Offramboð á rappi heggur í miðasölu Haraldur Guðmundsson skrifar 8. júlí 2017 06:00 Bandaríski rapparinn Rick Ross tróð upp á Secret Solstice. vísir/andri marinó „Það er aðeins of mikið framboð af of líkum viðburðum og maður finnur að það hefur áhrif. Við ákváðum því að bjóða þetta tveir fyrir einn tilboð og núna flýgur þetta út,“ sagði tónleikahaldarinn Þorsteinn Stephensen við Fréttablaðið í gær um miðasölu á tónleika rapparans Young Thug í Laugardalshöllinni sem haldnir voru í gærkvöldi. Athygli vakti þegar viðburðafyrirtæki Þorsteins, Hr. Örlygur, tilkynnti að viðskiptavinum Nova og þeim sem nota snjallforritið Aur byðust tveir miðar á tónleikana Kronik Live, þar sem Young Thug var aðalatriðið, á verði eins. Þar komu einnig fram ellefu innlendir flytjendur, þar á meðal Emmsjé Gauti, Gísli Pálmi og rappsveitin Úlfur Úlfur, og var miðaverð 9.900 krónur. Um fjögur þúsund miðar voru í boði og þegar blaðamaður heyrði í Þorsteini fyrir hádegi í gær var búið að selja um 3.100. „Miðasalan var aðeins undir væntingum en ég var svo sem ekkert stressaður. Við erum með frábæran viðburð en vildum hafa hann vel aðgengilegan fyrir krakkana sem eru komnir í sumarvinnuna og verðum með stútfullt hús.“ Þorsteinn bendir á að á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í júní hafi stigið á svið bæði innlendir og erlendir listamenn hip hop senunnar og fór þar bandaríski rapparinn Rick Ross fremstur í flokki. Í næstu viku muni svo bandaríski rapparinn Post Malone halda tónleika í Hörpu og hljómsveitin Migos troða upp í Laugardalshöll um miðjan ágúst. Einnig megi sjá vinsælustu innlendu rapparana á Þjóðhátíð 2017 og á mörgum öðrum tónleikum í sumar. „Þetta er verkefni sem ég er að vinna með gömlum samstarfsmanni, Robba Kronik, og þetta hafði staðið lengi til. Við ákváðum að prófa og ég held að við endurtökum þetta klárlega á næsta ári með einhverjum svipuðum hætti. Að ég verði með mikið af rappi þar inn á milli finnst mér ekki líklegt,“ sagði Þorsteinn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Það er aðeins of mikið framboð af of líkum viðburðum og maður finnur að það hefur áhrif. Við ákváðum því að bjóða þetta tveir fyrir einn tilboð og núna flýgur þetta út,“ sagði tónleikahaldarinn Þorsteinn Stephensen við Fréttablaðið í gær um miðasölu á tónleika rapparans Young Thug í Laugardalshöllinni sem haldnir voru í gærkvöldi. Athygli vakti þegar viðburðafyrirtæki Þorsteins, Hr. Örlygur, tilkynnti að viðskiptavinum Nova og þeim sem nota snjallforritið Aur byðust tveir miðar á tónleikana Kronik Live, þar sem Young Thug var aðalatriðið, á verði eins. Þar komu einnig fram ellefu innlendir flytjendur, þar á meðal Emmsjé Gauti, Gísli Pálmi og rappsveitin Úlfur Úlfur, og var miðaverð 9.900 krónur. Um fjögur þúsund miðar voru í boði og þegar blaðamaður heyrði í Þorsteini fyrir hádegi í gær var búið að selja um 3.100. „Miðasalan var aðeins undir væntingum en ég var svo sem ekkert stressaður. Við erum með frábæran viðburð en vildum hafa hann vel aðgengilegan fyrir krakkana sem eru komnir í sumarvinnuna og verðum með stútfullt hús.“ Þorsteinn bendir á að á tónleikahátíðinni Secret Solstice í Laugardalnum í júní hafi stigið á svið bæði innlendir og erlendir listamenn hip hop senunnar og fór þar bandaríski rapparinn Rick Ross fremstur í flokki. Í næstu viku muni svo bandaríski rapparinn Post Malone halda tónleika í Hörpu og hljómsveitin Migos troða upp í Laugardalshöll um miðjan ágúst. Einnig megi sjá vinsælustu innlendu rapparana á Þjóðhátíð 2017 og á mörgum öðrum tónleikum í sumar. „Þetta er verkefni sem ég er að vinna með gömlum samstarfsmanni, Robba Kronik, og þetta hafði staðið lengi til. Við ákváðum að prófa og ég held að við endurtökum þetta klárlega á næsta ári með einhverjum svipuðum hætti. Að ég verði með mikið af rappi þar inn á milli finnst mér ekki líklegt,“ sagði Þorsteinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira