Kesha gefur út nýtt lag í fyrsta sinn eftir margra ára lagaflækjur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. júlí 2017 13:00 Söngkonan Kesha getur nú loksins sent frá sér tónlist á ný. Vísir/Getty Tónlistarkonan Kesha hefur gefið út sína fyrstu tónsmíð í fjögur ár en lagið Praying leit dagsins ljós í gær. Kesha hefur undanfarin ár verið föst í viðjum lagaflækja en hún á í deilum við fyrrum útgáfustjóra sinn, sem urðu til þess að hún gat ekki gefið út nýja tónlist. Árið 2014 kærði Kesha upptökustjóra sinn, Dr. Luke, fyrir kynferðisofbeldi. Hún segir hann jafnframt hafa byrlað sér nauðgunarlyf og níðst endurtekið á sér andlega. Dr. Luke hefur ætíð neitað öllum ásökunum Keshu. Málið var látið niður falla í Kaliforníufylki en meðferð þess stendur enn yfir í New York. Lagaflækjurnar hafa valdið því að Kesha, sem er samningsbundin útgáfufyrirtækinu Sony, hefur ekki getað sent frá sér nýja tónlist í nær fjögur ár.Efnið á plötunni vísar í ofbeldið Nú hefur orðið breyting þar á en lagið Praying kom út í gær. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Keshu, Rainbow, sem gefin verður út þann 11. ágúst næstkomandi. Lagið, og platan öll í heild sinni, vísar greinilega í áralanga baráttu söngkonunnar við Dr. Luke, sem heitir fullu nafni Lukas Gottwald, og ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig. „Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir nokkru listaverki áður,“ sagði Kesha um lagið er hún ávarpaði viðstadda í hlustunarpartíi plötunnar sem hún hélt í gær í London. Hún segir lagið farveg fyrir „alvarlegt vonleysi og þunglyndi“ en með því segist hún enn fremur hafa fundið „styrk í sjálfri sér, jafnvel þegar hann virtist utan seilingar.“Önnur lög á plötunni fjalla um sambærileg málefni. Lagið Bastards fjallar um einelti og þá er lagið Woman svar við ummælum Bandaríkjaforseta um konur og hvernig hann „grípur í píkuna á þeim.“ Útgáfufyrirtæki Keshu, Sony/RCA, hefur enn ekki gefið það formlega út hvernig samningum fyrirtækisins við söngkonuna er nú háttað. Síðasta útspil Keshu í tónlistarheiminum var platan Warrior sem kom út árið 2012. Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarkonan Kesha hefur gefið út sína fyrstu tónsmíð í fjögur ár en lagið Praying leit dagsins ljós í gær. Kesha hefur undanfarin ár verið föst í viðjum lagaflækja en hún á í deilum við fyrrum útgáfustjóra sinn, sem urðu til þess að hún gat ekki gefið út nýja tónlist. Árið 2014 kærði Kesha upptökustjóra sinn, Dr. Luke, fyrir kynferðisofbeldi. Hún segir hann jafnframt hafa byrlað sér nauðgunarlyf og níðst endurtekið á sér andlega. Dr. Luke hefur ætíð neitað öllum ásökunum Keshu. Málið var látið niður falla í Kaliforníufylki en meðferð þess stendur enn yfir í New York. Lagaflækjurnar hafa valdið því að Kesha, sem er samningsbundin útgáfufyrirtækinu Sony, hefur ekki getað sent frá sér nýja tónlist í nær fjögur ár.Efnið á plötunni vísar í ofbeldið Nú hefur orðið breyting þar á en lagið Praying kom út í gær. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri plötu Keshu, Rainbow, sem gefin verður út þann 11. ágúst næstkomandi. Lagið, og platan öll í heild sinni, vísar greinilega í áralanga baráttu söngkonunnar við Dr. Luke, sem heitir fullu nafni Lukas Gottwald, og ofbeldið sem hún segir hann hafa beitt sig. „Ég hef aldrei verið jafn spennt yfir nokkru listaverki áður,“ sagði Kesha um lagið er hún ávarpaði viðstadda í hlustunarpartíi plötunnar sem hún hélt í gær í London. Hún segir lagið farveg fyrir „alvarlegt vonleysi og þunglyndi“ en með því segist hún enn fremur hafa fundið „styrk í sjálfri sér, jafnvel þegar hann virtist utan seilingar.“Önnur lög á plötunni fjalla um sambærileg málefni. Lagið Bastards fjallar um einelti og þá er lagið Woman svar við ummælum Bandaríkjaforseta um konur og hvernig hann „grípur í píkuna á þeim.“ Útgáfufyrirtæki Keshu, Sony/RCA, hefur enn ekki gefið það formlega út hvernig samningum fyrirtækisins við söngkonuna er nú háttað. Síðasta útspil Keshu í tónlistarheiminum var platan Warrior sem kom út árið 2012.
Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira