reyna á hámarkshraða Chiron bílsins á sömu braut og Bugatti Veyron Super Sport bíllinn náði 431 km hraða, þ.e. Ehra-Lessien brautinni þýsku sem er í eigu Volkswagen Group. Það ætti að vera auðsótt mál að fá að nota þá braut þar sem Bugatti er í eigu Volkswagen Group. Það verður Michelin dekkjaframleiðandinn sem ætlar að útvega Bugatti sérhönnuð dekk undir Chiron bílinn þegar metsláttur verður reyndur. Bugatti Chiron er 1.479 hestöfl, eða næstum því 300 hestöflum öflugri en Bugatti Veyron Super Sport. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent
Ofurbíllinn Bugatti Chiron hefur afl til þess að komast ógnarhratt og takmörkin fyrir hraða hans einskorðast mest við dekkin undir honum. Á þeim dekkjum sem hann er seldur á til almennings á hann að komast á 450 km hraða og slá með því hraðamet forvera hans, Bugatti Veyron Super Sport sem er 431 km/klst og var sett árið 2010. Með því að fá undir bílinn ennþá betri sérhönnuð dekk til sérlega hraðs aksturs á afl bílsins hinsegar að geta þeytt bílnum á 483 km hraða, eða 300 mílur. Bugatti ætlar að láta reyna á hámarkshraða Chiron bílsins á sömu braut og Bugatti Veyron Super Sport bíllinn náði 431 km hraða, þ.e. Ehra-Lessien brautinni þýsku sem er í eigu Volkswagen Group. Það ætti að vera auðsótt mál að fá að nota þá braut þar sem Bugatti er í eigu Volkswagen Group. Það verður Michelin dekkjaframleiðandinn sem ætlar að útvega Bugatti sérhönnuð dekk undir Chiron bílinn þegar metsláttur verður reyndur. Bugatti Chiron er 1.479 hestöfl, eða næstum því 300 hestöflum öflugri en Bugatti Veyron Super Sport.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent